Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 24
Við systkinin fengum svo líka mjög gott uppeldi að heiman en þar var mikill stuðn- ingur við það sem við vorum að gera án þess að ég fyndi nokkurn tímann fyrir þrýstingi. Jón Arnór Stefánsson. Jón Arnór Stefánsson lék á dögunum sinn síðasta körfuboltaleik en þar með lauk löngum og glæsilegum ferli hans. Ferill hans hófst í Laugarnesinu en færði sig fljótlega yfir í Vesturbæinn. Á körfuboltaferli sínum, sem lauk  á dögun-um,  settist Jón Arnór S t e f á n s s o n   m e ð a l annars að í Kaliforníu, Dallas, Pétursborg, Napolí, Róm, Malaga, Valencia og Zaragoza. Síðasti leikurinn var svo með Val að Hlíðarenda. Þar þurfti Jón Arnór að sætta sig við tap gegn uppeldis- félagi sínu, KR, en þar voru and- stæðingar hans til að mynda æsku- vinirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson. „Þetta byrjaði allt saman í Laugar- nesinu. Þar voru körfur úti um allt þegar ég var að alast upp. Finnur Vilhjálmsson, Steinar Kaldal og f leiri góðir menn ruddu brautina í hverfinu og smituðu okkur ungu pjakkana af körfuboltaáhuga. Svo var NBA-körfuboltaæðið í hæstu hæðum og Michael Jordan var átrúnaðargoðið. Við vorum þarna gengi í Laugarnesinu, ég, Helgi Már, Andri Fannar Ottósson, Hjalti Kristinsson, Björgvin Halldór Björnsson og fleiri sem vorum hel- teknir af körfunni. Það var ekkert í gangi í Laugarnesinu hvað körfu- bolta varðar þannig að við tókum strætóinn í Vesturbæinn og byrjuð- um að æfa með KR,“ segir Jón Arnór um upphaf körfuboltaferils síns. Á Benedikt mikið að þakka „Fljótlega eftir að við byrjum að æfa þar tekur Benedikt Guðmundsson okkur undir sinn verndarvæng. Við verðum óstöðvandi undir hans Skórnir komnir lengst upp í hillu Jón Arnór Stefánsson var orðinn þreyttur á því lífi sem fylgir því að vera atvinnumaður árið 2009 og ákvað þá að flytja heim og spila í Vestur- bænum með KR á nýjan leik. Hjörvar Ólafsson hjorvaro @frettabladid.is stjórn. Við vinnum nánast allt sem hægt er að vinna hér heima og vinnum einnig Scania Cup. Ég á Benedikt mikið að þakka og hann á stóran þátt í velgengni minni í körfuboltanum. Við erum mjög góðir vinir enn í dag,“ segir hann um uppvaxtarárin í körfunni. Ljúfar minningar úr Laugarnesi „Við systkinin fengum mjög gott uppeldi að heiman. Þar var mikill stuðningur við því sem við vorum að gera án þess að ég fyndi nokkurn tímann fyrir einhvers konar þrýst- ingi frá foreldrum mínum. Þau mættu bara á öll mót, studdu mig og vissu upp á hár hvenær ég þyrfti á hvatningu að halda og hve- nær ég þyrfti smá aðhald. Mig lang- ar að lýsa hérna þakklæti mínu til þeirra fyrir ómælanlegan stuðning í gegnum ævina. Það var gríðarlega dýrmætt og var stór þáttur í því að ég náði jafn langt og raun bar vitni. Eggert bróðir og Stefanía systir eru næst mér í aldri og ég á góðar minningar af því að vera að spila fótbolta við þau í Laugarnesinu. Það var mikil samkeppni inni á vellinum en á sama tíma ekkert nema kærleikur þegar leikjunum lauk. Við vorum bara stolt af hvert öðru. Þarna var Óli bróðir stundum líka og pabbi tók þátt einnig þátt sem var fallegt. Mamma mín er svo höfuðið í fjölskyldunni og sér til þess að binda fjölskylduna saman. Íris, elsta systir mín, var minna í íþróttum sjálf en hefur stutt vel við bakið á okkur öllum. Keppnisskapið í henni kom svo vel fram á áhorf- endapöllunum," segir hann. Ólafur dýpkaði huga minn „Ég leit mikið upp til Óla sem íþróttamanns. Ég fékk oft góð ráð hjá honum og fylgdist vel með því sem hann hafði að segja í fjölmiðl- um. Hann veitti mér mikinn inn- blástur og gerir enn í dag. Á ákveðnum tímapunkti á ferlin- um varð ég síðan mjög móttækileg- ur fyrir nálgun á íþróttir. Þá kenndi hann mér að stækka sjóndeildar- hringinn og dýpka valið á því sem ég væri að lesa og pæla í. Ég er ekki mjög djúpur að eðlisfari en fór að pæla í heimspeki út af honum,“ segir hann um Ólaf Indriða Stefánsson. „Við erum í raun öll þannig systk- inin að við þörfnumst þess ekki að vera í daglegum samskiptum. Það geta alveg liðið mánuðir án þess að við höfum samband en svo þegar síminn er tekinn upp þá er bara eins og við höfum spjallað í gær. Það er mikil vinátta og góð samskipti okkar á milli,“ segir hann. „Þegar ég var að hefja ferilinn sem atvinnumaður saknaði ég þess miklu meira að hafa ekki foreldrana í kringum mig og ég fékk reglulega heimþrá. Þá var bara slegið á þráð- inn heim og tekin löng símtöl og þá var allt í góðu. Á tíma menntaskól- ans voru bara bréfaskriftir í boði því að það var rándýrt að hringja milli Bandaríkjanna og Íslands. Það var besta tilfinning í heimi að fá bréf sent frá fjölskyldu eða vinum. Pabbi fór með mér út til Kalforníu þegar ég var á leið í menntaskóla að skoða aðstæður og við áttum góðar stundir þar saman. Mamma og pabbi voru svo dugleg að heim- sækja mig þegar ég spilaði erlendis í atvinnumennsku,“ segir Jón Arnór. Fékk leið á atvinnumennskunni „Árið 2009 fékk ég svo leiða á því Jón Arnór Stefánsson getur nú varið mun meiri tíma á heimahögunum í faðmi fjölskyldunnar en hann hefur bundið endahnút á glæsilegan körfuboltaferil sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 24 Helgin 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.