Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 30
Ein þeirra er mjög
gagnrýnin í hugsun
og kom reglulega með
sprengjur í samtalið sem
mynduðu skemmtilegar
umræður. Þær hjálpuð-
ust vel að og þetta kom
rosalega vel út hjá þeim.
Guðný Rúnarsdóttir
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@
frettabladid.is
Grunnskóli Drangsness er
einn af minnstu grunn-
skólum landsins og á dög-
unum hlutu nemendur úr
skólanum fyrstu verðlaun
í hugverkasamkeppni JAKÍ
(Jafnréttisnefnd Kennara-
sambands Íslands) í sínum
aldursflokki.
Stúlkurnar sem sigruðu í keppninni
heita Guðbjörg Ósk, Kristjana Kría
og Sara Lind og eru í sjöunda og
áttunda bekk Grunnskóla Drangs-
ness. Þetta er ekki eina afrek
stelpnanna en Kristjana Kría varð
einnig í fyrsta sæti í Stóru upp-
lestrarkeppninni og Guðbjörg Ósk
hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Svo fékk Sara Lind viðurkenningu
í Handritasamkeppni Stofnunar
Árna Magnússonar – í tilefni 50 ára
frá heimkomu fyrstu handritanna.
Sara valdi þá brot úr ljóði Björns
Guðmundssonar frá Bæ og skrifaði
upp á næfurkollu ásamt því að mála
mynd af Grímsey.
Guðný Rúnarsdóttir hefur gegnt
starfi skólastjóra hjá Grunnskóla
Drangsness og kennt mynd-
mennt undanfarinn vetur og segir
það hafa verið lærdómsríkt og
skemmtilegt að kynnast svæðinu.
„Grunnskóli Drangsness er einn
af minnstu skólum landsins ásamt
til dæmis Grunnskóla Borgar-
fjarðar eystra og Hríseyjarskóla.
Nemendur í skólanum voru átta
á undanförnu skólaári og svo er
hefð fyrir því að skólinn taki á
móti gestanemendum, sem voru
tólf talsins í ár. Þetta eru nemendur
sem flytjast ýmist tímabundið á
Drangsnes með foreldrum sínum
vegna vinnu eða tengjast ein-
hverjum á svæðinu. Það lífgar
alltaf mjög upp á starfið þegar við
fáum gestanemendur.
Skólinn leggur einnig metnað í
að tengja skólann við samfélagið
og förum við til dæmis árlega í
sauðburð. Einnig fáum við gesta-
kennara til að koma og kenna
krökkunum. Í vetur kom til dæmis
Judith Scott, heimamaður og sér-
fræðingur í hvölum, í heimsókn og
spjallaði við nemendur um hvali.
Þá fengu nemendur að nefna fimm
hvali sem eru fastagestir hér í
Steingrímsfirðinum. Annað dæmi
um tengingu við samfélagið er
þegar nemendur heimsóttu forn-
leifauppgröftinn í Sandvík og eftir
það héldum við fornleifasmiðju.“
Afreksstúlkur fá verðlaun fyrir hugvekjandi verk
Guðný afhendir Kristjönu Kríu, Guðbjörgu Ósk og Söru Lind verðlaunin fyrir fyrsta sæti í Hugverkasamkeppni JAKÍ. MYND/AÐSEND
Orðið „hins
egin“ fannst
stelpunum vera
neikvætt og
benda til þess
að hinsegin
einstaklingur
væri öðruvísi á
einhvern hátt.
Verkið sýnir
manneskju sem
horfir í spegil,
en það er ósam
ræmi á milli
þess sem sést
og þess sem er.
Stolt af stelpunum
Sara, Kristjana og Guðbjörg unnu
verkefnið undir handleiðslu Est-
herar Aspar Valdimarsdóttur,
kennara á Hólmavík, og Guðnýjar,
sem kennir myndmennt á Drangs-
nesi. „Esther hélt utan um þetta
og sat vikulega Zoom-fundi með
stelpunum yfir veturinn og var
með jafnréttis- og kynheilbrigðis-
fræðslu fyrir þær. Við erum mjög
ánægð með samstarfið við Hólma-
vík og stefnum á að halda því
áfram. Þær unnu svo í verkefninu í
myndmenntartímum hjá mér. Ég
er mjög stolt af stelpunum og því
góða samstarfi sem var þeirra á
milli en þær tóku allar jafnan þátt
og lögðu til sína styrkleika.“
Keppnin var haldin á landsvísu
og máttu nemendur ýmist taka
þátt sem einstaklingar eða hópur.
