Fréttablaðið - 15.09.2021, Síða 26
Allir þekkja spurninguna
um hvað sé í matinn. Réttir
þurfa ekkert endilega að
vera flóknir til að vera góðir.
Hér eru góðar uppástungur
um hversdagsmat.
elin@frettabladid.is
Þegar kólnar í veðri fær fólk oft
löngun í eitthvað bragðmikið og
hlýtt. Hér er uppskrift að gulróta-
súpu með tvisti og heimabökuðu
brauði annars vegar og hins vegar
chili con carne sem er vinsæll
réttur hjá öllum.
Asísk krydd
Þessi gómsæta gulrótasúpa inni-
heldur skemmtileg asísk krydd.
Mjög góð og vítamínrík súpa sem
hentar vel þegar kólna fer í veðri.
Gulrótasúpa
Uppskriftin miðast við fjóra
6 stórar gulrætur
1 laukur
2 hvítlauksrif
3 dl kókosmjólk
3-5 dl kjúklinga- eða grænmetis-
soð
2 tsk. kóríanderfræ
1 tsk. heil, ristuð piparkorn
1 tsk. garam masala
½ tsk. cumin
1 tsk. engifer, rifin
Safi úr 1 límónu
Salt og pipar eftir smekk
Ferskt kóríander
Chilli-flögur
Hitið ofninn í 175°C. Skrælið
laukinn og skerið niður ásamt
gulrótum og hvítlauk. Grænmetið
á að baka í um það bil 20 mín-
útur eða þar til gulræturnar eru
orðnar mjúkar. Setjið piparkorn
og kóríanderfræ á þurra steikar-
pönnu á miðlungs hita. Ristið þar
til kryddilmur berst. Setjið í mortel
og maukið.
Látið suðuna koma upp í soðinu.
Má nota vatn og súputening. Setjið
grænmetið í pottinn og látið allt
sjóða saman, því næst er kókos-
mjólk sett saman við. Maukið
súpuna með töfrasprota, kryddið
hana og bragðbætið með salti og
pipar.
Setjið í súpuskálar og skreytið
með fersku kóríander og chilli-
flögum. Með súpunni er gott að
hafa nýbakað brauð en uppskrift
fylgir hér.
Auðvel að baka
Nýbakað heimagert brauð er alltaf
mjög gott. Hér er uppskrift að góðu
brauði sem einfalt er að gera. Upp-
skriftin ætti að duga í tvö brauð.
Það má skipta hveiti út fyrir heil-
hveiti ef fólk vill hafa það grófara.
Heimabakað brauð
100 g smjör
6,5 dl mjólk
1 pakki þurrger
1 kg. hveiti
2 tsk. salt
2 tsk. sykur
1 egg
1 egg til að pensla með
4 msk. sesamfræ
Byrjið á að bræða smjörið. Bætið
því næst mjólkinni við og hitið upp
í 37°C eða fingurvolgt. Setjið gerið
út í blönduna. Hveiti, salt og sykur
sett í hrærivélaskál og hnoðað smá-
vegis. Setjið eggið í skál og hrærið.
Síðan sett út í þurrblönduna ásamt
gerblöndunni. Hnoðið deigið vel og
látið síðan hefast undir plastfilmu í
að minnsta kosti eina klukkustund.
Skiptið deiginu í tvennt og setjið
í tvö aflöng vel smurð form. Penslið
með egginu og stráið sesamfræjum
yfir. Látið hvíla í 30 mínútur. Hitið
ofninn í 200°C og bakið brauðið í
40 mínútur. Afkælið á rist.
Frá Texas
Chili con carne þýðir í rauninni
Chilli með kjöti. Þetta er ekki ekta
mexíkóskur matur heldur á réttur-
inn rætur sínar að rekja til Banda-
ríkjanna, líklega Texas. Þetta er
bragðgóður matur sem hentar vel
ef fólk vill eitthvað sterkt og gott.
Uppskriftin er einföld og miðast
við fjóra.
Chili Con Carne
400 g nautahakk
2 msk. smjör eða olía til steikingar
1 laukur, fínt hakkaður
2 hvítlauksrif, smátt skorin
1 chilli-pipar, smátt skorinn
1 dós tómatar
1 dós chilli-baunir
1 rauð paprika, skorin í bita
1 græn paprika, skorin í bita
1½ tsk. chilli-duft
½ tsk. cumin
½ tsk. salt
Setjið olíu eða smjör í pott og
brúnið hakkið með lauk, hvítlauk
og chilli.
Hellið tómötunum yfir og leyfið
öllu að malla í 4 mínútur. Bætið
þá við chilli-baunum, papriku
og kryddum. Látið malla áfram í
nokkrar mínútur.
Bragðbætið með salti ef með
þarf og chilli ef rétturinn þarf að
vera sterkari. Berið fram með góðu
brauði. n
Bragðmiklir hversdagsréttir
Öðruvísi gulrótasúpa með asískum kryddum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sterkur og
góður chili con
carne. Eftirlæti
margra.
