Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 12
Þvert á
móti blasir
við að
borgaryfir-
völd töldu
að kvart-
anir for-
eldra um
að börn
þeirra yrðu
að hírast í
heilsuspill-
andi hús-
næði væri
móðursýki.
En hvað
hefur iðn-
aðarslys
í Bangla-
dess að
gera með
Covid-smit
í Leicester?
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Hér á landi þurfa byggingar að standast áraun jarðskjálfta og óblíðra veðra og þær þurfa að mæta ítarlegum kröfum sem gerðar eru til þeirra í lögum og aðskiljanlegum reglugerðum.
Reglulega koma upp mál þar sem mygla hefur tekið
byggingar slíkum tökum að þær teljast ógna heilsu
þeirra sem þangað koma. Listi þeirra bygginga er
langur og fjöldi opinberra bygginga áberandi. Vel
ferðarráðuneyti hraktist úr Hafnarhúsinu. Trygginga
stofnun flutti af Laugavegi í Kópavog. Landspítalinn
er illa leikinn af leka og myglu. Kársnesskóla var
ekki talið viðbjargandi og húsið jafnað við jörðu. Að
ónefndu Orkuveituhúsinu.
Undanfarin misseri hefur linnulítill fréttaflutningur
verið af málefnum barna í Fossvogsskóla. Í upphafi
stigu foreldrar fram og kröfðust þess að fram færi
rannsókn á því hvort húsnæði skólans væri lekt og
sýkt af myglu. Ekki verður með góðu móti sagt að sú
rökstudda krafa hafi fengið jákvæðar undirtektir hjá
eiganda húsnæðisins, Reykjavíkurborg.
Þar kom að fyrir lá að mygla væri í húsinu og börn
unum ekið daglega á annan stað svo þau gætu fengið
lögboðna kennslu við aðstæður sem ekki ógnuðu
heilsu þeirra. Efnt var til endurbóta sem þegar upp var
staðið kostuðu útsvarsgreiðendur í borginni á sjötta
hundrað milljóna.
Þá átti allt að vera komið í gott horf og myglunni
verið úthýst. Ekki leið á löngu þar til kvartanir foreldra
um myglu tóku að berast á ný. Enn voru borgaryfirvöld
seinþreytt til viðbragða.
Niðurstaðan varð á sama veg, skólanum lokað og
enn voru börnin keyrð fram og til baka. Líklegt er að
þeim á sjötta hundrað milljónum sem varið var til
hrákasmíðanna við viðgerðina á skólanum hafi verið
sóað til einskis.
Það er plagsiður stjórnvalda hér á landi að hlusta
ekki nægjanlega á kvartanir og ábendingar fólks.
Pukrið í kringum Fossvogsskólamálið dregur það ljós
lega fram.
Fréttablaðið komst nýlega yfir tölvupóstsamskipti
þar sem aðstoðarmaður borgarstjóra lýsir áhyggjum
sínum af því að umræðan um skólann gæti orðið „hyst
erísk“ í framhaldi af því að fyrirspurnir fjölmiðla um
leka í skólanum í janúar 2020 tóku að berast borginni. Í
pósti aðstoðarmannsins til sex borgarstarfsmanna var
lagt á ráðin um hvernig viðbrögðum skyldi háttað. Þar
lýsti hann þeirri von sinni að borginni tækist að „halda
lokinu á þessu“. Í frétt sem flutt var hér í blaðinu nýlega
skýrði aðstoðarmaðurinn orðaval sitt út. Þær eftir
áskýringar eru ekki sérlega trúverðugar.
Þvert á móti blasir við að borgaryfirvöld töldu að
kvartanir foreldra um að börn þeirra yrðu að hírast í
heilsuspillandi húsnæði væri móðursýki og mikilvægt
að bæla niður alla umræðu um ástand skólans.
Varla er um að ræða annað en að ástand skólans og
hinna myglubygginganna sé afleiðing áratuga van
rækslu viðhalds. Á því bera borgaryfirvöld í gegnum
tíðina ábyrgð. En á viðbragðsleysinu í máli Fossvogs
skóla ber borgarstjóri ábyrgð. Það hefur fremur verið
hans stíll að forðast óþægileg mál og tefla öðrum fram
þegar þau ber á góma.
Svo er einnig nú. n
Forðast ábyrgð
Það er júní 2020. Breskt samfélag hefur verið í sóttkví í þrjá mánuði vegna kórónaveirufaraldursins. Verslanir,
skólar, skrifstofur; öllu hefur verið lokað. En
nú horfir til betri vegar. Fjöldi nýrra smita er
óverulegur og Boris Johnson forsætisráðherra
hefur fyrirskipað kröftuga enduropnun sam
félagsins. Ráðgáta varpar hins vegar skugga
á gleðina. Eitthvað undarlegt er á seyði í
Leicester. Þrátt fyrir að í borginni gildi sömu
sóttvarnareglur og annars staðar fjölgar smit
unum á ógnarhraða. Hvað veldur?
