Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 12.06.2021, Qupperneq 76
Sýningin hverfist um samband mannsins við hlut- lægni og hluti. Ný sýning samtímalista- manna frá Singapúr og Íslandi stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarstjórar eru Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Quek Chong frá Singapúr. Yfirskrift sýningarinnar í Gerðar- safni er Hlutbundin þrá. Listamenn- irnir sem eiga verk á sýningunni eru: Daniel Hui, Dagrún Aðalsteins- dóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Quek Chong. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem listunnendum býðst að sjá myndlistarverk frá Singapúr. „Þessi sýning er til komin vegna þess að ég fór í mastersnám í myndlist til Singapúr og kynntist listaheim- inum þar. Ég fann fyrir áhuga á að fá íslenska listamenn til Singapúr, en mér fannst áhugaverðara að búa til samsýningu því það er mjög sjaldgæft að þessar eyjar, svo langt frá hvor annarri, eigi listrænt sam- tal,“ segir Dagrún Aðalsteinsdóttir sýningarstjóri. Sýning á verkum íslenskra lista- manna og listamanna frá Singapúr opnaði í Singapúr hjá Institute of Contemporary Art árið 2019 og Dagrún og Weixin unnu að henni í sameiningu. Sýningin í Gerðarsafni kemur hingað til lands í aðeins ann- arri mynd, listamennirnir eru þeir sömu en þeir sýna ekki allir sömu verk og voru á sýningunni í Singapúr. Dagrún sá um valið á listamönn- unum og segir: „Ég valdi listamenn sem ég hafði kynnst hér á landi og í Singapúr sem sinntu mikið sam- vinnuverkefnum í list sinni, mér fannst að þannig væri líklegt að búin yrðu til framtíðarverkefni. Það spannst til dæmis samvinna milli listamannanna eftir opnunina í Singapúr.“ Viðfang og hlutur Verkin á sýningunni eru ólík inn- byrðis. „Þarna eru klippimyndir, skúlptúrar, vídeóverk og innsetn- ingar,“ segir Dagrún. „Sýningin hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Hún er til- raun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga, þar sem listaverkin eru blanda af hlut og viðfangi.“ Titillinn á sýningunni, Hlut- bundin þrá, vísar í ritgerð eftir Hito Steyerl sem ber nafnið A thing like you and me (2010). Í þeirri ritgerð skoðar Steyerl þátttöku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð. Í ritgerðinni lýsir Steyerl Ólíkir kraftar að verki Weixin og Dagrún eru sýningarstjórar sýningar þar sem listamenn frá Singapúr og Íslandi mætast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stilla úr verki eftir Weixin, Eating Cake. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is myndum sem brotum eða leifum af veruleikanum en ekki spegilmynd hans. „Í öllum verkunum á sýningunni er verið að skoða með einhverjum hætti hlutgervingu og efnivið og það hvernig mörkin milli þess að vera viðfang og hlutur eru ekki allt- af svo skýr í tæknivæddu samfélagi þar sem ímynd okkar verður sífellt meira hlutgerð og ákveðnar myndir og hlutir fara að hafa vægi sem við- fangsefni,“ segir Dagrún. Annar karakter Spurð hvort hún haldi að auðvelt sé fyrir Íslendinga að tengja við singa- púrska list segir Weixin: „Núna erum við að komast að því! Singa- púrsku verkin eru að vissu leyti ólík þeim íslensku, karakterinn er annars konar og þar eru vídeó- verk, skúlptúrar og innsetningar mjög áberandi. Á þessari sýningu eru ólíkir kraftar að verki en ein- mitt það á að skapa skemmtilega og áhugaverða upplifun fyrir áhorf- endur.“ Báðar eiga þær verk á sýningunni. Dagrún sýnir verkið Hún kom til dvalar, sem er kvikmyndadagbók sem skoðar þörf fólks fyrir fantasíur og þrár svo það geti leikið félags- legt hlutverk sitt og hvaða hlutverk fantasíurnar leika í samfélagslegum skilgreiningum á brjálæði. Verkinu fylgja prent sem eru stillur úr mynd- bandinu. Einnig sýnir hún lenticul- ar prent sem skoðar fagurfræðilega alræðishyggju sem fylgir sítengdu tæknisamfélagi. Weixin sýnir mismunandi verk sem eru hluti af seríu þar sem hún vinnur með nokkur af meginþem- um sínum: skinn og lagskiptingu, blæti og holdgervingu sögunnar og goðsagnanna í gegnum samfélags- legar venjur. Og umfram allt hvernig stafrænt miðluð skynreynsla getur orðið leið til að tengjast aftur lík- ama sínum. n Í LOFTINU LAUGARDAGA 09:00-12:00 BAKARÍIÐ Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! MENNING 12. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.