JAKÍ lagði til hugtakalista sem
mátti velja úr til að vinna verk út frá
og sem dæmi voru hugtök eins og
staðalímyndir, drusluskömm, hins-
egin og líkamsvirðing. Hugtökin
sem unnið var með eru hugtök sem
hafa verið mikið í umræðunni og
jafnvel fullorðið fólk virðist oft eiga
í vandræðum með að ná utan um.
Hvernig gekk þetta hjá nem-
endum í 7. og 8. bekk?
„Stúlkurnar völdu orðið „hins-
egin“. Það var áhugavert að fylgjast
með þeim vinna en krökkum á
þeirra aldri er það eðlislægt að
hugsa um þessi málefni. Það er
þeim hjartans mál að hlutirnir séu
sanngjarnir. Mörg börn á þessum
aldri eru oft að ræða þessi mál og
hugsa um þau, en það er líka gott
fyrir þau að fá tækifæri til að kjarna
hugsanir sínar í svona verkefni.
Það spruttu upp mjög áhuga-
verðar umræður og pælingar hjá
stelpunum varðandi hugtakið en
þeim fannst orðið hinsegin svolítið
skrítið og frekar neikvætt. Þeim
fannst það lýsa einhverjum sem
væri „öðruvísi“ en sjálfum fannst
þeim það röng lýsing. Þær í raun
gagnrýndu orðið og leiðréttu þann-
ig skipuleggjendur keppninnar.
Þetta sýnir bara að tungumálið er
í stöðugri þróun meðfram því sem
er í gangi. Það hvernig við tölum
um hlutina breytist stöðugt. Það er
mjög mikilvægt að koma þessari
jafnréttisumræðu út í samfélagið
og að unga fólkið byrji snemma að
pæla í þessu.“
Sterkt verk
„Verkið er einfalt en ótrúlega sterkt.
Það sýnir manneskju sem horfir
í spegil sem sýnir annað kyn. Það
er mjög erfitt að koma hugtakinu
í eina mynd en þeim tókst það
frábærlega. Þær byrjuðu fyrst á að
skissa andlit sem var skipt í miðju,
karl öðrum megin og kona hinum
megin, en svo fengu þær hug-
myndina um spegilinn, og að láta
spegilinn sýna innri hugsanir og
tilfinningalíf manneskjunnar.“
Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„... Í verkinu kemur skýrt fram að
einstaklingurinn sér ekki sam-
hljóm hjá sjálfum sér og birtingar-
mynd sinni. Þannig tekst verkinu
að draga kjarnyrt fram hvernig
trans einstaklingur getur þurft
að takast á við sjálfsmynd sína.
Myndin er opin fyrir túlkun, þrátt
fyrir einfalda framsetningu. Verkið
tekur afstöðu til hugtakanotkunar
og jaðarsetningu einstakra hópa,
þetta er gert í fylgitexta þar sem
tekin er afstaða til hugtaksins
hinsegin. Dómarar völdu verkið
byggt á þessum rökstuðningi en
jafnframt þótti það áhugavert og
vel unnið.“
Gjöfult samstarf
Guðný segir að samstarfið á milli
stúlknanna hafi gengið frábærlega.
„Mér fannst gaman að sjá hvað
þær unnu vel saman þrátt fyrir
að vera ólíkar. Ein þeirra segist til
dæmis ekki vera listræn en hún
er frábær í að miðla hugmyndum
sínum. Svo er hún góð í samstarfi,
bæði drífandi og jákvæð og fær
flottar hugmyndir. Svo er ein mjög
góð í að teikna og önnur sterk í
lita- og formfræði. Ein þeirra er
mjög gagnrýnin í hugsun og kom
reglulega með sprengjur í sam-
talið sem mynduðu skemmtilegar
umræður. Þær hjálpuðust vel að og
þetta kom rosalega vel út hjá þeim.
Þær græddu allar á samstarfinu og
lærðu hver af annarri. Þeim fannst
líka hvetjandi að þetta var keppni
og þær voru mjög ánægðar með
verðlaunin sem var spjaldtölva.“
Hægt er að fylgjast með
spennandi skólastarfi Grunn-
skóla Drangsness á Instagram:
Grunnskóli Drangsness. n
4 kynningarblað A L LT 12. júní 2021 LAUGARDAGUR