Fréttablaðið - 07.07.2021, Qupperneq 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2021
Verið að leggja síðustu hönd á undir-
búning í gærmorgun fyrir opnunina í
Cannes í Frakklandi.
elin@frettabladid.is
Það er tákn um bjartari tíma að
alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Can-
nes hófst í gær, en henni var aflýst
í fyrra vegna Covid. Stjörnurnar
hafa verið að flykkjast til Cannes og
mikil tilhlökkun er í loftinu. Kvik-
myndaiðnaðurinn fagnar enda er
hátíðin mikilvæg til að koma nýjun
bíómyndum á framfæri.
Á sama tíma dregur rauði dregill-
inn að sér ljósmyndara hvaðan-
æva að úr heiminum til að ná sem
bestum myndum af stórstjörnum
Hollywood og þykir hann jafn
mikilvægur og á Óskarsverðlauna-
hátíðinni.
Framleiðendur koma saman
í Cannes til að selja kvikmyndir
sínar til dreifingaraðila um allan
heim. Þetta er því risavaxinn sölu-
staður kvikmynda en gríðarlegt
tap varð í þessum geira á síðasta
ári, eða sem nemur 32 milljörðum
Bandaríkjadala. Þá var frumsýn-
ingum margra stórmynda frestað.
Dýrið meðal kvikmynda
Margar sterkar kvikmyndir verða
sýndar á hátíðinni. Endurkoma
Cannes hátíðarinnar þykir merki
um breytingar í viðskiptaheim-
inum þótt ekki sé hann alveg
kominn í eðlilegt horf því enn þarf
að gæta að varúðarráðstöfunum og
sóttvörnum. Spike Lee verður for-
seti dómnefndar og mun afhenda
Gullpálmann. Jodie Foster hlaut
heiðurspálmann að þessu sinni.
Kvikmyndir eru víða að. Íslenska
kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar
Jóhannsson var valin til þátttöku
á hátíðinni. Kvikmyndahátíðin
stendur til 17. júlí. ■
Kvikmyndahátíð
í Cannes á ný
Fjallakofinn var stofnaður fyrir sautján árum síðan og flytur nú úr Kringlunni 7 í nýtt og glæsilegt verslunarhúsnæði að Hallarmúla 2. Halldór Hreinsson,
framkvæmdastjóri Fjallakofans og Arndís Frederiksen, kona hans, stilla sér hér upp fyrir framan nýja húsnæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Lukkulegur Fjallakofi í sautján ár
Fjallakofinn er með rótgrónari útivistarverslunum hér á landi og hefur starfsemin alla tíð
byggt á vönduðum vörumerkjum og þekkingu starfsfólks á öllu sem viðkemur útivist. 2
KOMIN
AFTUR!
Smáranum, Kringlunni, Garðabæ, Akureyri
T A R A M A R
Arctic Flower Serum
fylgir með TARAMAR
vörum á Tax Free
1-7. júlí , einungis í Hagkaup
F r í t t