Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 10
Með birtingu skjalanna fékk almenningur loks upplýsing- ar um afskipti Bandaríkjanna af Víetnam og leitt var í ljós að forsetar Bandaríkjanna höfðu sagt ósatt. thorvardur@frettabladid.is BANDARÍKIN Á sunnudag er liðin hálf öld síðan New York Times birti fyrstu brotin af Pentagon-skjölun- um svokölluðu sem vörpuðu ljósi á afskipti Bandaríkjanna af Víetnam, bæði á sviði stjórnmála og hernaðar, frá 1945 til 1967. Gögnunum var lekið af Daniel Ellsberg, sem starfaði hjá banda- ríska varnarmálaráðuneytinu og vann að rannsókn á sögu banda- rískrar íhlutunar í Víetnam gegn kommúnistum. Hann hafði ítrekað reynt að vekja athygli stjórnmála- manna á skjölunum án árangurs og ákvað því að fara með þau í fjöl- miðla. Almenningur fékk loksins upp- lýsingar um ástandið í Víetnam og markmið Bandaríkjanna með stríðsrekstrinum þar. Forsetar, allt frá Harry Truman til Lyndon B. Johnson, höfðu sagt ósatt um aðkomu Bandaríkjanna og haldið upplýsingum frá bæði almenningi og þingheimi. Á endanum fór svo að Bandaríkin töpuðu stríðinu og var það í fyrsta sinn í sögu landsins sem það gerðist. Bandaríkjamenn neyddust til að flýja frá Víetnam með skottið á milli lappanna árið 1975. Kostnaðurinn var gríðarlegur, bæði í mannslífum og peningum auk þess sem ímynd Bandaríkjanna var mjög löskuð og ástandið heima fyrir varð gríðarlega eldfimt. Eftir 20 ár af átökum voru um tvær milljónir Víetnama fallnar og um 60 þúsund Bandaríkjamenn. Birting skjalanna átti eftir að hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál. Ríkisstjórn Richards Nixon, sem var við völd við lekann, barðist hat- rammlega gegn birtingu þeirra og fór þess á leit við New York Times að blaðið birti ekki fréttir um þau. Ells- berg var kærður fyrir brot á lögum um njósnir, en dómari ómerkti rétt- arhöldin þar sem stjórn Nixons hafði látið hlera síma Ellsberg og brjótast inn á skrifstofu sálfræðings hans. Nixon sagði af sér embætti forseta árið 1973 eftir Watergate-hneykslið, en Pentagon-skjölin voru eitt af því sem sverti ímynd hans í aðdraganda hneykslisins og veiktu stöðu hans í embætti. Þau höfðu sýnt svart á hvítu að stjórnvöldum var ekki treystandi til að segja sannleikann og forsetar, sem áður voru álitnir svo gott sem óskeikulir, voru líka færir um að gera mistök. Traust Bandar ík jamanna á stjórnkerfinu laskaðist mjög við lek- ann og fram undir lok 8. áratugarins stóð þingið fyrir umfangsmiklum úttektum á leyniþjónustustofn- unum þar sem í ljós komu tilraunir á mannfólki, morð á þjóðarleiðtogum og skipulagðar hreinsanir í Víetnam þar sem tæplega 30 þúsund manns voru myrtir vegna meintra tengsla við uppreisnarhópa kommúnista. Auk þess voru siðareglur og lög um aðgang almennings og fjölmiðla bætt. Uppljóstrarar hafa þrátt fyrir þetta verið skotmörk bandarískra stjórnvalda allt fram á þennan dag. Stjórn George Bush yngri fangelsaði blaðamanninn Judith Miller fyrir að neita að gefa upp heimildarmann og Barack Obama setti áður óþekktan kraft í að lögsækja uppljóstrara. Joe Biden forseti hefur ákveðið að snúa af þessari vegferð. Auk þess kallaði hann eftir bættum siðareglum fyrir hið opinbera í kosningabaráttunni í fyrra en hefur ekki gripið til aðgerða í þeim efnum enn. ■ Fimmtíu ár frá birtingu Pentagon-skjalanna Heimildarmenn blaðamanna og gögn að baki fjölmiðlaumfjöllun njóta ríkrar verndar