Kristinn Karl Dul-
aney hefur alltaf
verið hrifinn af
lækningamætti
náttúrunnar og
er að eigin sögn
alinn upp við
notkun fjalla-
grasa. Síðustu
tíu ár hefur Kristinn
haft tröllatrú á krafti
rauðrófa og segir
hylkin frá ICEHERBS
algera himnasendingu.
Kristinn segist alltaf hafa verið
fjörmikill og hress og stundað
mikið íþróttir. „Sem ungur maður
var ég í handbolta og fótbolta,
frjálsum, sundi og fleiru. Í dag geng
ég mikið og hjóla og er að vinna í
því að þvera Ísland. Ég veit nú ekki
hvað ég er ekki búinn að ganga
á Íslandi en meðal annars hef ég
krossað Ísland frá Reykjanesi yfir á
Langanes, og sömuleiðis frá Horni
austur í Lón. Einnig hef ég hjólað
mikið erlendis, meðal annars á
Kúbu, í Perú, Víetnam og víðar.
Þá hef ég hjólað Jakobsveginn og
Noreg endilangan. Í vor gekk ég
svo frá Dalvík innst inn í Eyjafjörð
sem er hluti af því að þvera Ísland.“
Fær kraft úr rauðrófum
„Síðustu tíu ár hef ég haft tröllatrú
á krafti rauðrófa. Rauðrófur eru
stútfullar af vítamínum og fjörefn-
um sem gefa kraft og auka úthald
og lífsgæði. Í fjölda ára hef ég keypt
ferskar rauðrófur og búið til minn
eigin safa sem ég tek inn í skot-
formi á hverjum einasta morgni
með engiferi og sítrónu. Rauðrófur
hafa vissulega fengist í safaformi í
búðum en það hefur aldrei heillað
mig. En þegar ég heyrði að íslenska
fyrirtækið ICHEHERBS væri að
framleiða 100% náttúrulegt rauð-
rófuduft var ég ekki lengi að koma
því inn í rútínuna mína.
Íþróttafólk víðs vegar um
heiminn hefur fundið hvað
kraftur rauðrófunnar er mikill. Nú
er ég jafngamall lýðveldinu, eða
77 ára, og rauðrófurnar gefa mér
orku og úthald til þess að stunda
göngur og hjól eins og mig lystir
og auka þannig lífsgæði mín. Það
sem er svo hentugt við dufthylkin
er að þau taka svo lítið pláss. Ef
ég er að ferðast, gangandi eða
hjólandi, þá er töluvert auðveldara
að kippa þeim með sér heldur en
mörgum lítrum af rauðrófusafa.
Duftið virkar líka alveg jafn vel og
safinn.“
Rauðrófuduft stuðlar að aukinni
snerpu og blóðflæði
Rauðrófur eru þekktar fyrir að
bæta súrefnisupptöku og auka
blóðflæði. Með auknu blóðflæði
eykst snerpa, orka og úthald og því
hafa rauðrófur slegið í gegn á meðal
íþróttafólks. Rauðrófur koma þér
hraðar og lengra náttúrulega og
eru því tilvaldar fyrir alla þá sem
vilja auka æfingaúthald sitt fyrir
reglulega íþróttaiðkun. Þær eru
einnig stútfullar af steinefnum,
trefjum og vítamínum og eru sönn
ofurfæða. Rauðrófur eru gríðarlega
andoxandi og hreinsa líkamann og
styrkja ónæmiskerfið til muna.
Ekki má gleyma því að aukið blóð-
flæði getur einnig virkað sem nátt-
úruleg kynörvun fyrir bæði karla
og konur. Rauðrófur eru sannkölluð
heilsubót.
Íslensk og kröftug bætiefni
ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki
sem leggur mikla áherslu á að
framleiða hrein og náttúruleg
bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla
á að vörur ICEHERBS nýtist
viðskiptavinum vel, að virknin
skili sér í réttum blöndum og að
eiginleikar efnanna viðhaldi sér að
fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að
vörurnar innihaldi engin óþarfa
fylliefni og eru vörurnar fram-
leiddar hér á landi. n
ICEHERBS fæst í öllum betri
matvöruverslunum, apótekum
og heilsuvöruverslunum. Einnig
hefur ICEHERBS opnað nýja vef-
verslun þar sem hægt er að panta
bætiefnin. www.iceherbs.is
Tröllatrú á kraftinum úr rauðrófum
Kristinn Karl
Dulaney hefur
nýtt sér kraft
rauðrófunnar í
tugi ára. Hann
segir rauð-
rófuduftið frá
ICEHERBS auka
orku og úthald
hjá sér.
Rauðrófur eru
alger ofurfæða,
stútfullar af
vítamínum,
auka blóðflæði
og úthald. Þá
virka þær einnig
sem náttúruleg
kynörvun fyrir
öll kyn.
4 kynningarblað A L LT 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR