Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.09.2021, Qupperneq 16
Mér var tjáð að f lokkurinn minn hefði ekki komið vel út úr ein- hverju prófi í umhverfismálum sem ungt fólk í höfuðborginni stóð fyrir. Ég fékk fréttina þegar ég var uppi á afrétti að leita að þessum fáu rollum sem við sauð- fjárbændur í Skagafirði erum enn að hokra með. Nú, nú, hugsaði ég og klappaði hestinum og horfði yfir fjalllendið í kringum mig. Erum við Miðflokksmenn þá umhverfis- sóðar, fólk sem skilur ekki mikil- vægi náttúrunnar fyrir menn og málleysingja? Fólk sem er svo úr tengslum við umhverfi sitt að það skilur ekki aðkallandi baráttu gegn loftslagsvandanum? Virðist ekki breyta neinu þó við mörg hver í Miðflokknum höfum einmitt valið okkur starf til að vera sem mest úti í náttúrunni. En þeir vita þetta kannski betur fyrir sunnan. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja út í könnunina. Óljúgfróður maður benti mér á að f lokkar fengju lægri einkunn ef þeir væru ekki lang- orðir um loftslagsstefnu sína. Þar fór það, hugsaði ég. Við Miðflokks- menn erum of stuttorðir! Þá benti annar mér á að stefna f lokksins í málefnum f lóttamanna og hælis- leitenda hefði alveg farið með okkur. Nú, það kom mér spánskt fyrir sjónir, er þetta ekki sitthvor málaflokkurinn? En svo datt af mér andlitið þegar mér var tjáð að hörð andstaða okkar Miðflokksmanna gegn hálendisfrumvarpi umhverf- isráðherra hefði endanlega gengið frá einkunn okkar. Ef við viljum ekki að fjögurra milljarða stofnun í Reykjavík stýri því hálendi sem við höfum verið vakin og sofin yfir í gegnum árin þá föllum við á loftslagsprófinu! Svo var mér öllum lokið þegar einkunnaspjaldið sýndi að Miðflokkurinn fékk núll í landbúnaði og matvælum en Við- reisn hæstu einkunn! Ég ákvað að fara í stígvélin og fara út í fjós að moka skít. Það virt- ist viðeigandi. n Loftslagsmál séð af skagfirskum afrétti Högni Elfar Gylfason skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Norðvestur- kjördæmi Ríkissjóður var rekinn með 270 milljarða halla á síðasta ári og í ár er gert ráð fyrir ríf lega 320 millj- arða halla – samtals tæplega 600 milljarðar. Frá 2022-26 er búist við 5-600 milljarða uppsöfnuðum fjárlagahalla. Bólusetningar gegn Covid hafa hins vegar gengið vel og þótt bólusetningar virðist ekki verja gegn smitum í sama mæli og von- ast hafði verið til virðast þær verja vel gegn alvarlegum veikindum af völdum smita. Ferðaþjónustan hefur tekið við sér fyrr en reiknað var með og allt bendir til að hallinn verði minni en svartsýnustu spár gengu út á. Samt sem áður blasir við að bein áhrif á ríkissjóð af Covid-19 verði uppsafnaður hallarekstur upp á að minnsta kosti 700 milljarða. Miðað við verðbólguhorfur, geng- isþróun og nýhafið vaxtahækk- unarferli Seðlabankans má reikna með að raunverulegur kostnaður ríkisins af 700 milljarða skuldahala geti numið 30-40 milljörðum á ári. Yfir fimm ára tímabil eru þetta allt að 200 milljarðar. Til samanburðar renna 77 milljarðar til rekstrar Landspítalans í ár. Því blasir við að Covid-skuldahalinn kallar miklar búsifjar yfir íslenskt þjóðarbú að óbreyttu þrátt fyrir að fáar þjóðir virðist koma betur út úr faraldr- inum en einmitt við Íslendingar. Bankasala til bjargar Nýverið seldi ríkið 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í frumútboði. Fyrir- fram voru bölsýnisraddir háværar og ýmsir sem spáðu því að ólíklegt væri að viðunandi verð fengist fyrir hlutinn, erfitt yrði fyrir ríkið að fá kaupendur að borðinu og hætta væri á að sitja uppi með „óheppi- lega“ eigendur ef þá tækist að fá ein- hverja til að bjóða í bankann. Reyndin varð önnur. Gríðarleg umframeftirspurn varð í útboðinu og bárust tilboð í ellefufalda þá fjár- hæð sem í boði var. Eins og eðlilegt er í frumútboðum var verðlagning varkár og því hafa tugir þúsunda þátttakenda í útboðinu hagnast á kaupum sínum. Markaðurinn verðleggur nú Íslandsbanka tals- vert hærra en ráð var fyrir gert og miðað við markaðsverð nú má gera ráð fyrir að heildarverðmæti bank- ans sé um 250 milljarðar. Skráning bankans á markaði og sala á 35 pró- senta hlut í honum hefur því leyst úr læðingi mikil verðmæti fyrir ríkið, en þau 65 prósent sem ríkið á enn í bankanum eru ríflega 162 milljarða virði. Þá á ríkið 97,9 prósent hlutabréfa í Landsbankanum. Landsbankinn er verðmætari en Íslandsbanki og út frá verðlagningu Íslandsbanka í kauphöllinni lætur nærri að hlutur ríkisins í Landsbankanum sé um 345 milljarða virði. Ríkið á með öðrum orðum yfir 500 milljarða eign einungis í þessum tveimur bönkum sé markaðsvirði Lands- bankans sambærilegt við Íslands- banka og engin ástæða er til að ætla annað. Kraftur einkareksturs Þriðji stóri bankinn á