á Íslandi adalheidur@frettabladid.is Nokkur dæmi eru um fréttamál sem eiga uppruna sinn í stórum gagnalekum. Í nokkrum tilvikum hafa þau ratað til dóm- stóla þar sem heimildaverndin hefur ávallt haft betur. Lánabók Kaupþings Þann 1. ágúst 2009 hugðist fréttastofa RÚV flytja fréttir byggðar á gögnum úr lánabók Kaupþings, en skilanefnd Kaupþings fékk lögbann á birtinguna skömmu áður en kvöldfréttatíminn fór í loftið. Mörgum er eflaust í fersku minni þegar Bogi Ágústs- son hóf fréttatímann á frásögn af því að ekki mætti segja fyrstu frétt fréttatímans. Lögbannið tók einungis til RÚV og næstu daga fluttu aðrir miðlar margar fréttir byggðar á gögnunum. Skilanefndin höfðaði þó ekki staðfest- ingarmál um lögbannið og því reyndi ekki á það fyrir dómstólum. Lekamálið Vorið 2014 fór af stað atburðarás sem lauk með afsögn þáverandi dómsmálaráð- herra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Fjöl- miðlar komust yfir óformlegt minnisblað sem unnið var í dómsmálaráðuneytinu um tvo hælisleitendur. Hafði minnisblaðið að geyma fordómafullar fullyrðingar um annan þeirra og um það fjölluðu fjöl- miðlar. Lögreglan óskaði eftir að dómari úrskurðaði um skyldu fréttastjóra mbl.is til að svara fyrir hver skrifaði frétt vefsins um málið og hvort mbl.is hefði óform- legt minnisblað innanríkisráðuneytisins undir höndum. Þá vildi lögreglan fá að vita með hvaða hætti mbl.is hefði komist yfir minnisblaðið og frá hverjum það barst. Dómstólar höfnðu beiðni lögreglunnar og töldu hana ekki hafa sýnt fram á að hagsmunir blaðamanns af því að halda trúnað við heimildarmann sinn ættu að víkja fyrir hagsmunum af því að það mál sem til rannsóknar var upplýstist að fullu. Lögbannsmálið Stuttu fyrir kosningarnar 2016 hóf Stundin að flytja fréttir úr gögnum sem lekið hafði verið úr þrotabúi Glitnis, þar á meðal var fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi forsætisráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo fékk lögbann á umfjöllunina og við tók langt ferli fyrir dómstólum til staðfestingar á lögbanninu. Málið fór alla leið til Hæstaréttar sem sló því föstu að heimildaverndin nái ekki ein- göngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé, heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt til þess að kennsl verði borin á heim- ildarmanninn. Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, sagði Hæstiréttur að útilokað væri að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa. ■ Ellsberg ljósritaði um sjö þúsund blaðsíður af rannsókn bandaríska varnar- málaráðuneytisins um Víetnam og kom til fjölmiðla. Hann var einn þeirra sem unnu að rannsókninni, sem varpaði ljósi á lygar stjórnvalda og mun umfangsmeiri hernaðaraðkomu Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Lögmenn stórblaðsins New York Times gengu frá Hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hafa varist lögbannskröfu Pentagon. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Uppljóstrarinn Daniel Ellsberg og eiginkona hans, Patricia Marx, voru kampakát eftir að máli gegn honum var vísað frá dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY. Jón Bjarki og Jóhann Páll, þá blaðamenn DV, fengu blaðamannaverðlaun fyrir lekamálið. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, mætti í Hæstarétt vegna lögbannsmálsins. 10 Fréttir 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.