Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 22
araskurð gerði mig að hamingju- sömustu manneskju í heimi og nú er þetta dásamlega barn komið í heiminn,“ segir hún glöð. Fékk hríðastoppandi sprautu Settur dagur var 6. desember og því var ákveðið að hún færi í valkeisara þann fyrsta þess mánaðar. „Það var svo 26. nóvember sem ég fór að finna fyrir verkjum,“ rifjar Unnur upp en margir höfðu spurt hana hvað myndi gerast ef hún færi sjálf- krafa af stað í fæðingu en hún alltaf bægt þeim möguleika frá sér. Hún segist hafa orðið hrædd og haft samband við sjúkrahúsið á Selfossi þar sem starfsmenn vissu hvernig ætti að taka á hennar málum. „Ég var sett í mónitor og þar sem tíu mínútur voru á milli hríða var tekin ákvörðun um að senda mig í bæinn í keisara og mér gefnar hríðastoppandi sprautur.“ Unnur segist þrátt fyrir allt hafa haldið ró sinni enda sannfærð um að hún yrði ekki látin fæða barnið öðruvísi en með keisara. „Ég held að hún sé svona róleg og góð því allt var svo rólegt þegar hún kom í heiminn,“ segir hún, sannfærð um að það hafi áhrif. „Því finnst mér að það ætti að gera allt til að láta konu líða vel á meðgöngu og í fæðingu.“ Áráttur og þráhyggjur Unnur var greind með áráttu-þrá- hyggjuröskun, OCD, aðeins sex ára gömul. „Þetta byrjaði sakleysislega, eða með því að ég þurfti alltaf að segja „stopp“ á eftir hverri setningu. Ég sagði mömmu frá þessu og man að hún sagði: „Æ, ert þú svona líka?“ enda sjálf með röskunina. „Ég fór svo að fá hræðsluköst og eitt skiptið upplifði ég svo mikla oföndun og hröðun á hjartslætti að mamma fór með mig á spítala. Ég lá inni í nokkra daga og var send í hjartalínurit og blóðprufur en endaði svo bara hjá sálfræðingnum,“ segir Unnur, sem var greind með ofsakvíðakast. „Þar var nú ekki meira gert en að benda mér á að ræða málið við mömmu sem skildi mig. En þarna hefði verið hægt að hjálpa mér,“ segir hún, sem hefur þurft að taka á fjölmörgum þráhyggjum í fram- haldi. Oftast snúast þær um að afstýra heilsubresti eða hamförum. „Ég fór eitt sinn til sálfræðings sem sagði að fólk með þessa röskun væri gott fólk því það væri alltaf að reyna að bjarga heiminum,“ segir hún brosandi. „Þetta er kvíði sem lýsir sér þannig að maður býr til hegðun til að koma í veg fyrir að eitthvað hræðilegt gerist. Ég sann- færi mig til dæmis um að ef ég segi: „Heilbrigður, langlífur, frísk!“ þá verði allt í lagi með alla,“ segir Unnur og þylur orðin endurtekið í lágum hljóðum. „Algengt er að fara með einhvers konar möntrur og bænir og sjálf þarf ég daglega að þylja upp nöfn allra sem mér þykir vænt um – þar með töldum kisanna og blessa alla. Ég hef lesið Nýja testamentið frá því ég var tíu ára og það er orðin þrá- hyggja. Ég tel mér trú um að ef ég les ekki í því daglega gerist eitthvað hræðilegt.“ Þráhyggjurnar eru eins og fyrr segir margvíslegar. „Ég hef átt erfitt með að komast niður stiga. Ég er kannski búin að labba niður nokkr- ar tröppur þegar ég átta mig á að ég hugsaði vitlausa hugsun og þarf þá að snúa við, stundum margoft. Allir vinir mínir vita að ef ég festist svona, eins og í miðjum tröppunum, þurfa þeir að hrópa: Frísk! Þeir eru svo dásamlegir við mig en eru þó auðvitað að taka þátt í þessu með mér.“ Ein áráttan var að þurfa að signa alla mánuði í dagatölum sem urðu á vegi hennar. „Það eru því engin dagatöl hér inni,“ segir hún. „Ein snerist um að allur fatnaður sem ég klæddist þurfti að strjúka höku mína áður en ég klæddi mig í hann. Þetta var ákveðið vandamál þegar ég lék í leiksýningunni Spamalot í Þjóðleikhúsinu þar sem mikið var Unnur gæti ekki verið ánægðari með Náttsól VIktoríu, sex mánaða gamla dótturina sem hún ætlaði ekki að þora að eignast en fékk nafn sigurvegarans. Konum ráðlagt að fæða um leggöng Við ræddum við ljósmæðurnar Emmu Marie Swift og Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson um hugtakið fæðingarótta. Þær segja mikil- vægt að komast að því hvers eðlis ótti barnshafandi konu er. „Það er mjög eðlilegt að kona sem verður barnshafandi í fyrsta sinn finni fyrir einhverjum kvíða eða ótta fyrir því sem fram undan er. Í einstaka tilfellum er óttinn þó þess eðlis að hann hefur mikil áhrif á hvernig konunni líður, jafnvel þannig að hún finni fyrir miklum