Íslandi, Arion banki, er að fullu í einkaeigu og skráður í kauphöllina. Markaður- inn verðleggur hann talsvert hærra en Íslandsbanka. Á sama tíma og markaðsverðmæti Íslandsbanka er ríflega 30 prósent umfram virði eigin fjár bankans er markaðsverð- mæti Arion banka ríf lega 50 pró- sent umfram verðmæti eigin fjár. Þetta er athyglisvert meðal ann- ars í ljósi þess að bankinn hefur á liðnum árum orðið fyrir talsverðum skakkaföllum vegna útlánatapa – töpuð útlán hans á fyrirtækjasviði hafa verið umtalsvert meiri en hjá bæði Íslandsbanka og Landsbank- anum. Raunar urðu breytingar í yfirstjórn Arion banka í kjölfar þessara útlánatapa. Hugsanlegt er að hærra verðmat byggist að einhverju leyti á trausti markaðarins á nýjum stjórnendum Arion banka en einnig má gera því skóna að sú staðreynd að bankinn er að fullu í einkaeigu ráði þar ein- hverju. Að gamni má geta þess að væru Íslandsbanki og Landsbanki með sambærilegt verðmat og Arion banki væri hlutur ríkisins í þeim ekki röskir 500 milljarðar heldur tæpir 600 milljarðar. Norska leiðin Hvað sem öllu líður er ljóst að ríkið getur losað mikla fjármuni með því að selja hluti sína í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá fjármuni er hægt að nota til að greiða niður Covid-skuldahalann fremur en að grípa til skattahækkana og niður- skurðar til að mæta afborgunum og vaxtagreiðslum komandi ára. Af umræðu hér á landi undan- farna mánuði og misseri má ráða að ekki standi vilji til þess að ríkið selji með öllu frá sér stóru bank- ana. Almenningur og mjög margir stjórnmálamenn virðast vera þeirr- ar skoðunar að heppilegt sé að ríkið verði áfram í hópi bankaeigenda. Ýmsir telja skynsamlegt að fara svokallaða norska leið varðandi eignarhald á bönkum hér á landi. Hún felst í því að ríkið haldi eftir kjölfestuhlut í einum banka. Ákveði ríkið að halda eftir 30 pró- senta hlut í Landsbankanum getur sala á hlutafé hans skilað nálægt 236 milljörðum. Verðmæti hlutar ríkisins í Íslandsbanka er nú 162,5 milljarðar. Bankasala getur því skilað rétt um 400 milljörðum til viðbótar við þá ríflega 55 milljarða sem hlutafjárútboð Íslandsbanka hefur þegar skilað í ríkissjóð. Óþarft að velta vandanum á komandi kynslóðir Ótaldar eru hér aðrar eignir sem ríkið er með fé bundið í, þar á meðal Isavia, Rarik og Landsvirkjun. Þá eru ónefndar fasteignir. Í bókhaldi ríkisins er verðmat fasteigna afar varfærið. Ótalda milljarða má losa með sölu fasteigna og eðlilegt að setja spurningarmerki við það hvort ríkið sé sérlega vel fallið til að reka fasteignir – hvort ekki sé heppilegra að sérhæfð fasteignafélög í einka- geiranum annist slíkt og ríkið leigi þær fasteignir sem það notar en bindi ekki milljarða á milljarða ofan í steinsteypu. Ljóst er að ríkið á nægar eignir sem hægt er að selja til að þurrka út Covid-skuldahalann. Síðan er það stjórnmálanna að komast að niðurstöðu um það hvaða eignir er samstaða um að selja. Hér að ofan er vikið að því að andstaða er við að ríkið selji allan hlut sinn í bönk- unum. Norska leiðin er mögulegt svar við því. Einnig er vitað að seint verður full samstaða um sölu á hlut í Landsvirkjun. Skyldi vera til „norsk leið“ sem sameinast mætti um í orkugeiranum? Tvær leiðir í boði Sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningarnar síðar í þessum mán- uði tekur við stjórnartaumum á ögurstundu. Hennar stefna mun ráða miklu um framtíðarhag fyrir- tækja og heimila í landinu. Covid- skuldahalann þarf að borga og mjög dýrt er að dragnast með mörg hundruð milljarða skuldir þegar vextir innanlands fara hækkandi og sveif lukenndur gjaldmiðill þyngir byrðina af erlendum lánum. Valið stendur í raun milli tveggja leiða. Annað hvort verður farið í niðurskurð og skattahækkanir til að borga skuldir. Slíkt verður hag- kerfinu þungbært og dregur úr vexti þess og lífskjörum þjóðarinnar til frambúðar. Hin leiðin er að losa þá gífurlegu fjármuni sem ríkið er með bundna í eignum á borð við stóru bankana með því að selja þessar eignir. Slíkt skapar kærkomin fjár- festingatækifæri fyrir lífeyrissjóði þjóðarinnar, gefur almenningi kost á að eignast með beinum hætti hlut- deild í atvinnulífi þjóðarinnar, skýt- ur stoðum undir vöxt til framtíðar og stuðlar að bættum lífskjörum. n Veiru-skuldahalann þarf að borga með sölu ríkiseigna Ólafur Arnarson hagfræðingur Því blasir við að Covid-skuldahalinn kallar miklar búsifjar yfir íslenskt þjóðarbú að óbreyttu þrátt fyrir að fáar þjóðir virðist koma betur út úr faraldrinum en einmitt við Íslendingar. Af umræðu hér á landi undanfarna mánuði og misseri má ráða að ekki standi vilji til þess að ríkið selji með öllu frá sér stóru bankana. 16 Skoðun 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.