Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 62
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Haustinu fylgir nýr ilmur og brögð úr eldhúsinu, og ný uppskera eykur sköpunargleði í matar- gerðinni. María Gomez, matar- og lífsstílsbloggari, er ein af þeim sem hrífst af haustinu og öllu sem því fylgir, sérstaklega þegar kemur að nýjum afurðum tengdum upp- skeru sumarsins. Þá kemst hún á flug í eldhúsinu. Nýjasta uppáhald Maríu er hjónabandssæla sem hún tengir mikið við haustið því þá er sultugerð í fullum blóma. „Hjónabandssæla er eitt af því sem minnir mig mikið á haustin, ef laust vegna þess að þá eru marg- ir búnir að gera rabarbarasultu úr uppskeru sumarsins,“ segir María, sem nýtur þess að töfra fram ljúf- fengt bakkelsi og sætabrauð fyrir fjölskylduna með kaffinu. „Vinur sonar míns kom hingað um daginn, færandi hendi með dýrðlega rabarbarasultu sem þau höfðu verið að sulta heima hjá honum. Strax fékk ég þá hugmynd að gera úr henni hjónabandssælu. Mig langaði að gera mína eigin útgáfu sem væri bæði ofur auðveld og ofsalega góð. Hjónabandssælan er með rökum þéttum botni, nóg af sultu á milli og stökkri mylsnu ofan á og svo auðveld að gera, alveg eins og ég vil hafa það. Ég held að mark- miðið hafi náðst.“ Hjónabandssælan hennar Maríu Gomez 4 dl tröllahafrar 3 dl fínt spelt eða hveiti 1 dl hrásykur 2 dl púðursykur 1 tsk. matarsódi 1 tsk. fínt borðsalt 190 g smjör 1 egg 400 g rabarbarasulta 2-3 tsk. hrásykur til að dreifa yfir fyrir bakstur Skerið kalt smjör í teninga og setjið með öllum hráefnunum nema egginu saman í matvinnsluvél eða blandara og hrærið þar til er orðið að grófri mylsnu. Bætið þá egginu út í og ýtið nokkrum sinnum á pulse-takk- ann þar til allt er svona frekar gróf mylsna. Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og þjappið helmingn- um af deiginu á botninn með því að nota puttana til þess. Smyrjið svo sultunni jafnt yfir allan botninn. Takið að lokum restina af deiginu og myljið jafnt yfir sultuna og dreifið eins og 2-3 teskeiðum af hrásykri jafnt í þunnu lagi yfir allt (gefur toppnum stökkleika). Bakið á 190 C° á blæstri eða 200 C° án blásturs í 35-40 mínútur. Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Maríu á síðunni hennar www.paz.is og á Instagramsíð- unni @paz.is n Himnesk hjónabandssæla með rabarbarasultu María Gomez er mikill nautnaseggur og fagurkeri sem sést á öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. MYNDIR/MARÍA GOMEZ Hjónabandssælan hennar Maríu gleður bæði auga og munn, María ber ávallt kræsingarnar svo fallega á borð, sem eykur enn á ljúfa bragðupplifun. Vinur sonar míns kom hingað um daginn, færandi hendi með dýrðlega rabarbara­ sultu sem þau höfðu verið að sulta heima hjá honum. Ég fékk strax hugmynd um að gera mína eigin útgáfu af hjónabandssælu. Hún er auðveld og ofsalega góð. NÁMSKEIÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um námskeið kemur út föstudaginn 10. september. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is ri upplýsingar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sí i 550 5654 / jo ivar frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.