Fréttablaðið - 17.07.2021, Qupperneq 16
Hvernig
gátu yfir-
völd rekið
skaðlega
starfsemi
sem stríðir
gegn
mannlegu
eðli, heil-
brigðri
skynsemi
og fyrir-
liggjandi
rannsókn-
um?
Árni H. Krist-
jánsson.
Árni H. Kristjánsson er einn
fimmmenninganna sem
skorað hafa á borgarstjórn
að rannsaka mál vöggustofa.
Árni, sem er sagnfræðingur
að mennt, er fæddur 1961 og
elstur fimm systkina, sem
ólust öll að miklu leyti upp
á stofnunum, þar á meðal
vöggustofum.
Vegferðin í leit að rétt-læti fyrir börn vöggu-stofanna hófst formlega þegar þeir Árni, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn
Jökulsson, Tómas V. Albertsson og
Viðar Eggertsson gengu á fund borg-
arstjóra þann 7. júlí síðastliðinn, en
hún á sér þó langan og persónulegan
aðdraganda fyrir Árna.
„Þetta mál hófst á svolítið undar-
legum stað en það var á Barnaspítala
Hringsins. Þetta hófst þannig að eld-
huginn Hrafn Jökulsson, fornvinur
minn, hafði árum saman komið á
barnaspítalann og teflt við börnin
einu sinni í viku. Svo hittist þann-
ig á að ég var þarna með yngsta son
minn, Óla, sem var í tvö ár á barna-
spítalanum vegna alvarlegra veik-
inda. Svo kemur Hrafn einu sinni
sem oftar, en í þetta sinn tókum
við ekki skák heldur fórum að ræða
við Óla, sem var þá sextán ára, um
aðbúnað á sjúkrahúsum og hvernig
þetta var í gamla daga þegar foreldr-
ar máttu ekki einu sinni heimsækja
börn sín. Þá upplýsti Hrafn mig um
það sem ég vissi ekki, að hann hafði
verið vistaður á Vöggustofu Thor-
valdsensfélagsins. Þar byrjaði þetta,
því að ég og systkini mín vorum öll
meira og minna á vöggustofum og
síðan í kjölfarið á fleiri opinberum
stofnunum,“ segir Árni.
„Á þessum degi 3. janúar 2019
þegar þetta allt hófst, þá bundumst
við Hrafn fastmælum um að koma
þessu máli á einhvern rekspöl
þannig að það myndi kannski leiða
til rannsóknar, af því þetta var sví-
virðileg starfsemi og brotið bein-
línis á börnum og mæðrum þeirra.
Síðan líður og bíður og ég var mjög
upptekinn vegna veikinda sonar
míns, meðal annars af því við for-
eldrarnir bjuggum á spítalanum,
bæði hér heima og erlendis. Síðasta
vor þá tökum við upp þráðinn aftur
og úr verður að Hrafn biður mig um
að rannsaka starfsemi vöggustofa
borgarinnar en ég kom víða að lok-
uðum dyrum því heimildirnar eru
ekki aðgengilegar.“
Margt óhuggulegt kom í ljós
Árni tók saman greinargerð um
starfsemi vöggustofa sem varð að
bréfi sem þeir fimmmenningar
sendu borgarstjórn 13. júní síðast-
liðinn og setti allt af stað. Í bréfinu
er farið yfir sögu Vöggustofunnar
að Hlíðarenda, sem starfrækt var
1949–1963, og Vöggustofu Thor-
valdsensfélagsins, sem starfrækt var
1963–1973.
Árni segir að f leiri vöggustofur
hafi verið starfræktar á 20. öld, en
þær voru þá yfirleitt reknar af ein-
hvers konar félagasamtökum á
meðan borgin bar alfarið ábyrgð á
Vöggustofunni að Hlíðarenda og
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.
