Fréttablaðið - 12.06.2021, Síða 60
Albert Eiríksson, matreiðslu-
maður og sælkeri, er þekktur
fyrir ástríðu sína fyrir mat og
veislum. Nú þegar aftur er að
verða veislufært eru Albert
og eiginmaður hans, Bergþór
Pálsson, farnir að hlakka til
að geta tekið á móti gestum
heim og haldið skemmtilegar
veislur með öllu tilheyrandi.
sjofn@frettabladid.is
Á sumrin finnst Alberti Eiríks-
syni, matreiðslumanni og sæl-
kera, gaman að bjóða upp á létta
og sumarlega smárétti í stað þess
að vera með þungan mat. Albert
heldur úti matarbloggsíðunni
Albert eldar og er iðinn við að
setja þar inn uppskriftir fyrir öll
tilefni sem henta fyrir allar árs-
tíðir.
„Matarhefðir og venjur okkar
Bergþórs eru frekar í léttari
kantinum á sumrin. Við borðum
mikið grænmeti og ávexti og
höfum í raun tekið meðvitaða
ákvörðun um það. Við erum engir
sérstakir grillkarlar, við erum
mun meira fyrir hægeldaðan mat,“
segir Albert. En þeir eiga það til að
skella einhverju góðgæti, til dæmis
lambakjöti, í ofninn og baka á
vægum hita meðan þeir bregða
sér í nokkurra klukkutíma göngu.
„Síðan er hækkað í hitanum þegar
heim kemur til að taka lokahnykk-
inn á steikingunni og góðgætið
tilbúið eftir stutta stund, eftir full-
komna eldun eftir okkar smekk.“
Eins og Albert nefnir kallar
hungrið oft eftir öfluga hreyfingu
og þá er gott að koma heim og finna
matarilminn. „Eftir góða hreyfingu
er ekkert betra en að fá góða
máltíð og þá er tekið hraustlega til
matarins.“
Vita fátt skemmtilegra
en að halda veislur
Veislur eiga líka hug og hjörtu
þeirra Alberts og Bergþórs og þeir
vita fátt skemmtilegra en að halda
veislu og bjóða hópum heim. „Fyrir
mörgum árum hafði samband við
okkur kona og spurði hvort hún
mætti ekki koma með vinnu-
hópinn sinn til okkar í veislu og við
tókum okkur smá umhugsunar-
tíma en létum svo slag standa. Það
má í raun segja að svona hafi þetta
byrjað, við hreinlega bara lentum í
þessu, að halda veislur fyrir hópa,“
segir Albert og bætir því jafnframt
við að þetta sé ávallt jafn gaman og
gefandi.
„Þessi veisluhöld spurðust út á
sínum tíma og síðan hefur þetta
undið upp á sig í áranna rás.“
Albert segir að um sé að ræða alls
konar veislur.
„Það er mikið um gæsaveislur,
steggjaveislur, afmæli, þemaveislur
og alls konar „surprise“-veislur
fyrir þá sem vilja koma og gera sér
glaðan dag, svo dæmi séu tekin.“
Í veislunum er boðið upp á ýmiss
konar veitingar eftir hvaða tilefni
eru og oft er farið í samkvæmisleiki
sem ávallt vekja mikla lukku.
Íslenska matarhefðir
fyrir ferðamenn
Einnig hafa Albert og Bergþór
tekið á móti erlendum ferðamönn-
um heim og boðið til veislu. „Þá
erum við að taka fyrir íslenskar
matarhefðir og siði, sýna þeim og
bjóða upp á séríslenskan mat eins
sykurbrúnaðar kartöflur, síld,
heimalagað rabarbarapæ og sultur
úr uppskeru sumarsins svo dæmi
séu tekin. Það er ávallt vinsælt
hjá ferðamanninum að kynnast
íslenskum matarhefðum.“
Tími smáréttanna á sumrin
Albert hefur sérstaklega gaman
af því að dunda sér í eldhúsinu
og búa til ýmiss konar smárétti
sem tilvalið er að bjóða upp á úti
á pallinum eða í garðveislunni
yfir sumartímann. Hann velur
stundum ákveðið þema og að
þessu sinni ákvað Albert að bjóða
upp á smárétti með laxaþema.
„Lax er svo góður og hægt er að
leika sér mikið með hann í matar-
gerðinni. Hann er líka einstak-
lega góður í kalda rétti í ýmsum
formum og hefur skírskotun í
íslenskt sumar.“
Það getur verið kostur ef tíminn
er takmarkaður að velja veitingar
sem hægt er að undirbúa með
góðum fyrirvara að mati Alberts.
„Rúllur með reyktum eða gröfnum
laxi og rjómaostafyllingu eru dæmi
um þetta. Laxarúllurnar er gott að
Sælkera-laxasmáréttir að hætti Alberts Eiríks
Albert Eiríksson hefur einstaklega gaman af því að koma gestum á óvart með góðri veislu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Lax er svo góður og hægt er að leika
sér mikið með hann í matargerðinni.
Hann er líka einstaklega góður í
kalda rétti. FRÉTTALBAÐIÐ/ANTON BRINK
Laxasmáréttir geta verið margvís-
legir og mjög fallegir.
Laxarúlla á hveitikímköku.
Laxarúlla á gúrkusneið.
útbúa daginn áður og frysta. Best er
að skera þær niður hálffrosnar með
heitum hníf, látið heitt vatn renna
á hann milli skurða. Rúllur með
gröfnum laxi eru ekki síðri en þær
með reykta laxinum.“
Laxarúlla á gúrkusneið
Leggið filmu á borð. Skerið laxinn
í sneiðar, ekki of þunnar. Smyrjið
með mjúkum rjómaosti, rúllið upp
og frystið.
Lefsusamlokur
Smyrjið lefsur með majónesi eða
sýrðum rjóma, raðið laxasneiðum
á og leggið aðra lefsu yfir. Skerið
niður.
Laxarúlla á hveitikímköku
1 bolli vatn
1 bolli hveitikím
¼ tsk. salt
1 tsk. rúgmjöl
Mótið litlar kökur og bakið við
175 °C í um 30 mín. Látið kólna.
Leggið filmu á borð. Skerið reyktan
eða grafinn lax í sneiðar (ekki of
þunnar). Smyrjið með mjúkum
rjómaosti, rúllið upp og frystið.
Gráðaostalaxasalat á
gúrkusneið
100 g reyktur lax
½ box rjómaostur
2 msk. gráðaostur að eigin vali
Setjið reyktan lax og rjómaost í
matvinnsluvél. Myljið gráðaost
saman við, blandið með sleif.
Mótið kúlur og setjið ofan á gúrku-
sneið. n
KVENRÉTTINDADAGURINN
Laugardaginn 19. júní gefur Fréttablaðið út sérblað tileinkað kvenréttindadeginum.
Fyrir 6 árum héldum við Íslendingar upp á 100 ára afmæli þess að konur fengu
hér kosningarétt. En sökum þess að Kvenréttindadagurinn 2021 kemur upp á afar
áhugaverðum tímum í kjölfar Covid19, þá viljum við fjalla um frábærar íslenskar konur,
hvað þær eru að gera í sínum störfum og í sínu lífi á þessum dæmalausu tímum.
Einnig viljum við heyra í fyrirtækjum sem eru með konur í framvarðarsveit sinni.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við:
Jóhann Waage, Markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um ald r og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 12. júní 2021 LAUGARDAGUR