Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 20

Fréttablaðið - 12.06.2021, Page 20
Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir þjáist af tókófó- bíu, sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. Hún hélt því að hún yrði aldrei móðir en örlögin gripu í taumana. Unnur Birna býr nú í snotru einbýlishúsi í Hveragerði ásamt sam-býlismanni sínum og barnsföður, Sigurgeiri Skafta Flosasyni, og sex mánaða gamalli dóttur þeirra. Unnur sleit barnsskónum á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu en þegar hún stálp- aðist flutti fjölskyldan inn til Akur- eyrar. Það var þó listin sem dró Unni svo til Reykjavíkur en hún lærði ung að leika á bæði fiðlu og píanó. „Árið 2007 fékk ég hlutverk í uppsetningu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar og f lutti þá suður, sem var erfitt því ég er mikil pabba- og mömmustelpa.“ Það sannaði sig enn frekar þegar foreldrar Unnar tóku ákvörðun um að flytja austur fyrir fjall árið 2014 og Unnur fylgdi eftir ári síðar. „Ég ætlaði ekkert að flytja í Hveragerði en mygla kom upp í íbúðinni sem ég leigði í Vesturbænum og var farin að hafa slæm áhrif á rödd mína. Ég var þá að fara út að spila með Ian Anderson og varð bara að f lytja út,“ segir Unnur Birna, en fyrir þá sem ekki vita er téður Ian söngvari sveitarinnar Jethro Tull. „Svo sá ég þetta hús til sölu á 17,9 milljónir og við fyrrverandi eigin- maður minn ákváðum að bjóða í það og hugsuðum með okkur að ef tilboðið yrði samþykkt ættum við að flytja.“ Svo fór að tilboðinu var tekið og þau f luttu í Hveragerði. Þegar þau svo skildu nokkrum árum síðar keypti Unnur Birna fyrrverandi eiginmanninn út. „Og hér er ég enn,“ segir hún, sátt á sínum stað. „Þetta er að verða aftur lista- mannabær og minnir mig svolítið á Szentendre, rétt fyrir utan Búdapest, sem við amma heimsóttum einu sinni til að skoða gallerí og annað. Ég fæ svolítið þessa tilfinningu fyrir Hveragerði og það mætti markaðs- setja bæinn þannig.“ Unnur Birna og Skafti kenna bæði við Tónlistarskóla Rangæinga. „En giggin eru úti um allt og við erum því miðsvæðis upp á það að gera. „Hver- gerðingar eru opnir fyrir nýju fólki og nýjungum og menningarfull- trúinn hefur tekið mjög vel á móti okkur öllum,“ segir Unnur en faðir hennar, Björn Þórarinsson, betur þekktur sem Bassi í Mánum, hefur meðal annars staðið fyrir Harmón- ikkuhátíð í bænum. „Hann getur ekki hætt og er 77 ára enn að kenna tónlist í bílskúrnum hjá sér.“ Ákváðu að opna hjónabandið Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor hefur haslað sér völl í djass- senunni hér á landi undanfarin ár en sveitin er auk Unnar skipuð Birni Thoroddsen gítarleikara, Skúla Gíslasyni, mági Unnar, á trommum og Skafta, sambýlismanni hennar, á bassa. „Þetta er mjög fjölskyldu- vænt,“ segir Unnur og hlær en sveitin mun í sumar leika bæði á Suðurlandi og í Reykjavík. Unnur og Skafti kynntust fyrst í Tónlistarskóla FÍH. „Hann segist þá hafa orðið skotinn í mér en ég leit auðvitað ekki við honum enda var hann bara 18 ára,“ segir Unnur, sem er fjórum árum eldri, í léttum tón. „Við hittumst svo löngu síðar í gegnum tónlistina og urðum góðir vinir.“ Unnur var þá enn í hjóna- bandi en segir að farið hafi verið að fjara undan því. „Hjónabandið var í raun búið, ástríðan horfin en við vorum enn bestu vinir. Við tókum því ákvörðun um að opna samband okkar, sem varð svo til þess að ég varð ástfangin af Skafta og var hrein- skilin um það við þáverandi eigin- mann minn. Ég myndi aldrei vera í opnu sam- bandi í dag, þetta er í raun það fárán- legasta sem mér hefur dottið í hug að Karlar myndu aldrei gera þetta Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Áráttu- og þrá- hyggjuröskun og tókófóbía hafa stjórnað lífi Unnar Birnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI gera. En ég fann það snemma í kring- um Skafta að hann væri maðurinn minn.“ Ákvörðunin um skilnað kom í beinu framhaldi og segir Unnur hana hafa verið í fullri sátt. „Hann kemur hingað í heimsókn og meira að segja hjálpaði okkur aðeins með pallinn,“ segir Unnur sem er nýbúin að sýna blaðamanni forláta pall sem prýðir garðinn. „Ef allir skilnaðir gætu bara verið svona.“ Sjúkleg hræðsla við fæðingar Unnur er eins og fyrr segir haldin tókófóbíu, sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. „Fyrir mér var hugmyndin um að ganga með og fæða barn álíka spennandi og fyrir þér er að fara út í garð og kveikja í þér. Ég skildi ekki hvernig nokkur kona gat viljað gera þetta.