Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.09.2021, Qupperneq 4
Við leggjum áherslu á velferð og viljum starfa í sátt við umhverfið. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild var fyrr í vikunni ráðin rektor Háskólans í Reykjavík. Ragn­ hildur sem hefur verið sviðsforseti samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, tekur við stöðunni af doktor Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöð­ unni undanfarin ellefu ár. Eftir ráðningu Ragnhildar sem rektors HR gegna konur rektorsstöðu við fimm af sjö háskólum hér á landi, það er við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Hólum, Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Hörður Birgir Haf steins son stangveiðimaður landaði höfðingj­ anum svo kallaða í Elliðaánum í vikunni. Hörður Birgir veiddi höfðingjann með Mun roe Killer #16 flugu. Fiskurinn var mældur 95 senti­ metrar að lengd og klár lega fiskur í yfir stærð, sé miðað við meðal­ stærð í Elliða ánum. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fór í leyfi frá störfum hjá sambandinu um miðja viku. Knattspyrnu­ sambandið hefur farið í gegnum mikinn storm, þar sem sambandið fékk gagnrýni fyrir viðbrögð sín við ásökunum um kynferðisof­ beldi leikmanna íslenska karla­ landsliðsins. n n Þrjú í fréttum 59 sinnum í sumar hefur hitinn farið yfir 20 gráður á land- inu. Meðalhiti á Akureyri í júlí og ágúst var sá hæsti frá upp- hafi mælinga. n Tölur vikunnar 68 tilkynningar hafa borist vegna blóðtappa og hjartatruflana sem auka verkun vegna bólu setningar. 44.000 ferðagjafir eru ónýttar þegar einn mánuður er eftir af ferðagjafar- tímabili íslenskra stjórnvalda og rúmlega fjórtán þúsund sem eru ekki fullnýttar. 10-11% Bæjarstjór- inn í Árborg reiknar með 10 til 11 pró- senta íbúa- fjölgun sem er algjörlega fordæmalaus. Könnun Gallup mælir mikla andstöðu við laxeldi í sjókví. Hefur gríðarlega eyðilegg­ ingu í för með sér, að sögn verndarsinna. Viðhorfin sýna að við þurfum að upp­ lýsa landsmenn betur, segir framkvæmdastjóri laxeldis­ fyrirtækis. gar@frettabladid.is FISKELDI Meirihluti landsmanna, eða 55,6 prósent, er neikvæður gagnvart laxeldi í opinni sjókví samkvæmt könnun sem North­ atlantic salmonfund lét Gallup gera í ágúst. 23,3 prósent segjast hlutlaus, 21,1 prósent er jákvætt. Elfar Friðriksson, framkvæmda­ stjóri Northatlanticsalmonfund, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir það mjög sterk skilaboð að meirihluti landsmanna sé gegn sjó­ eldinu. „Iðnaðurinn hefur stækkað gríð­ arlega hratt og Ísland er að vakna upp við vondan draum. Umræðan hefur að mestu snúist um peninga, en fólk er farið að sjá að þetta mál er risastórt náttúru­ og dýraverndar­ mál,“ segir hann. Elfar segir enga tilviljun að náttúru verndarsamtök um allan heim berjist af alefli gegn þessum iðnaði. „Eldið hefur gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Það er ekki ásættanlegt að við séum enn að stækka úreltan og stórskaðlegan iðnað.“ Samkvæmt könnuninni nefna jákvæðir gagnvart sjóeldinu at­ vinnusköpun og gjaldeyristekjur sem höfuðkosti. Helstu mótrök eru neikvæð umhverfisáhrif, hætta á blöndun við villtan lax og dýraníð. „Það er ekki bara hægt að tala um atvinnusköpun og láta svo náttúr­ una greiða allan kostnaðinn,“ segir Elfar. Gallup spurði f leiri spurninga. Önnur niðurstaða er að sögn Elfars sú að 30 prósent svarenda segja að ef stjórnmálaflokkur myndi beita sér gegn laxeldi í sjókví myndi það hafa áhrif á ráðstöfun atkvæðis þeirra. „Pólitíkin þarf að taka þessi skila­ boð alvarlega. Ráðamenn þurfa að stíga fram. Þessi mál eru ekki einka­ mál Vestfirðinga og Austfirðinga,“ segir Elfar. Jens Garðar Helgason, fram­ kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir vegna þeirrar niðurstöðu könnunar­ innar að meirihluti landsmanna sé gegn sjókvíaeldi: „Við finnum jákvæð viðbrögð í þeim samfélögum sem við störfum í. Þar fólk sem sér starfsemi greinar­ innar á hverjum degi er það mjög jákvætt. Nú er það hlutverk okkar að spýta í lófana til að upplýsa lands­ menn um hve frábæra atvinnugrein við erum að byggja upp í sátt við náttúru og umhverfi,“ segir Jens. Að sögn Jens er þó ekki hægt að blása með öllu á þau mótrök gegn eldinu sem nefnd eru í könnuninni. Fyrirtækin séu samt sem áður mjög meðvituð um ábyrgð sína. Innan laxeldisfyrirtækjanna og utan, sem dæmi hjá eftirlitsstofnunum, séu strangar vöktunaráætlanir. „Við leggjum áherslu á velferð og viljum starfa í sátt við umhverfið, enda eigum við hvað mestra hags­ muna að gæta í þeim efnum.“ Könnunin var netkönnun. 1.641 nafn var valið í handahófskenndu úrtaki, 48,9 prósent svöruðu. n Meirihluti andvígur laxeldi í sjókví og nefnir umhverfisáhrif og dýraníð Mjög umdeilt mál sem ekki er einkamál Vestfírðinga og Austfirðinga, segir talsmaður verndar villtra laxastofna. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Afstaða gagnvart sjókvíaeldi Spurt var: Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? n Neikvæð(ur) 56,6% n Jákvæð(ur) 21,1% n Hvorki né 23,3% HEIMILD: GALLUP K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.699.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 8 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU 4 Fréttir 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.