Fréttablaðið - 07.07.2021, Page 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
AFSLÁTTUR
20%
ÚTSALA
COUVIN
Glerskápur/svart birki
151.992 kr. 189.990 kr.
AFSLÁTTUR
20%
ÚTSALA
Fallegur borðbúnaður – tilvalinn
í útileguna eða út á pallinn!
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR
15%
MEDUSA
RICHMOND
Skenkur 83.993 kr. 119.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
EDE
3ja og 2,5 sæta sófar og hægindastóll í
koníaksbrúnu áklæði. Set- og bakpullur eru
þéttar, mjög þykkar og þægilegar. Fætur eru
úr bogadregnu, svörtu járni. Glæsileg, tíma-
laus hönnun.
2,5 sæta sófi
135.992 kr.
169.990 kr.
3ja sæta sófi
143.992 kr.
179.990 kr.
Hægindastóll
95.992 kr.
119.990 kr.
ÚTSALA
Allt að 50% afsláttur
SUMAR
2ja sæta sófi
118.993 kr.
169.990 kr.
3ja sæta sófi
132.993 kr.
189.990 kr.
Hægindastóll
83.993 kr.
119.990 kr.
SICILIA
2ja og 3ja sæta sófar og
hæginda stóll.
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
LOKAVIKA
N
ÚTSÖLULO
K SUNNUD
AGINN 11.
júlí
Tónlistarkonan Klara Elías-
dóttir syngur um ást sem að
brennur á þjóðhátíð í sumar-
laginu Heim, sem kemur út
í dag og hún hugsar öðrum
þræði sem innlegg í umræð-
una um að á 88 árum hafi
aðeins ein kona samið þjóð-
hátíðarlag.
thorarinn@frettabladid.is
Klara Ósk Elíasdóttir, forðum
kennd við stúlknahljómsveitina
Nylon, kallar sig Klara Elias á Spo-
tify þar sem hún gefur í dag út lagið
Heim. Sterk þjóðhátíðartaug er í
laginu sem hún tileinkar íslensk-
um tónlistarkonum sem hafa lítið
komið við langa sögu þjóðhátíðar-
laga en Ragga Gísla hefur ein samið
og f lutt slíkt lag, Sjáumst þar, frá
2017.
„Þetta er fyrst og fremst sumar-
lag. Fullt af hamingju og bjartsýni
en ég er líka að gefa það út í tilefni
af Þjóðhátíð. Mig langaði svolítið til
þess að gera þetta í ár vegna þess að
það er búin að vera mikil umræða
um mjög ójafna kynjaskiptingu í
aðkomu kvenna að þjóðhátíðarlög-
um. Og mig langaði einhvern veginn
líka bara svolítið að undirstrika það
að ég er kona að semja og búa til tón-
list. Ég er að syngja og ég tek þátt í
að útsetja lagið,“ segir Klara sem til-
einkar Heim þannig bæði sumrinu
og Þjóðhátíð í Eyjum.
Þrjár konur á 84 árum
Söngkonan Salka Sól hefur bent á
að samkvæmt hefðinni, eins og hún
orðar það, semji konur þjóðhátíðar-
lagið á 84 ára fresti og þannig megi
næst búast við slíku lagi eftir konu
árið 2101.
„Ef þær upplýsingar sem ég hef
fundið um þetta eru réttar þá hafa
þrjár konur tekið á einn eða annan
hátt þátt í að semja eða flytja þjóð-
hátíðarlagið og mig langar bara að
vera með í því að breyta þessu,“
segir Klara.
„Það breytist náttúrlega ekkert
í ár því Eyjalagið er ekki samið af
konu en þetta er samt sem áður mitt
innlegg í umræðuna. Ég ákvað bara
að taka þetta bara í mínar hendur,
gefa þetta út og gera það í tilefni af
Þjóðhátíð. Til heiðurs íslenskum
tónlistarkonum.“
Hátíð þjóðar
Sumarið og Þjóðhátíð renna svo-
lítið saman í laginu enda tengjast
yrkisefnin tvö sterkum böndum
í huga hennar. „Ég er bara íslensk
sumarpía og ég elska bara ekkert
meira en íslensk sumur sem ég held
að séu einstök í heiminum.
Bara birtan og sólin og Íslend-
ingar eru svo svakalega hamingju-
samir á sumrin. Orkan er svo góð og
það eru allir svo glaðir að það skiptir
engu máli hvar þú ert að fagna þjóð
hátíð,“ segir Klara og slítur orðið í
sundur til áhersluauka.
„Þetta kristallast í orðinu, þjóð –
hátíð, og mér finnst þjóðhátíð bara
einhvern veginn vera allt sum-
arið en hún nær auðvitað hápunkti
þessa fyrstu helgi í ágúst þegar allir
finna að svona á lífið að vera. Lífið
er yndislegt.“
Brennandi ást
Klara segist aðspurð mjög til-
finningatengd hinni einu sönnu
Þjóðhátíð þaðan sem hún á ljúfar
minningar. „Já, gersamlega. Uppá-
haldslínan mín í laginu er líka „það
er ekkert eins og ást sem að brennur
á Þjóðhátíð.“ Ein besta sumarminn-
ingin mín er að vera í Dalnum með
systur minni að fagna Þjóðhátíð,“
segir Klara og bætir við að margar
bestu minningar hennar tengist því
að hafa verið á Þjóðhátíð.
Klara hefur hins vegar aldrei verið
á Þjóðhátíð sem skemmtikraftur.
Jafnvel ekki á Nylon-tímabilinu.
„Við komumst aldrei á Þjóðhátíð til
að koma fram. Ég hef aldrei skemmt
þar þannig að það væri rosa gaman
ef það yrði af því á þessu ári.“
Allt að gerast
Klara er með mörg járn í tónlistar-
eldinum en segist undanfarið hafa
verið mest í því að gefa út smáskífur
eins og Heim, sem hún hefur ekki
ákveðið hvort muni einnig rata á
væntanlega plötu.
„Ég er að vinna í plötu sem verður
á íslensku en ég veit ekki hvort Heim
verði hluti af henni,“ segir Klara,
sem einnig er að leggja lokahönd á
EP-plötu, svokallaða stuttskífu, sem
kemur út fljótlega.
„Ég er einhvern veginn alltaf að
fresta þessu til þess að leyfa stöku
lögunum sem ég er að gefa út að
njóta sín. Það er alls konar í gangi
hjá mér og ég er bara að búa til tón-
list á fullu. Bæði á íslensku og ensku
og semja fyrir sjálfa mig og aðra,“
segir Klara og bætir við að hún sé til
dæmis mikið að semja tónlist fyrir
sjónvarpsþætti. „Ég er bara að gera
alls kyns hluti.“ n
Klara réttir kynjahallann
með eigin þjóðhátíðarlagi
Klara Elias er hamingjusöm og komin heim og fagnar með því útgáfu lagsins
Heim sem er hennar fyrsta lag á íslensku í rúman áratug. MYND/AÐSEND
Klara samdi Heim ásamt Ölmu Guð-
mundsdóttur og þær útsettu lagið
ásamt James Gladius Wong.
Ég ákvað bara að taka
þetta bara í mínar
hendur, gefa þetta út
og gera það í tilefni af
Þjóðhátíð. Til heiðurs
íslenskum tónlistar-
konum.
18 Lífið 7. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