„Það er ekki hægt að gera löngu
látið fólk ábyrgt, í borgarstjórn
kemur fólk og fer en ábyrgðin
stendur alltaf eftir. Því er miðað við
starfsemi þessara tveggja stofnana,
enda var þetta sama starfsemin sem
fluttist á milli húsa. Það kom margt
mjög óhuggulegt í ljós sem ég hafði
ekki gert mér grein fyrir,“ segir Árni.
Gróðrarstía andlegrar veiklunar
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
reynt hefur verið að opna á umræð-
una um vöggustofur. Um miðjan
sjötta áratuginn reyndu borgarfull-
trúarnir dr. Sigurjón Björnsson sál-
fræðingur og Adda Bára Sigfúsdóttir
veðurfræðingur að vekja athygli á
málinu í borgarstjórn en það féll í
grýttan jarðveg.
„Þetta hefur haft svo skelfilegar
af leiðingar fyrir f lest börnin sem
Krefjast réttlætis fyrir
vöggustofubörnin
Sum þeirra, eins og Viðar Eggerts-
son og tvíburasystir hans, sem voru
vistuð á Hlíðarenda til tveggja og
hálfs árs aldurs, þróuðu með sér sitt
eigið tungumál af því enginn talaði
við þau. Alls voru 510 börn vistuð
á Hlíðarenda á starfstíma vöggu-
stofunnar og á Vöggustofu Thor-
valdsensfélagsins voru um það bil
100 börn vistuð árlega fram undir
lok sjöunda áratugarins.
Mæðurnar beittar þrýstingi
Í greinargerð Árna kemur fram að
„í langf lestum tilvikum var um
að ræða börn ungra, fátækra, ein-
hleypra eða veikra mæðra, sem
talið var að gætu ekki alið önn fyrir
börnum sínum“. Mæðurnar fengu
ekki að snerta börn sín í heim-
sóknum heldur þurftu þær að horfa
á börnin í gegnum glervegg. Þá voru
vöggustofurnar eins konar óform-
legar ættleiðingarmiðstöðvar, þar
sem barnlaus hjón völdu sér börn.
„Um þræði héldu Barnavernd
Reykjavíkur og forstöðukonan
hverju sinni. Forstöðukonan hafði
alveg ótrúleg völd, hún gat gert
úttekt á heimilum, komið til leiðar
að foreldrar yrðu sviptir forræði og
skikkað börn í vist. En á sama tíma
var gífurlegur þrýstingur barn-
lausra hjóna, því þetta var löngu
fyrir daga ættleiðinga erlendis frá,“
segir Árni.
Hann segir að finna megi skýr-
ingu á þessari ættleiðingarstefnu í
ársskýrslum Barnaverndar Reykja-
víkur á árunum 1967–1969, þar sem
tekið er fram hversu hagkvæmt
það sé að koma börnum á sjálfbær
einkaheimili í fóstur.
„Það eru til skjalfestar frásagnir
af því að mæður í veikri stöðu hafi
verið beittar svo miklum þrýstingi
að þær gáfu eftir og afsöluðu sér
börnum sínum. Sláandi dæmi er
um konu sem lá á sjúkrahúsi, alvar-
lega veik eftir barnsburð, og full-
trúar Barnaverndarnefndar komu
ítrekað á sjúkrahúsið til að reyna að
fá konuna til að afsala sér barninu.
Þarna er valdaójafnvægið gífur-
legt. Þetta er eitthvað sem þarf að
skoða, en málefnið er hálfgert tabú
meðal mæðranna og þess fólks sem
ættleiddi börnin. Til að gæta sann-
mælis þá efast ég ekkert um að öll
þessi börn hafi lent á góðum heimil-
um hjá ástríkum foreldrum og þetta
orðið þeim til heilla. En eftir stendur
samt sem áður að þetta var stund-
um gert á vafasömum forsendum
og eftir sátu mæður og fjölskyldur
í sárum,“ segir Árni.
Gert ráð fyrir dauðsföllum
Samkvæmt heimildum Árna var
nokkuð um að börn kæmu á vöggu-
stofurnar beint af fæðingardeild.
