Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Hörður Ægisson sem ritstýrirviðskiptaskrifum Frétta- blaðs skrifaði m.a. þetta á dög- unum: - - - Eitthvað mikið hefur farið úr-skeiðis. Ísland er eitt þróað- asta ríki í heimi, efnað land með fáa íbúa og öfluga inn- viði, þar sem vilji til bólusetningar er ríkur. Þjóðin ætti, við venjulegar kringumstæður, að hafa alla burði til þess að bera sig saman við vestræn ríki, sem standa utan ESB, á borð við Bret- land og Bandaríkin. - - - Í Bretlandi stendur öllum semkomnir eru yfir fimmtugt nú til boða bólusetning og í Banda- ríkjunum stendur til að nægt bóluefni verði til fyrir alla í lok maí, auk þess sem bæði ríkin hafa fest eins konar frelsisdaga í dagatalið í vor og sumar, þegar öllum hömlum verður aflétt. Á meðan höfum við horft upp á tafir og meiri háttar klúður í bólusetningaráætlun stjórnvalda, sem var af óskiljanlegum ástæð- um útvistað til ESB. Enn er ekki einu sinni búið að bólusetja alla eldri borgara hér á landi og fyr- irætlanir um bólusetningar hafa nú tafist um heilan mánuð, og ráðamenn yppa bara öxlum við þeim tíðindum... - - - Með öflugri forystu hefði máttbólusetja þjóðina mun fyrr, opna landið og afnema um leið þær skerðingar á daglegu lífi, sem við höfum búið við... - - - Bólusetningarklúður stjórn-valda, sem er einkum á ábyrgð heilbrigðisráðherra, eru afglöp af áður óþekktri stærð- argráðu.“ Hörður Ægisson Grautfúl staða STAKSTEINAR Fyrsta skipið sem komið hefur til Húsavíkur með hráefni fyrir kísilver PCC á Bakka í marga mánuði lagðist að Bökugarði í gærmorgun. Það er flutningaskipið Wilson Nanjing sem flytur kol til verksmiðjunnar. Starfsmenn PCC eru að undirbúa gangsetningu ofna kísilversins. Rún- ar Sigurpálsson forstjóri segir að horft sé til síðari hluta aprílmánaðar en tekur fram að enn séu lausir endar sem eftir sé að hnýta. PCC greip til tímabundinnar stöðv- unar á ljósbogaofnum kísilversins á síðasta ári til að gera endurbætur á reykhreinsivirki þess og var megin- hluta starfsfólks sagt upp. Nú er verið að ráða inn fólk að nýju, til viðbótar þeim sem ekki var sagt upp. Unnið er að þjálfun þess. helgi@mbl.is Fyrsti hráefnisfarm- urinn til kísilversins - Stefnt að endurræsingu ofna í apríl Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurhöfn Kolum sem notuð eru við framleiðslu PCC mokað á bíl. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í gær samkomulag við sveitarstjórn Strandabyggðar um að hefja endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins svo að unnt verði að ná jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins og standast fjárhagsleg viðmið sveit- arstjórnarlaga. Samkomulagið kveð- ur einnig á um 30 milljóna kr. fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Sigurður Ingi segir í tilkynning- unni að ljóst sé að sveitarfélögin séu misjafnlega í stakk búin til að bregð- ast við áföllum. „Því er mikilvægt að nýta þau verkfæri sem til eru til að styðja sveitarfélög við hagræðingu og stefnumótun til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu nær- samfélagsins,“ segir Sigurður Ingi. Ráða óháðan ráðgjafa Markmið samkomulagsins er að stuðla að markvissri vinnu við fjár- hagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggð- ar, skapa grundvöll fyrir fjárhags- áætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og móta verk- efnaáætlun sveitarstjórnar. Í samkomulaginu felst að sveit- arstjórn Strandabyggðar mun ráða óháðan ráðgjafa sem vinnur með sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins að fjárhagslegri greiningu og markmiðasetningu. Þá skuldbindur sveitarstjórnin sig einn- ig til að vinna að hagræðingu í rekstri og draga úr rekstrar- útgjöldum eins og kostur er, jafn- framt því sem leitast verður við að auka tekjur. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir að unnin verði úttekt á kostum sameiningar við önnur sveit- arfélög og fjárhagsleg áhrif samein- ingar. Samið um fjármál Strandabyggðar - Fá 30 milljóna kr. framlag úr Jöfnunarsjóði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandabyggð Sveitarfélagið fær 30 milljónir úr Jöfnunarsjóði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.