Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.09.2021, Qupperneq 12
helgivifill@frettabladid.is Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fram­ kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, prófar allt­ af eitthvað nýtt á hverju ári. Þannig lendir hún í óvæntum ævintýrum. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég byrjaði fyrir nokkrum árum að stunda vatnabretti (e. stand up paddle) og finnst það mjög skemmtilegt. Það er eitthvað við það að standa úti á sjó – þar næ ég að hreinsa hugann algjörlega. Við fjölskyldan ferðumst mikið saman og höfum farið til Tókýó, Amazon­ frumskógarins, Tíbet og Jórdaníu svo eitthvað sé nefnt. En aðaláhuga­ málið er að prófa alltaf einn nýjan hlut á ári – þannig hef ég lent í alls konar óvæntum ævintýrum. Þannig kynntist ég til dæmis spuna (e. imp­ rov for business) sem hefur nýst mér með fjölbreyttum hætti. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Þær eru margar en þær bækur sem grípa mig oftast eru dramatískar þroskasögur þar sem höfundar deila opinskátt reynslu sinni fyrir okkur hin til að læra af. Mér finnst fólk sem gerir það alltaf jafnt hugrakkt. Þar standa upp úr Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson og Á manna­ máli eftir Þórdísi Elvu Þorvalds­ dóttur. Síðan getur nú breytt hvers­ deginum og þungum vinnudegi að f letta í gegnum myndasögur. Dæs eftir Lóu Lóaboratoríum kemur mér oft í gott skap síðan eru New Yorker myndasögurnar oft hnyttnar. Hver er helstu verkefnin fram undan? Ég kom til Origo fyrir nokkrum mánuðum og hef verið að kynnast félaginu og vinna að stefnumótun með Jóni Björnssyni forstjóra og því góða fólki sem er hér. Tækni­ og hugbúnaðargeirinn breytist hratt og framtíðarsýn Origo þarf að taka mið af því. Það kom mér skemmti­ lega á óvart hversu fjölbreytt vöru­ framboð og mikil nýsköpun er hjá Origo, þessi mikla áhersla á að þróa vörur sem bæta samfélagið. Við erum með augun á lausnum sem gera samfélagið betra fyrir þá sem nota vörurnar okkar og núna erum við til dæmis að vinna í lausnum sem urðu til innanhúss hjá okkur og hjálpa fyrirtækjum að komast í gegnum jafnlaunavottun ásamt spennandi lausn sem hjálpar heil­ brigðisgeiranum að þjónusta sjúkl­ inga sem þurfa heimahjúkrun. Síðan erum við með sterk vöru­ merki í búnaði og við vinnum líka að því að gefa tölvum og búnaði framhaldslíf með því að gefa þær áfram í fínu standi. Við erum síðan að móta áfram viðskiptaþróunar­ og markaðssvið okkar. Við viljum skerpa enn frekar á nálgun okkar í sölu­ og markaðs­ málum. Við erum að styðja fyrir­ tæki og einstaklinga til að nýta öll þau tækifæri sem felast í stafrænni þróun og aukinni tæknivæðingu. Ég tel mig ótrúlega heppna að fá að taka þátt í því og að fá að miðla því út á við sem við erum að gera. Fram undan hjá mér eru líka spennandi verkefni með Íslandssjóðum en ég tók við stjórnarformennsku þar nýlega. Mikill og góður gangur er hjá félaginu sem hefur vaxið ört síðustu árin og áhersla á samfélags­ ábyrgð og ábyrgar fjárfestingar er sífellt að aukast. Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga er beitt við stýringu allra sjóða og safna og vel hefur gengið að skapa góða ávöxtun fyrir viðskiptavini félagsins. n Sylvía prófar eitthvað nýtt á hverju ári n Svipmynd Sylvía Kristín Ólafsdóttir Nám: M.S. í Operational Research frá London School of Economics og B.S. iðnaðarverk- fræði frá HÍ. Störf: Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar-og markaðs- sviðs Origo. Þar á undan leiðakerfistjóri hjá Icelandair, forstöðumaður rekstrar á jarðvarma- og vindorku hjá Landsvirkjun og vörustjóri í viðskiptagreind hjá Kindle Amazon. Aukastörf: Stjórnarformaður Íslandssjóða. Var í stjórn Öl- gerðarinnar og Símans. Fjölskylduhagir: Gift Kjartani Bjarna Björgvinssyni dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og saman eigum við tvo fótbolta- og skákstráka þá Matthías og Kormák. Sylvía Kristín stundar meðal annars vatnabretti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þorsteinn Friðrik Halldórsson n Skoðun Á kjörtímabilinu sem er að renna sitt skeið ákváðu stjórnvöld, með mennta­ og menningarmálaráðherra í fararbroddi, að veita einka­ reknum fjölmiðlum svo­ nefndan rekstrarstuðning. Í byrjun september var tæplega 389 milljónum króna úthlutað og þar af fóru 244 milljónir til þriggja stærstu fjölmiðlafyrir­ tækjanna. Til lengri tíma litið er þetta stórskaðleg aðgerð sem grefur undan sjálfstæði fjöl­ miðla, og heldur aftur af þeirri framþróun sem þarf að eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla er margþættur og hann má að miklu leyti rekja til ríkisins. Eins og kunnugt er hefur Ríkisútvarpið víðtæk ruðn­ ingsáhrif á markaðinn, einkum hvað varðar auglýsingatekjur, og ríkisstofnanir soga til sín mannauð með því að bjóða hærri laun fyrir færri vinnu­ stundir. Tilfærsla auglýsinga yfir til samfélagsmiðla er annar stór þáttur. Í stað þess að ráðast að rót vandans, til dæmis með því að taka á umsvifum Ríkisútvarps­ ins eða ganga til viðræðna við samfélagsmiðla eins og gert var í Ástralíu, kaus ráðherra að setja plástur á sár sem stækkar og stækkar. Hann valdi auð­ veldu leiðina: að kasta pening­ um á vandann og vona að hann leysist, og komst þannig hjá því að styggja báknið. En íslenskir fjölmiðlar þurfa einnig að líta í eigin barm. Almennt hafa þeir verið of hikandi við að læsa efni á bak við greiðsluvegg og í mörgum tilfellum þar sem lesendur greiða fyrir efni er stafræn þróun skammt á veg komin í samanburði við fjölmiðla í nágrannalöndum. Hvers vegna er það svo? Ég hygg að ein ástæðan sé sú að of fáir fjölmiðlar á Íslandi eru reknir með alvöru arðsemis­ kröfu að leiðarljósi. Það skiptir máli að eigendur hafi rekstrar­ legan metnað en stefni ekki bara að því að reka fjölmiðil á núllinu. Hagnaður þarf að vera höfuðmarkmið frekar en bónus. Styrkjakerfið viðheldur þessu ástandi. Það veikir markaðslögmálin og kemur þannig í veg fyrir nauðsynlega uppstokkun og framþróun fjöl­ miðla. Á meðan halda Ríkis­ útvarpið og samfélagsmiðlar uppteknum hætti. Óbreytt ástand Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Andri Guðmundsson segist hafa fengið mikla útrás fyrir sköpunargleðina í fjármála­ geiranum, ekki síst við útgáfu grænna skuldabréfa. Hann færði sig nýverið yfir til hátæknigróðurhússins Vaxa. thorsteinn@frettabladid.is „Ég hef verið allan minn starfsferil í fjármálageiranum sem er mjög skemmtilegur geiri. Í fyrsta lagi er þetta skalanlegur rekstur sem þýðir að ef þú ert með stórar hugmyndir þá ertu ekki bundinn við fýsískar takmarkanir eins og framleiðslu­ getu. Og síðan geturðu fengið mikla útrás fyrir sköpunargleðina. Þá á ég ekki við skapandi bókhald heldur að tengja saman fólk, fjármagn og hug­ myndir,“ segir Andri Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Fossum mörkuðum, sem réð sig nýlega til hátæknigróðurhússins Vaxa þar sem