Þetta voru stundum börn sem voru
mikið fötluð og jafnvel ekki hugað
líf, en í stað þess að dvelja á sjúkra-
húsi, þar sem þau hefðu getað fengið
viðeigandi aðstoð, voru þau flutt á
vöggustofu. Einnig eru heimildir
um að börn hafi veikst alvarlega,
svo sem af lungnabólgu, en ekki
verið flutt á sjúkrahús.
„Svo er náttúrlega þetta óhuggu-
lega dæmi um að það hafi verið gert
ráð fyrir dauðsföllum á Vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins. Þarna var
skírnarfontur til að skíra dauðvona
börn og líkherbergi. Það sem er
ótrúlegast í þessu er að það virðist
sem sumar konur hafi verið sviptar
forræði barna sinna áður en þær ólu
börnin, því þau voru tekin strax við
fæðingu og flutt á vöggustofuna. Af
hverju var þessum börnum ekki
sinnt á sjúkrahúsi? Þetta er bara
óskiljanlegt!“ segir Árni.
Aðspurður um hvort slíkt hafi
hreinlega staðist lög, segir Árni
að lagastoð virðist hafa verið fyrir
hendi í þeim tilvikum þar sem móð-
irin var í óreglu um eða fyrir með-
göngu.
„Þetta var vafalaust hugsað barn-
inu til heilla. Það verður að koma
skýrt fram, þetta voru þau úrræði
sem þá voru í boði og stundum var
auðvitað nauðsynlegt að grípa til
þeirra. Bara alveg eins og í dag
voru þarna, en það sem er óskiljan-
legt er að eftir að þetta var afhjúpað
1967 af dr. Sigurjóni og Öddu Báru,
þá var málið gert f lokkspólitískt.
Þau voru bara einhverjir kommar,
hægrimenn voru með borgina, og
þetta var afgreitt eins og þau vildu
koma höggi á íhaldið,“ segir Árni.
Dr. Sigurjón hélt ræðu á borgar-
stjórnarfundi í mars 1967 þar sem
hann lýsti vöggustofunum sem
„gróðrarstíu andlegrar veiklunar“.
Þá skrifaði hann greinina „Vist-
heimili fyrir ung börn“ sama ár,
þar sem hann sýndi fram á skað-
semi þess að vanrækja börn til-
finningalega til lengri tíma, með
vísun í rannsóknir í barnasálfræði
og geðlæknisfræði. Næst var hreyft
við málinu árið 1993 þegar útvarps-
þáttur Viðars Eggertssonar, „Eins og
dýr í búri“, var frumfluttur. Þar var
fjallað um baráttu móður hans til að
endurheimta tvíbura sína, sem hún
varð viðskila við frá fæðingu vegna
fátæktar.
„Það sem enginn skilur er, hvernig
gátu yfirvöld rekið skaðlega starf-
semi sem stríðir gegn mannlegu
eðli, heilbrigðri skynsemi og fyrir-
liggjandi rannsóknum? Það er gjör-
samlega óskiljanlegt hvernig hægt
var að hunsa grátandi börnin. Á
endanum hættu börnin að gráta.
Það eru til heimildir um að börn
hafi hætt, ómeðvitað auðvitað,
að nærast, því þau gáfust upp. Þau
fengu aldrei örvun, sem er grund-
vallaratriði fyrir þroska ungbarna.
Það var beinlínis forboðið að
sinna öðru en líkamlegum þörfum
barnanna. Mörg urðu rang- eða
tileygð vegna þess að þau sáu bara
loftið úr rimlarúmunum og fengu
enga skynörvun,“ segir Árni.
Mörg börnin voru ótalandi þegar
þau komu út af vöggustofum og
bjuggu við málhelti fram eftir aldri.
Árni tveggja ára gamall árið 1963. MYND/ÚR EINKASAFNI
Í svefnherbergi elstu barnanna á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins 1967. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BRAGI GUÐMUNDS.
Þorvaldur S.
Helgason
thorvaldur
@frettabladid.is
16 Helgin 17. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