kvíða eða ótta fyrir fæð- ingunni og þurfi meiri aðstoð til að vinna með óttann. Við höfum ekki tölur yfir þetta á Íslandi, enda mælum við ekki sérstaklega fæðingarótta á meðgöngu. Þegar kona finnur fyrir ótta er mikilvægt að finna hvers eðlis óttinn er og að hverju hann bein- ist. Það er algengur misskilningur að allar konur sem finna fyrir fæðingarótta vilji fæða með keisaraskurði – þó svo að slíkt þekkist. Ef kona hefur áhyggjur af sársauka í fæðingu er eðlilegt að mæla með deyfingu snemma í ferlinu. Ef kona hefur helst áhyggjur af því að hún þekki ekki það starfsfólk sem muni sinna henni, er eðlilegt að ráðleggja henni að velja fæðingarstað þar sem boðið er upp á samfellda þjónustu þar sem konan getur myndað gott og traust samband við þá ljósmóður sem mun sinna henni í fæðingu. Ef kona hefur áhyggjur af því að fæðing geti verið skaðleg fyrir barnið, er eðlilegt að fá að ræða við fæðingarlækni eða barnalækni sem getur gefið henni upplýsingar um að fæðing um leggöng er í langflestum tilfellum mjög öruggur fæðingarmáti bæði fyrir konuna og barnið. Geta konur sem greindar eru með fæðingarótta valið að fæða með keisaraskurði? Konum sem finna fyrir miklum ótta á meðgöngu er boðið að ræða bæði við ljósmóður og lækni. Í samtalinu er unnið að því að finna leiðir sem auka öryggi konunnar og finna bjargráð sem hún getur nýtt sér í fæðingu. Upplýsingar sem konur hafa um fæðingar- ferlið eru oft mjög bjagaðar. Einnig er konum yfirleitt mjög mikilvægt að hafa stjórn á fæð- ingarferlinu – og þótt sumum konum finnist þær hafa mesta stjórn á ferlinu með því að fara í keisaraskurð, þá er það alls ekki algengt. Þessi stjórn getur nefnilega komið með því að velja sér fæðingar- stað þar sem konan þekkir þá ljósmóður sem mun sinna henni, eða velja sér fæðingarstað sem konan getur heimsótt fyrir fæðingu og fengið svör við öllum sínum spurningum. Stundum getur þessi stjórn einnig falist í því að velja sér inngrip í fæðingunni, eins og til dæmis mænurótardeyfingu snemma í ferlinu. Í einstaka tilfellum vilja konur fæða barn sitt með keisaraskurði, en þetta er mjög sjaldgæft enda er keisaraskurður stór aðgerð og mikið inngrip sem hefur bæði þær afleiðingar að konan er lengur að jafna sig eftir fæðingu en einnig afleiðingar fyrir næstu þungun og fæðingu. Konum er því ráðlagt eindregið að fæða barn sitt um leggöng, þó það þekkist að fæðing með keisaraskurði sé ákveðin sem besti möguleiki í ákveðnum aðstæðum. ■ Þriggja manna fjölskyldan unir hag sínum vel í snotru einbýli í Hveragerði. Það er ekki annað að sjá en að unga daman hafi erft tónlistarhæfileikana. Inga María Hlíðar Thorsteinson ljósmóðir. MYND/AÐSEND Emma Marie Swift ljósmóðir. MYND/AÐSEND um hraðaskiptingar en mér tókst alltaf að gera þetta við hverja flík,“ segir Unnur og getur varla annað en hlegið. „Ég er með ælufóbíu og ef ég geri þetta þá ælir enginn.“ Hræðslan við að valda skaða Unnur segir alla slík hegðun þó hafa minnkað eftir að dóttirin kom í heiminn. „Ég vil ekki að hún fái neitt svona og legg mig því fram við að minnka þetta. Ég er að reyna að segja mér að ef það verður slys þá er það ekki af því ég fór í aðra skálmina á ákveðinn hátt. Það sé ekki mér að kenna. Þessi hræðsla við að valda einhverju slæmu getur verið mjög hamlandi því þó innst inni viti ég að ég geri engan skaða með hegðun minni tek ég ekki sénsinn.“ Unnur fékk að heyra að mögulega gæti kvíðinn versnað með tilkomu barns. „Ég svaf ekkert fyrstu fimm sólarhringana og tek enn púlsinn á henni þegar hún sefur. Þetta hefur þó skánað og ég held að það hvernig ég tæklaði meðgönguna og fæð- inguna hafi styrkt mig. Hún heitir Viktoría því mér finnst ég hafa sigrað heiminn með því að komast í gegnum þetta,“ segir Unnur sem hefur mikið notað öndun og jóga til að hjálpa sér. „Svo snýst þetta líka um að treysta einhverju, hvort sem það er guð eða eitthvað annað. Það hefur hjálpað mér, að vita að það er ekki ég sem ber ábyrgðina á öllu,“ segir Unnur Birna sem er augljós- lega enn á bleiku skýi eftir tilkomu dóttur sinnar. „Mér finnst við allar sem höfum gengið með börn og fætt börn vera ofurhetjur. Karlar myndu aldrei gera þetta,“ segir hún að lokum. ■ 22 Helgin 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.