Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 38

Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 38
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði auglýsir eftir organista/kórstjóra. Starfsvið: Orgel- og hljóðfæraleikur við helgihald kirkjunnar, stjórn og þjálfun kirkjukórs, umsjón með hljóðfærum, skipulag tónlistarstarfs í kirkjunni og ráðgjöf þar að lútandi. Um er að ræða 85% starfshlutfall. Einnig kemur til álita 100% starf með viðbótarskyldum gagnvart Barnakór kirkjunnar ef um semst. Hæfniskröfur: Góð menntun, færni og reynsla á sviði kirkju- tónlistar og kórstjórnunar, skipulagshæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir merktar „Starfsumsókn” sendist til: Víðistaðakirkja, Pósthólf 351, 220 Hfj. - og rafrænt á srbragi@ vidistadakirkja.is Umsóknarfrestur er til 25. júní 2021. Öllum umsóknum verður svarað. Viðkomandi hefði þurft að geta hafið störf í ágúst/september. Nánari upplýsingar veita Hjörleifur Þórarinsson formaður sóknarnefndar (sími 660 3707) og séra Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur (sími 894 7173). Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum, stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingarstjórnun ásamt almennri framkvæmdaráð- gjöf. Mannverk er ábyrgt og framsækið fyrirtæki og leggur áherslu á öfluga liðsheild. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.mannverk.is Rafmagns verk- eða tæknifræðingur Mannverk óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í verkefna- og framkvæmdastjórnun sem tilbúinn er að takast á við krefjandi verkefni á raforkusviði og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2021. Umsókn óskast send á jmg@mannverk.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Helstu verkefni • Verkefna- og framkvæmdastjórnun á sviði há- og lágspennu • Samræming hönnunar og á tæknilegum útfærslum • Undirbúningur verkefna • Innkaup, áætlanagerð og eftirfylgni • Kostnaðar-, gæða- og framvindueftirlit Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði rafmagnstækni eða -verkfræði • Farsæl starfsreynsla • Menntun í rafiðn er kostur • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Metnað til að ná árangri í starfi • Góð kunnátta í ensku VILT ÞÚ SLÁST Í HÓPINN? Sjálandsskóli óskar eftir að ráða öflugt starfsfólk í ýmis störf. Sjálandsskóli er opinn skóli þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu. Boðið er upp á góða starfsaðstöðu í einstöku umhverfi. Í skólanum ríkir góður starfsandi þar sem allir starfsmenn vinna saman af því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu sem einnig eru einkunnarorð skólans. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Kennari á yngsta stig • Enskukennari á unglingastig • Íslenskukennari á unglingastig • Samfélagsfræði- og náttúrufræðikennari á unglingastig • Sérkennara á unglingastig Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021. Nánari upplýsingar um störfin veita Sesselja Þóra Gunnarsdóttir skólastjóri, sesseljag@sjalandsskoli.is og í síma 5903101 / 6171506 eða Ósk Auðunsdóttir aðstoðarskólastjóri, oska@sjalandsskoli.is og í síma 5903102 / 6171510. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is kopavogur.is Kópavogsbær óskar eftir talmeinafræðingi í verktöku við leikskóla bæjarins. Í Kópavogi eru starfræktir 21 leikskólar og þar ríkir metnaður í skólastarfi. Í nýrri stefnu bæjarins um skólaþjónustu og stuðning við nemendur er rík áhersla lögð á snemmtækt mat á stöðu barna, aukið upplýsingaflæði milli skólastiga, virka samvinnu foreldra, starfsfólks skóla og annarra sérfræðinga skólaþjónustu. Skólaþjónustan leggur einnig áherslu á fræðslu og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla. Menntunar- og hæfniskröfur · Löggilding til að starfa sem talmeinafræðingur eða vera á löggildingartímabilinu. · Þekking á þroska og þroskafrávikum barna. · Reynsla af greiningum og ráðgjöf vegna barna æskileg. · Leikni í mannlegum samskiptum. · Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021. Ráðið verður í stöðuna frá 9. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 50% starf í verktöku. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Talmeinafræðingur við leikskóla Kópavogsbæjar Umsóknir með starfsferilskrá óskast sendar fyrir 20. júní, á netfangið: elisabet@epal.is Nánari upplýsingar veitir Elísabet Guðmundsdóttir í síma 568 7733. Okkur vantar starfsmann í 50-70% starf í húsgagnadeild. Hefur þú brennandi áhuga á hönnun og ert með ríka þjónustulund? Við leitum að fagurkera með reynslu af sölumennsku, hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, sjálfstæður og metnaðarfullur í vinnubrögðum, til starfa í húsgagnadeild okkar: · Húsgögn / ljós · Rúm · Gluggatjöld Áhugi á hönnun er skilyrði og menntun í hönnun er kostur. Um er að ræða 50-70% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.