Átta árum fyrr, í Bangladess, á sér stað
atburður sem við fyrstu sýn virðist ekki eiga
neitt sameiginlegt með óvæntri Covidhóp
sýkingu í Leicester.
Það er 24. apríl 2013. Mörg þúsund starfs
menn fataverksmiðju í útjaðri höfuðborgar
innar Dhaka mæta til vinnu. Stór sprunga
hefur myndast í átta hæða Rana Plaza bygg
ingunni. Starfsfólk biðst undan því að fara
inn í verksmiðjuna þar sem fatnaður er fram
leiddur fyrir alþjóðlegar tískuvörukeðjur. En
í heimi síbreytilegrar tísku er hraði fyrir öllu.
Yfirmennirnir hóta því að þeir sem ekki mæti
verði hýrudregnir um heil mánaðarlaun.
Rétt fyrir klukkan níu hrynur byggingin.
Mahmudul Hridoy starfar á sjöundu hæð.
Hann hafði gift sig þrem dögum fyrr og átti
von á sínu fyrsta barni. Hann opnar augun
fastur í braki hússins. Honum til furðu blasir
við honum besti vinur hans, Faisal, sem
starfar á annarri hæð. Hann er dáinn; einn
af 1.134 sem létust í einu mesta iðnaðarslysi
sögunnar. „Ég mun aldrei geta fyrirgefið
það hvernig höfuðkúpa hans opnaðist fyrir
augunum á mér,“ sagði Hridoy.
Rana Plaza harmleikurinn markaði tíma
mót. Ógerlegt var lengur að líta fram hjá þeim
mannlega fórnarkostnaði sem hlýst af ásælni
okkar í ódýran tískufatnað.
En hvað hefur iðnaðarslys í Bangladess að
gera með Covidsmit í Leicester?
Leicester átti sér opinbert leyndarmál. Í
borginni eru starfræktar á bilinu þúsund
til fimmtán hundruð fatagerðir. Í mörgum
þeirra voru starfsskilyrði ekki mikið betri en
í Bangladess. Samkvæmt rannsókn blaða
manns Financial Times hafði fataiðnaðurinn
í borginni „fjarlægst“ vinnulöggjöf og starfaði
í eigin neðanjarðarhagkerfi þar sem litið var
framhjá svívirðilegri misnotkun á vinnuafli í
hálfgerðum þrælabúðum. Þegar heimsfarald
urinn brast á var starfsfólki fatagerðanna gert
að halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í
skorist. Úr varð hópsýking sem leiddi til þess
að 360.000 manna borg var skellt í lás á sama
tíma og aðrir landshlutar risu úr Coviddvala.
Þá vindur sögunni hingað heim: Það er
febrúar 2018. Lögregla rannsakar þjófnað
við Smiðshöfða. Í ljós kemur að í iðnaðar
húsnæði við götuna búa á þriðja tug erlendra
verkamanna við hættulegar aðstæður. Búið
er að smíða utan um þá svefnkassa úr spóna
plötum, engar brunavarnir eða flóttaleiðir
eru til staðar og eldhætta er mikil.
Í vikunni var eigandi starfsmannaleigunn
ar sem hafði umrædda verkamenn á sínum
snærum dæmdur í fimm mánaða skilorðs
bundið fangelsi fyrir að stofna lífi þeirra í
bráða hættu.
Skýr skilaboð
Sannleikurinn um raunverulegt verð ódýrs
vinnuafls blasti við veröldinni fyrir átta
árum í Bangladess. Ásókn okkar í skynditísku
minnkaði þó ekki heldur jókst hún svo mjög
að þrælabúðir blómstruðu fyrir allra augum í
Leicester. Það var ekki fyrr en starfsemin olli
kaupendum sjálfum ónæði í Covidfaraldr
inum að gripið var í taumana.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri
fagnaði dómnum yfir eiganda starfsmanna
leigunnar og sagði hann hafa fælingarmátt.
„Þarna eru mjög skýr skilaboð.“
En í málinu felast önnur skilaboð, skilaboð
til okkar allra: Þótt við teljum okkur gera góð
kaup er alltaf einhver sem borgar brúsann. n
Opinbert leyndarmál
44%
18-80 ára lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali*
*Samkvæmt prentmælingum Gallup
20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —
68%
55-80 ára lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali*
Sími: 550 5050 – soludeild@frettabladid.is
NÁÐU TIL FJÖLDANS!
SKOÐUN 12. júní 2021 LAUGARDAGUR