Fréttablaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 16
FRAMTÍÐ
LÍFEYRISKERFISINS
Fulltrúaráðsfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn
þriðjudaginn 15. júní kl. 17:00 á Grand hóteli, Reykjavík.
Við leyfum okkur að horfa 50 ár fram í tímann þar sem hugað er að:
KYNNINGARFUNDUR
Auk kjörinna fulltrúa eru allir sjóðfélagar
velkomnir á fundinn á meðan að húsrúm leyfir.
Á fundinum mun Benedikt Jóhannesson gera grein fyrir úttekt
Talnakönnunar hf. á tryggingarvernd sjóðfélaga Birtu í víðu samhengi.
Nægjanleika lífeyris
Áhrifum séreignar á lífeyri og ráðstöfun hennar til húsnæðiskaupa
Samspili við almannatryggingakerfið
Breytingum á grunnforsendum lífeyris
Fundinum verður streymt á vef Birtu,
www.birta.is
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið skoraði þrjú mörk snemma
leiks í 3-2 sigri á Írlandi í æfinga-
leik á Laugardalsvelli í gær. Íslenska
liðið komst þremur mörkum yfir
snemma leiks en Írum tókst að
laga stöðuna í seinni hálfleik með
tveimur mörkum.
Þetta var fyrri æfingaleikur liðanna
af tveimur, en þau mætast á ný á
þriðjudaginn í síðasta æfingaleik
kvennalandsliðsins fyrir undan-
keppni HM sem hefst í haust.
Ísland hefur nú leikið sex leiki gegn
Írlandi, unnið þrjá þeirra og enn
ekki tapað leik.
Þetta var fyrsti heimaleikur
kvennalandsliðsins í tæpa tíu mán-
uði og um leið fyrsti leikur liðsins
undir stjórn Þorsteins Halldórsson-
ar. Þorsteinn tefldi fram sókn djörfu
liði og lék liðið við hvurn sinn fingur
í fyrri hálfleik. Agla María Alberts-
dóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
og Dagný Brynjarsdóttir sáu um
að skora mörkin fyrir Ísland í fyrri
hálfleik en mörkin hefðu hæglega
getað orðið fleiri
Spilamennskan náði ekki sama
flugi í seinni hálfleik og tókst Írum
tvisvar að hleypa spennu í leikinn
á ný en gestunum gafst ekki tími
til að jafna metin á lokamínútum
leiksins. ■
Kaflaskipt í sigri stelpnanna okkar
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
leikur í dag til úrslita á einu
virtasta áhugakylfingamóti
heims. Það er til mikils að
vinna eftir 36 holur dagsins.
kristinnpall@frettabladid.is
GOLF „Ég er ofboðslega stolt af þeirri
staðreynd að vera fyrst Íslendinga
að leika á þessu stigi mótsins. Ég
hef fengið nóg af hamingjuskila-
boðum að heiman frá fjölskyldu og
vinum og vonandi verða margir að
fylgjast með úrslitaeinvíginu,“ sagði
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir í samtali
við Oliviu McMillan, fjölmiðlafull-
trúa Opna breska áhugamótsins í
golfi, í gær eftir að Jóhanna komst
í úrslitin fyrst Íslendinga. Um er að
ræða eitt elsta og virtasta áhuga-
kylfingamót heims, sem fór fyrst
fram árið 1893.
Jóhanna Lea mætir hinni skosku
Louise Duncan í 36 holu úrslita-
leik í Skotlandi í dag. Keppt er í
holukeppni og er því langur dagur
fram undan fyrir Jóhönnu, en sigur
tryggir henni þátttökurétt á þremur
risamótum og Opna bandaríska
áhugamótinu í golfi á Augusta-velli
í Georgíu.
Í undanúrslitunum í gær var
Jóhanna þremur holum eftir á þegar
fimm holur voru eftir, en hún gafst
ekki upp og náði að kreista fram
bráðabana þar sem hún hafði betur
á fyrstu holu.
„Það kom tímakafli þegar ég var
þremur holum undir þar sem ég var
orðin frekar pirruð á spilamennsk-
unni, en þá vissi ég að ég gæti ekki
breytt því sem búið væri. Ég reyndi
bara að einbeita mér að mínum leik
og tókst að snúa leiknum mér í hag. “
Síðustu dagar hafa verið langir
en þrátt fyrir það er engan bilbug
að finna á Jóhönnu.
