Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 76

Fréttablaðið - 12.06.2021, Side 76
Sýningin hverfist um samband mannsins við hlut- lægni og hluti. Ný sýning samtímalista- manna frá Singapúr og Íslandi stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarstjórar eru Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Quek Chong frá Singapúr. Yfirskrift sýningarinnar í Gerðar- safni er Hlutbundin þrá. Listamenn- irnir sem eiga verk á sýningunni eru: Daniel Hui, Dagrún Aðalsteins- dóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Quek Chong. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem listunnendum býðst að sjá myndlistarverk frá Singapúr. „Þessi sýning er til komin vegna þess að ég fór í mastersnám í myndlist til Singapúr og kynntist listaheim- inum þar. Ég fann fyrir áhuga á að fá íslenska listamenn til Singapúr, en mér fannst áhugaverðara að búa til samsýningu því það er mjög sjaldgæft að þessar eyjar, svo langt frá hvor annarri, eigi listrænt sam- tal,“ segir Dagrún Aðalsteinsdóttir sýningarstjóri. Sýning á verkum íslenskra lista- manna og listamanna frá Singapúr opnaði í Singapúr hjá Institute of Contemporary Art árið 2019 og Dagrún og Weixin unnu að henni í sameiningu. Sýningin í Gerðarsafni kemur hingað til lands í aðeins ann- arri mynd, listamennirnir eru þeir sömu en þeir sýna ekki allir sömu verk og voru á sýningunni í Singapúr. Dagrún sá um valið á listamönn- unum og segir: „Ég valdi listamenn sem ég hafði kynnst hér á landi og í Singapúr sem sinntu mikið sam- vinnuverkefnum í list sinni, mér fannst að þannig væri líklegt að búin yrðu til framtíðarverkefni. Það spannst til dæmis samvinna milli listamannanna eftir opnunina í Singapúr.“ Viðfang og hlutur Verkin á sýningunni eru ólík inn- byrðis. „Þarna eru klippimyndir, skúlptúrar, vídeóverk og innsetn- ingar,“ segir Dagrún. „Sýningin hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Hún er til- raun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga, þar sem listaverkin eru blanda af hlut og viðfangi.“ Titillinn á sýningunni, Hlut- bundin þrá, vísar í ritgerð eftir Hito Steyerl sem ber nafnið A thing like you and me (2010). Í þeirri ritgerð skoðar Steyerl þátttöku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð. Í ritgerðinni lýsir Steyerl Ólíkir kraftar að verki Weixin og Dagrún eru sýningarstjórar sýningar þar sem listamenn frá Singapúr og Íslandi mætast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stilla úr verki eftir Weixin, Eating Cake. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is myndum sem brotum eða leifum af veruleikanum en ekki spegilmynd hans. „Í öllum verkunum á sýningunni er verið að skoða með einhverjum hætti hlutgervingu og efnivið og það hvernig mörkin milli þess að vera viðfang og hlutur eru ekki allt- af svo skýr í tæknivæddu samfélagi þar sem ímynd okkar verður sífellt meira hlutgerð og ákveðnar myndir og hlutir fara að hafa vægi sem við- fangsefni,“ segir Dagrún. Annar karakter Spurð hvort hún haldi að auðvelt sé fyrir Íslendinga að tengja við singa- púrska list segir Weixin: „Núna erum við að komast að því! Singa- púrsku verkin eru að vissu leyti ólík þeim íslensku, karakterinn er annars konar og þar eru vídeó- verk, skúlptúrar og innsetningar mjög áberandi. Á þessari sýningu eru ólíkir kraftar að verki en ein- mitt það á að skapa skemmtilega og áhugaverða upplifun fyrir áhorf- endur.“ Báðar eiga þær verk á sýningunni. Dagrún sýnir verkið Hún kom til dvalar, sem er kvikmyndadagbók sem skoðar þörf fólks fyrir fantasíur og þrár svo það geti leikið félags- legt hlutverk sitt og hvaða hlutverk fantasíurnar leika í samfélagslegum skilgreiningum á brjálæði. Verkinu fylgja prent sem eru stillur úr mynd- bandinu. Einnig sýnir hún lenticul- ar prent sem skoðar fagurfræðilega alræðishyggju sem fylgir sítengdu tæknisamfélagi. Weixin sýnir mismunandi verk sem eru hluti af seríu þar sem hún vinnur með nokkur af meginþem- um sínum: skinn og lagskiptingu, blæti og holdgervingu sögunnar og goðsagnanna í gegnum samfélags- legar venjur. Og umfram allt hvernig stafrænt miðluð skynreynsla getur orðið leið til að tengjast aftur lík- ama sínum. n Í LOFTINU LAUGARDAGA 09:00-12:00 BAKARÍIÐ Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! MENNING 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.