“ Unnur segist hafa bælt niður löngun um barneignir. „Ég man þó eftir að hafa haldið á litlu frænku minni, grátið og hugsað með mér: „Af hverju vil ég þetta ekki? Af hverju get ég ekki gert þetta?““ Eftir að Unnur og Skafti fóru að rugla saman reytum árið 2017 seg- ist Unnur hafa farið að leiða hugann að því að það væri gaman að eiga barn saman. „En ég bægði þessum hugsunum jafnóðum frá mér því ég vissi að ég gæti hreinlega ekki farið í gegnum þessa reynslu,“ útskýrir Unnur. „Konur með þessa fóbíu eiga oft mjög erfitt með að fæða barn og lenda þær því oft í bráðakeisara enda streitist líkaminn á móti.“ Hræðslan er að sögn Unnar í hennar tilfelli bæði tengd með- göngu og fæðingu. „Ég get ekki einu sinni horft á kálf fæðast. Ég man þegar ég var í grunnskóla og við vorum látin horfa á fæðingu í tíma. Það endaði með því að kennarinn leyfði mér að fara út enda var að líða yfir mig, snjóhvíta og kaldsveitta.“ Hefði aldrei fætt um fæðingarveg Unnur segist hafa fundið alþjóð- legan Facebook-hóp með konum höldnum sömu fóbíu og þangað hafi hún sótt styrk. „Það skiptir máli fyrir okkur að vita að við erum ekki einar, þetta er bara eitt af því sem fyrirfinnst í heiminum.“ Unnur fór í framhaldi að opna sig um reynslu sína á Instagram-reikningi sínum og fékk mikil viðbrögð frá íslenskum konum í svipaðri stöðu. „Fyrst ég fór í gegnum þetta og lifði þetta af þá geta þær mögulega hugsað sér að eignast barn í dag.“ Stærsta baráttumálið í huga Unnar er að konur fái sjálfar að velja hvernig þær komi barni í heiminn. „Ef við viljum, af hverju megum við ekki velja keisara? Ég hefði aldrei farið í gegnum þessa meðgöngu hefði ég þurft að fæða barnið um fæðingarveg. Aldrei nokkurn tíma!“ Unnur segist hafa rætt málið við kvensjúkdómalækni fyrir nokkrum árum. „Ég á mjög erfitt með að fara til kvensjúkdómalæknis og í fyrsta skiptið öskraði ég af hræðslu þegar ég sá græjurnar, svo hrædd var ég.“ Unnur ræddi við kvensjúkdóma- lækninn um að framkvæma á henni ófrjósemisaðgerð sem hún hafði fyrst íhugað við 18 ára aldur. „Hún benti mér þá á að ég væri haldin þessari fóbíu og til væru leiðir fyrir konur eins og mig. Hún lofaði mér því að ef ég yrði einhvern tímann ólétt gæti ég fengið að fara í keis- araskurð.“ Það var léttir en í huga Unnar var meðganga og fæðing enn útilokuð. „Þetta plantaði þó einhverju fræi um að ég gæti átt barn. Við ræddum þetta, við Skafti, og ég var í rosa- legu limbói þar sem ég sveif laðist á milli þess að vilja og þora ekki. Við megum fara í brjóstastækkun og magaminnkun. Það eru aðgerðir og þeim fylgir áhætta. Af hverju megum við velja um slíkt en ekki um þetta? Við fáum ekki að velja og ef við fáum það af læknisfræði- legum ástæðum þá er okkur látið líða illa með það. Keisaraskurður er stærsta kviðarholsaðgerð sem gerð er. Það er ekkert auðvelda leiðin,“ segir hún ákveðin um leið og hún veltir upp spurningunni um hvernig þessu væri háttað ef karlar gengju með og fæddu börnin. Varð óvænt barnshafandi Unnur hætti að taka getnaðarvarna- pilluna vegna hættunnar á blóð- tappamyndun eftir langa notkun. „Ég notaði þá bara frábært app, Flo, til að fylgjast með tíðahringnum.“ En eitthvað fylgdist hún ekki nægi- lega vel með og komst að því að hún væri með barni og fylgdi því mikill ótti „Mér fannst tilhugsunin um fóstureyðingu líka hræðileg og fannst ég því föst.“ Næstu tveir mánuðir einkenndust af hræðslu og vaknaði Unnur Birna oft á nóttu í hræðslukasti. „Ég grenj- aði í baði hvert kvöld og hljóp upp á fjall þar sem ég reyndi að hoppa þetta úr mér.“ Unni leið þó vel líkamlega og ákvað að halda barninu. „Ég hafði samband við lækninn minn, tók einn dag í einu og notaði jóga mikið. Ég fékk góðan stuðning frá heil- brigðisstarfsfólki fyrir utan eina ljósmóður sem vildi setja mig á geð- lyfið Sertral til að ég myndi treysta mér í fæðingu. Ég hef aldrei tekið lyf og fannst það útilokað á fimmta mánuði meðgöngu.“ Unnur segist hafa verið dugleg að minnka kvíðann á meðgöngunni með jóga og eins hafi heilbrigðis- starfsfólk sýnt henni ríkan skilning enda hafi hún oftar en einu sinni fengið kvíðaköst í mæðraskoðun. „Það að ég skyldi verða ólétt var jafn líklegt og að köttur yrði forseti. En að heilbrigðiskerfið hafi staðið með mér og boðið mér upp á keis- Ég myndi aldrei vera í opnu sambandi í dag, þetta er í raun það fárán- legasta sem mér hefur dottið í hug að gera. Fyrir mér var hug- myndin um að ganga með og fæða barn álíka spennandi og fyrir þér er að fara út í garð og kveikja í þér. 20 Helgin 12. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.