„Ég get ekki sagt að ég finni fyrir
þreytu. Ég nýt góðs af því að hafa
pabba með mér, sem sér til þess að
ég borði á réttum tíma en ég á von á
að reyna að safna orku í kvöld.“
Jóhanna Lea er í 944. sæti á heims-
lista áhugakylfinga þessa dagana,
en von er á stóru stökki á næstunni
með frammistöðunni í Skotlandi.
„Þetta er alveg stórkostlegt og
afrek í sögu golfíþróttarinnar á
Íslandi. Hún er búin að keppa á móti
þremur af bestu áhugakylfingum
heims og sló út sigurvegara mótsins
frá árinu 2019. Það sem vekur líka
athygli er að þetta eru allt jafnir
leikir, þar sem hún nær að snúa
leiknum sér í hag á lokaholunum.
Hún hefur náð að sýna ótrúlegan
andlegan styrk þegar leikirnir eru
undir,“ segir Ólafur Björn Loftsson,
afreksstjóri GSÍ, aðspurður út í afrek
Jóhönnu.
„Fyrir hönd golfhreyfingarinnar
erum við ofboðslega stolt og hlökk-
um til að fylgjast með henni á loka-
hringnum.“
Ólafur tók undir að með því að
vinna slíkt mót gætu opnast ýmsir
gluggar á risamótunum.
„Algjörlega. Sviðið gerist ekki
stærra en þetta í áhugamannagolfi,
þetta er stærsta mót heimsins í þeim
f lokki. Verðlaunin fyrir að vinna
mótið sýna hvað þetta er stórt mót
á heimsvísu. Fyrir vikið erum við
gríðarlega stolt af henni og öllum
þremur keppendum okkar á þessu
móti. Ragnhildur Kristinsdóttir
vinnur höggleikinn og Hulda Clara
Gestsdóttir kemst líka áfram í holu-
keppnina.“
Ólafur hrósaði Jóhönnu fyrir
þrautseigjuna en hún mun leika
sama völlinn í tvígang þriðja dag-
inn í röð á morgun og áttunda og
níunda skiptið á sex dögum.
„Þetta eru orðnar ansi margar
holur og undir gríðarlegu andlegu
álagi. Kannski er það ekki enn
búið að síast inn hvað þetta er stórt
tækifæri. Hún er með hausinn vel
stilltan,“ segir Ólafur, um álagið og
leikfyrirkomulagið á mótinu.
„Þetta er aðeins öðruvísi fyrir-
komulag en um leið mjög skemmti-
legt. Það verður rosalega mikið
undir á morgun í sama fyrirkomu-
lagi en með fleiri holur.“ ■
Hefur sýnt ótrúlegan andlegan styrk
Jóhanna Lea náði að snúa leiknum sér í hag á lokaholunum og koma leiknum í bráðabana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fyrir hönd golfhreyf-
ingarinnar erum við
ofboðslega stolt og
hlökkum til að fylgjast
með henni á loka-
hringnum.
Ólafur Björn Loftsson
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn
Sadio Mane, sem leikur með lands-
liði Senegal og Liverpool í ensku
úrvalsdeildinni, fundaði í vikunni
með forseta Senegal til að kynna
hugmyndir sínar um spítala sem
hann vill reisa í heimabæ sínum.
Um leið ræddu Mane og Macky
Sall, forseti Senegal, undankeppni
HM 2022 og áform Senegal í næstu
Afríkukeppni.
Mane skoraði í báðum leikjum
senegalska landsliðsins en að
leikjunum loknum fór hann til
fundar með Sall. Þar kynnti hann
hugmyndir sínar um spítalabygg-
ingu í Bambali, þorpinu sem Mane
ólst upp í. Það var enginn spítali á
svæðinu þegar Mane ólst upp og
hefur Mane minnst á að það hefði
verið hægt að bjarga lífi hans með
spítala. ■
Mane fundaði
með forsetanum
Senegalinn Mane er í guðatölu í
heimalandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Mane er næstmarka-
hæsti leikmaður Sene-
gal frá upphafi með 23
mörk í 75 leikjum.
Stelpurnar okkar fagna einu af mörkum fyrri hálfleiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÍÞRÓTTIR 12. júní 2021 LAUGARDAGUR