Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 4

Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 4
Við leggjum áherslu á velferð og viljum starfa í sátt við umhverfið. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild var fyrr í vikunni ráðin rektor Háskólans í Reykjavík. Ragn­ hildur sem hefur verið sviðsforseti samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, tekur við stöðunni af doktor Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöð­ unni undanfarin ellefu ár. Eftir ráðningu Ragnhildar sem rektors HR gegna konur rektorsstöðu við fimm af sjö háskólum hér á landi, það er við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Hólum, Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Hörður Birgir Haf steins son stangveiðimaður landaði höfðingj­ anum svo kallaða í Elliðaánum í vikunni. Hörður Birgir veiddi höfðingjann með Mun roe Killer #16 flugu. Fiskurinn var mældur 95 senti­ metrar að lengd og klár lega fiskur í yfir stærð, sé miðað við meðal­ stærð í Elliða ánum. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fór í leyfi frá störfum hjá sambandinu um miðja viku. Knattspyrnu­ sambandið hefur farið í gegnum mikinn storm, þar sem sambandið fékk gagnrýni fyrir viðbrögð sín við ásökunum um kynferðisof­ beldi leikmanna íslenska karla­ landsliðsins. n n Þrjú í fréttum 59 sinnum í sumar hefur hitinn farið yfir 20 gráður á land- inu. Meðalhiti á Akureyri í júlí og ágúst var sá hæsti frá upp- hafi mælinga. n Tölur vikunnar 68 tilkynningar hafa borist vegna blóðtappa og hjartatruflana sem auka verkun vegna bólu setningar. 44.000 ferðagjafir eru ónýttar þegar einn mánuður er eftir af ferðagjafar- tímabili íslenskra stjórnvalda og rúmlega fjórtán þúsund sem eru ekki fullnýttar. 10-11% Bæjarstjór- inn í Árborg reiknar með 10 til 11 pró- senta íbúa- fjölgun sem er algjörlega fordæmalaus. Könnun Gallup mælir mikla andstöðu við laxeldi í sjókví. Hefur gríðarlega eyðilegg­ ingu í för með sér, að sögn verndarsinna. Viðhorfin sýna að við þurfum að upp­ lýsa landsmenn betur, segir framkvæmdastjóri laxeldis­ fyrirtækis. gar@frettabladid.is FISKELDI Meirihluti landsmanna, eða 55,6 prósent, er neikvæður gagnvart laxeldi í opinni sjókví samkvæmt könnun sem North­ atlantic salmonfund lét Gallup gera í ágúst. 23,3 prósent segjast hlutlaus, 21,1 prósent er jákvætt. Elfar Friðriksson, framkvæmda­ stjóri Northatlanticsalmonfund, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir það mjög sterk skilaboð að meirihluti landsmanna sé gegn sjó­ eldinu. „Iðnaðurinn hefur stækkað gríð­ arlega hratt og Ísland er að vakna upp við vondan draum. Umræðan hefur að mestu snúist um peninga, en fólk er farið að sjá að þetta mál er risastórt náttúru­ og dýraverndar­ mál,“ segir hann. Elfar segir enga tilviljun að náttúru verndarsamtök um allan heim berjist af alefli gegn þessum iðnaði. „Eldið hefur gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Það er ekki ásættanlegt að við séum enn að stækka úreltan og stórskaðlegan iðnað.“ Samkvæmt könnuninni nefna jákvæðir gagnvart sjóeldinu at­ vinnusköpun og gjaldeyristekjur sem höfuðkosti. Helstu mótrök eru neikvæð umhverfisáhrif, hætta á blöndun við villtan lax og dýraníð. „Það er ekki bara hægt að tala um atvinnusköpun og láta svo náttúr­ una greiða allan kostnaðinn,“ segir Elfar. Gallup spurði f leiri spurninga. Önnur niðurstaða er að sögn Elfars sú að 30 prósent svarenda segja að ef stjórnmálaflokkur myndi beita sér gegn laxeldi í sjókví myndi það hafa áhrif á ráðstöfun atkvæðis þeirra. „Pólitíkin þarf að taka þessi skila­ boð alvarlega. Ráðamenn þurfa að stíga fram. Þessi mál eru ekki einka­ mál Vestfirðinga og Austfirðinga,“ segir Elfar. Jens Garðar Helgason, fram­ kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir vegna þeirrar niðurstöðu könnunar­ innar að meirihluti landsmanna sé gegn sjókvíaeldi: „Við finnum jákvæð viðbrögð í þeim samfélögum sem við störfum í. Þar fólk sem sér starfsemi greinar­ innar á hverjum degi er það mjög jákvætt. Nú er það hlutverk okkar að spýta í lófana til að upplýsa lands­ menn um hve frábæra atvinnugrein við erum að byggja upp í sátt við náttúru og umhverfi,“ segir Jens. Að sögn Jens er þó ekki hægt að blása með öllu á þau mótrök gegn eldinu sem nefnd eru í könnuninni. Fyrirtækin séu samt sem áður mjög meðvituð um ábyrgð sína. Innan laxeldisfyrirtækjanna og utan, sem dæmi hjá eftirlitsstofnunum, séu strangar vöktunaráætlanir. „Við leggjum áherslu á velferð og viljum starfa í sátt við umhverfið, enda eigum við hvað mestra hags­ muna að gæta í þeim efnum.“ Könnunin var netkönnun. 1.641 nafn var valið í handahófskenndu úrtaki, 48,9 prósent svöruðu. n Meirihluti andvígur laxeldi í sjókví og nefnir umhverfisáhrif og dýraníð Mjög umdeilt mál sem ekki er einkamál Vestfírðinga og Austfirðinga, segir talsmaður verndar villtra laxastofna. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Afstaða gagnvart sjókvíaeldi Spurt var: Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? n Neikvæð(ur) 56,6% n Jákvæð(ur) 21,1% n Hvorki né 23,3% HEIMILD: GALLUP K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.699.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 8 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU 4 Fréttir 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.