Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 13

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Qupperneq 13
þess. Á síðastliðnu vori samþykkti því bandalagsstjórnin að ráða sérstakan fulltrúa, en Guðjón og Haraldur önnuðust áfram stjóm skrifstofunnar. þótt hvorugur þeirra gegndi þar fullu starfi. Eftir að starfið hafði verið auglýst var einróma sam- þykkt í stjóm B.S.R.B. að ráða Þórð Hjaltason, fyrr- verandi póst- og símstjóra, til starfa á skrifstofu banda- lagsins. Hóf hann störf 1. júlí s.l. Starfsmenn bandalagsins em nú: Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Steinþórsson, Þórður Hjaltason, Ása Kristjánsdóttir. Með auknu starfi og fjölgun starfsmanna kom að því, að húsnæði það, sem bandalagið hefur haft á leigu, varð of lítið. Vom húsnæðismálin rædd á nokkrum fundum bandalagsstjómar og meðal annars athugaðir mögu- leikar á húsakaupum. Að lokum var ákveðið að taka tilboði S.Í.B.S. um leigu á 5. hæð að Bræðraborgarstíg 9. Hið nýja hús- næði er hæfilega stórt og hentugt fyrir starfsemi banda- lagsins. Jafnframt samþykkti bandalagsstjórnin að sækja til borgarstjórnarinnar um lóð undir framtíðarfélagsheim- ili B.S.R.B. og einstakra bandalagsfélaga. Dómsmál. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar óskaði aðstoðar bandalagsins vegna uppsagnar Geirs Gunnarssonar, skrifstofustjóra, en bæjarstjórnin sagði Geir upp stöðu hans án tilgreindrar ástæðu. Bandalagsstjómin gerði kröfu um afturköllun upp- sagnarinnar, en hún var ekki tekin til greina. Var þá höfðað mál gegn bæjarstjórninni, sem ekki er enn lokið. Málflutningsmaður er Egill Sigurgeirsson, hæsta- réttarlögmaður. Bandalagið greiðir helming málskostn- aðar og starfsmannafélag Hafnarfjarðar hinn helm- inginn. Hinn 1. janúar 1962 var þremur skipuðum lögreglu- mönnum á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Voru það Einar Ingimundarson, Baldur Guðjónsson og Gunn- ar Albertsson. Ástæðan fyrir uppsögninni var talin fækkun lögregluþjóna. Þegar synjað hafði verið kröfu um að afturkalla uppsagnir þessar höfðuðu hlutaðeigandi starfsmenn mál gegn ríkissjóði. Undirréttardómur er fallinn í málum þessum og féllst hann á þá skoðun stefnda, að ráðherra hafi skýlausa heimild til að vikja frá skipuðum ríkisstarfsmönnum, sbr. 20. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944 per analogiam. Hlutaðeigandi ráðherra eða eftir atvikum yfirmaður hlutaðeigandi stjórnsýslugreinar eigi frjálsan ákvörð- unarrétt, þegar fækkað er starfsmönnum. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs var hins vegar gert að greiða hverjum þeirra um 20 þúsund krónur um- fram það, sem þeim hafði verið greitt, er þeir fengu uppsagnarbréfið. En það voru um 40 þúsund krónur fyrir hvem. Málflutningsmaður var Ragnar Ólafsson, hæstaréttar- lögmaður. Eftir er að taka ákvörðun um áfrýjun máls- ins til hæstaréttar. Þórður Hjaltason, starfsmaður B.S.R.B. (Ljósm.: Oddur Ólafsson). Þar sem hér er um mikið réttindamál að ræða fyrir ríkisstarfsmenn almennt, mun B.S.R.B. greiða allan kostnað af málinu. Læknamálið. Á árinu 1962 sögðu sjúkrahússlæknar upp stöðum sínum hjá ríkisspítölunum. Uppsagnarfrestur rann út 1. nóvember 1962, og lögðu þá sjúkrahúslæknar niður vinnu, nema yfirlæknar spítalanna. Uppsagnir þessar stöfuðu af því, að ríkisstjórnin hafði synjað læknunum um launabætur, sem þeir fóru fram á. Hinn 10. nóvember 1962 var formaður bandalagsins kallaður á fund heilbrigðismálaráðherra, og þangað höfðu einnig verið kvaddir formaður Læknafélags ís- lands og formaður Læknafélags Reykjavíkur. Við- staddir voru ráðuneytisstjóri og yfirlæknar sjúkra- húsanna. A þessum fundi skýrði heilbrigðismálaráðherra frá því, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að beita sér fyrir lausn læknadeilunnar svokölluðu á þeim grund- velli, að læknum þeim, sem hlut ættu að máli, reikn- ist þau kjör, sem um kynni að semjast milli ríkis- stjórnarinnar og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eða ákveðin yrðu með dómi Kjaradóms í stað þess að aðrir starfsmenn yrðu væntanlegra breytinga aðnjót- andi 1. júlí 1963. Skilyrði fyrir þessari lausn á lækna- deilunni var, að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja lýsti því yfir, að það væri samþykkt þessari málsmeð- ferð og myndi ekki byggja kröfur vegna annarra starfs- hópa á henni. Bandalagsstjórnin hélt formannafund um þetta mál. Lagði stjómin til við félögin, að ákveðið yrði, að mæla ÁSGARÐUR 13

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.