Fréttablaðið - 07.07.2021, Qupperneq 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Fimmtudaginn 8. júlí opnar glæ-
nýr Fjallakofi dyr sínar fyrir við-
skiptavinum. „Við erum að flytja
úr Kringlunni og upp í Hallarmúla
2, í helmingi stærra húsnæði til
þess að mæta síauknum fjölda
viðskiptavina sem sækir hingað
vörur og þjónustu. Verslunin var
gjörsamlega búin að sprengja utan
af sér fermetrana í Kringlunni og
er því kominn tími á flutninga.
Verslunin verður enn starfandi í
Kringlunni 7 en með breyttu sniði
sem verður auglýst síðar,“ segir
Halldór Hreinsson, framkvæmda-
stjóri Fjallakofans.
Happatalan sautján
„Fjallakofinn opnaði upprunalega
í 17 fermetra húsnæði á annarri
hæð í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Nú 17 árum síðar erum við að
flytja í 1700 fermetra húsnæði í
Hallarmúla. Það má segja að talan
sautján sé nokkurs konar happa-
tala hjá okkur. Hér í Hallarmúl-
anum getum við boðið upp á enn
betri aðstöðu fyrir viðskiptavini
og þægilegri aðkomu. Þá eru 24
bílastæði bara rétt við innganginn.
Við erum mjög stolt að hafa
fengið hér inni og spennt að opna
nýja verslun hér, en húsið á sér ríka
sögu. Hér var Penninn staðsettur
til fjölda ára og það er góður andi í
húsnæðinu. Þá bíðum við full eftir-
væntingar eftir að geta tekið á móti
viðskiptavinum í þessu fallega og
rúmgóða húsi,“ segir Halldór.
Opnunartilboð alla helgina
Í tilefni opnunarinnar í Hallar-
múla verða sérstök opnunartilboð
og ýmislegt húllumhæ um að vera
í versluninni. „Þetta verður þriggja
daga veisla sem hefst á fimmtudag
og lýkur á sunnudag. Fólk getur
græjað sig upp fyrir sumarið á
góðum afslætti og það má því segja
að Verslunarmannahelgin hefjist
að ákveðnu leyti í Fjallakofanum.“
Klettar í lífi karlanna
Fjallakofinn er í eigu þeirra
Halldórs, framkvæmdastjóra og
meirihlutaeiganda, Jóns Hreiðars
Andrés sonar, rekstrarstjóra og
Hilmars Más Aðalsteinssonar, inn-
kaupastjóra. Allir hafa þeir mikla
reynslu af verslunarrekstri og úti-
vist. Til að mynda byrjaði Halldór
að vinna í verslun foreldra sinna
aðeins 11 ára, en þá var lagður
grunnurinn að velgengninni sem
Melabúðin nýtur enn þann daginn
í dag. „Þar vann ég öll sumur og
hjálpaði foreldrum mínum að
byggja upp verslunina. Þá kom
ég að rekstri Skátabúðarinnar og
var verslunarstjóri í 15 ár.“ Einn-
ig hefur hann komið að rekstri
Fálkans og Útilífs.
„Síðustu 17 ár hef ég svo unnið
með Dísu konunni minni að upp-
byggingu Fjallakofans. Ég held við
getum allir þrír verið sammála
að konurnar okkar, þær Arndís
Frederiksen konan mín, Ásdís Ósk
Ómarsdóttir kona Jóns og Sigrún
Hallgrímsdóttir kona Hilmars,
hafa verið klettar í lífi okkar og
veitt okkur sterkt bakland til að
geta staðið undir rekstri Fjalla-
kofans í öll þessi ár.“
Allt fyrir útivistina
Fjallakofinn er með bókstaflega
allt fyrir útivistina, hvort sem um
er að ræða fyrir göngur, útilegur,
hjólaferðir, skíði eða annað. „Ég segi
stundum að ef það fæst ekki hjá
okkur, þá er það ekki nauðsynlegt,“
segir Halldór og brosir.
Fjallakofinn hefur þar að auki
ávallt lagt upp úr því að bjóða
upp á fyrsta flokks vörumerki.
Þar eru Scarpa, Patagonia, Mar-
mot og Arc´teryx allra sterkust á
markaðnum. „Scarpa er ítalskt fjöl-
skyldufyrirtæki og skórnir frá þeim
standa alltaf fyrir sínu. Ég hef unnið
með þeim í 36 ár og get sagt að þeir
eru sannir skósmíðameistarar af
guðs náð. Hönnun skónna byggir
á gríðarlegri þekkingu og þeir eru
einungis framleiddir úr fyrsta
flokks leðri og öðrum efnum. Þeir
hafa alltaf verið langsterkasta vöru-
merkið okkar og selja sig að miklu
leyti til sjálfir. Enda þegar fólk hefur
kynnst Scarpa þá koma fáir aðrir
skór til greina. Þetta eru einfaldlega
bestu gönguskórnir á markaðnum
og það er ekkert annað merki sem
hefur tærnar þar sem Scarpa hefur
hælana.