hann mun meðal annars sinna viðskiptaþróun. „Það að sjóða saman og selja fyrstu grænu útgáfuna fyrir Orku­ veituna, eða fyrsta græna fasteigna­ skuldabréfið fyrir Regin … ég fæ sama kikk út úr því og að standa á sviði í Hörpu og spila á hljóðfæri,“ bætir hann við. Andri, sem verður Fossum mörk­ uðum áfram innan handar sem ráð­ gjafi, hefur verið atkvæðamestur á íslenskum fjármálamarkaði þegar kemur að útgáfu grænna og sjálf­ bærra skuldabréfa. „Síðan finnst mér gaman að vera kominn með puttana í rekstur. Ég hef það á tilfinningunni að marga í fjármálageiranum dreymi um að djöflast í rekstri, dálítið eins og marga leikara langar að gerast popp­ stjörnur!“ Vaxa stundar svokallaðan lóð­ réttan landbúnað þar sem ræktað er í hillum. Þannig er hægt að rækta á mun fleiri fermetrum en gólfflötur­ inn segir til um. Stærsti munurinn á lóðréttri og hefðbundinni ræktun, hvort sem um er að ræða gróðurhús eða úti á akri, er að allt sem viðkemur rækt­ unarferlinu er undir stjórn. Vaxa nýtir til að mynda ekki sólarljós og rýminu er hita­ og rakastýrt sem þýðir að framboð og gæði afurða eru fyrirsjáanleg. „Það liggur beint við að fara úr grænum og sjálf bærum skulda­ bréfum yfir í rekstur sem snertir á umhverfismálum og fæðuöryggi. Þessi geiri hefur marga snertifleti við sjálf bærnimálin sem ég hef sökkt mér í í tengslum við skuldabréfa­ útgáfu undanfarin ár,“ segir Andri. „Neytendur eru að verða með­ vitaðri um bæði hvaðan vörurnar sem þeir kaupa koma og líka hvernig þær eru búnar til. Við bjóðum upp á ferskt hágæða salat sem er ræktað í heimabyggð – án allra eiturefna. Það er eitthvað sem hefur hitt beint í mark og við erum ótrúlega stolt og þakklát fyrir viðtökurnar,“ segir Andri og bætir við að innanhúss­ ræktun bjóði upp á minni notkun áburðar, enga notkun skordýra­ eiturs og minni flutning vörunnar sem bæði getur dregið úr sótspori og aukið gæði og hillulíf. Eftir áralanga reynslu af því að hafa umsjón með útgáfu sjálfbærra skuldabréfa er sýn hans á sjálfbærni­ mál þó jarðbundin. „Við erum ein og sér ekki að fara að koma í veg fyrir hungursneyð í heiminum en við getum lagt okkar af mörkum til aukins fæðuöryggis og sjálfbærrar matvælaframleiðslu til framtíðar. Við þurfum að framleiða miklu meiri mat og með allt öðrum sjálfbærari hætti en hingað til.“ Andri á 15 prósenta hlut í Vaxa en stærsti hluthafinn er félag á vegum Björgólfs Thors Björgólfs­ sonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, (oft kenndir við Novator) sem fer með 40 prósenta hlut. Eignarhaldið ber með sér að metnaður Vaxa sé ekki bundinn við Ísland. „Innanhússræktunin sem við stundum er tiltölulega stutt á veg komin og mun þróast ótrúlega mikið á komandi árum og ára­ tugum – bæði ræktunaraðferðir og tækjabúnaður – en á sama tíma eru neysluvenjur að taka stórstígum breytingum. Vaxa er nú þegar í fremstu röð í heiminum og við­ skiptaþróun okkar snýst um að nýta tækifæri á þessum markaði, bæði hér heima og í útlöndum.“ Lóðréttur landbúnaður sleit barns skónum í Asíu fyrir 30 árum en þróunin fór ekki á f lug fyrr en fyrir tíu árum þegar Bandaríkja­ menn urðu áhugasamir og vísisjóðir lögðu verulegt fjármagn í þróunina. Vaxa byrjaði að rækta í lok árs 2018 og fyrsta uppskeran var í byrjun árs 2019. n Úr grænum bréfum í grænt salat Andri hafði starfað hjá Fossum mörk- uðum í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 12 Fréttir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.