Patagonia er annað merki sem
við erum stolt að bjóða upp á í
Fjallakofanum. Patagonia lætur eitt
prósent af öllum sínum hagnaði
renna til umhverfisverndar og
skilgreinir sig sem umhverfis- og
náttúruverndarstofnun frekar en
eiginlegt fyrirtæki. Þeir standa
afar framarlega í heiminum þegar
kemur að loftslags- og umhverfis-
málum og láta sig allt varða á þessu
sviði, allt frá verndun Atlantshafs-
laxins við strendur Íslands til stíflu-
gerðar í Slóvakíu.“
Marmot er svo bandarískt fyrir-
tæki sem býður upp á afar vand-
aðan útivistarfatnað og Arc´teryx
er kanadískt hágæða fatamerki sem
er eitt það þekktasta á alþjóða-
markaði.
„Við höfum ávallt kappkostað
að ráða til starfa vandað, metn-
aðarfullt fólk sem er tilbúið að gefa
mikið af sér til þess að þjóna við-
skiptavinum Fjallakofans. Það má
segja að þetta sé stór fjölskylda sem
hér ræður ríkjum og við reynum að
hlúa að og hlusta vel á hvern einasta
starfsmann til þess að geta haldið
í góðan anda innan fyrirtækisins.
Því helst okkur vel á starfsfólki og
það eru ansi mörg grá hár hér á
höfði sem er teikn um þroska, en
aldursbilið er samt alveg frá 17 ára
til 70 ára. Við sækjumst fyrst og
fremst eftir fólki með reynslu en
flestir hér koma úr björgunarsveit-
unum, skátunum eða ferðafélögum
og búa að ómetanlegri reynslu sem
hefur reynst okkar viðskiptavinum
afar vel.“
Aukinn áhugi kominn til að vera
Fjallakofinn býður einnig upp
á leigu á búnaði fyrir hverskyns
útivist. „Erlendir ferðamenn hafa
verið okkar helstu viðskiptavinir
þegar kemur að leigu á gönguskóm,
útivistarfatnaði og öðrum búnaði.
Íslendingar eru þá meira í að leigja
jökla- og fjallaskíðabúnað.
Frá því að faraldurinn hófst
hefur svo orðið sprenging í útivist
hjá Íslendingum. Ástandið ýtti
mörgum út í náttúruna að sækja
sér andlega hressingu enda er úti-
vera besta meðalið við nær hvaða
kvilla sem er. Þá má segja að Fjalla-
kofinn sé eins og vandað apótek
sem býður upp á bestu lyfin, sem
eru án efa Scarpa skórnir. Við erum
nú nálægt því að tvöfalda söluna
á þessum frábæru skóm sem og
ýmsum öðrum búnaði sem er
nauðsynlegur fyrir útivistina. Þá
hefur einnig orðið mikil aukning
í netverslun og er hún að skora
sterkt hjá yngri sem og eldri við-
skiptavinum sem geta auðveldlega
stundað sín viðskipti þegar þeim
hentar, hvenær sem er dagsins. Það
er alveg klárt að þessi aukni áhugi
Íslendinga á allri almennri útivist
hvort sem er að sumri eða vetri er
kominn til að vera.“
Ævintýraferðir Fjallakofans
Fjallakofinn býður upp á spenn-
andi ævintýraferðir á ári hverju
og eru nokkrar komnar á skrá
fyrir haustið. „Við bjóðum upp
á fjölbreyttar göngu, hjóla- og
skíðaferðir á Íslandi og erlendis,
allt árið um kring. Í september
förum við í Dónárdraum, en um er
að ræða eina fjölförnustu og vin-
sælustu hjólreiðaleið Evrópu sem
liggur meðfram Dóná frá Passau í
Þýskalandi austur til Vínarborgar
í Austurríki. Ferðin er 9 dagar og
með í för er hinn frábæri og fróði
fararstjóri, Brandur Jón Guðjóns-
son. Einnig verður farið í tíu daga
hjólaferð um Kvarnerflóann í
Króatíu. Þá verðum við með einka-
bát sem ferjar okkur á milli stærstu
eyjanna í f lóanum. Með í för verða
þeir Brandur Jón Guðjónsson &
Robert Cigar. Einnig verður í boði
átta daga hlaupaferð í Austurríki
með Óskari Jakobs þar sem gist er í
fjallabænum St. Michael í Lungau,
skammt frá Salzburg.“ n
Nánari upplýsingar á fjallakofinn.
is. Sími: 510-9505.
Verslanir eru á Laugavegi 11 og
Kringlunni 7 (sem er að loka). Ný
verslun opnar í Hallarmúla 2 á
morgun, fimmtudaginn 8. júlí.
Verslunin í Hallarmúla er sérlega
rúmgóð og húsnæðið er um tvöfalt
stærra en húsnæðið í Kringlunni.
Scarpa skórnir hafa verið langvin-
sælasta söluvaran hjá Fjallakofanum
í mörg ár enda bestu gönguskórnir.
Það fæst allur nauðsynlegur bún-
aður fyrir allar mögulegar tegundir
útivistar í Fjallakofanum.
Starfsfólk Fjallakofans kemur flest úr ferðageiarnum og býr að mikilli þekkingu á útivist. Hópurinn er eins og ein stór fjölskylda, enda ríkir þar góður andi.
MYNDIR/ÁSMUNDUR
Útivistin er meðalið við öllum
helstu kvillum og Fjallakofinn er
apótekið þar sem bestu lyfin fást.
Þetta verður
þriggja daga veisla
sem hefst á fimmtudag
og lýkur á sunnudag.
Halldór Hreinsson.
2 kynningarblað A L LT 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR