Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 64
Matarsmekkurinn breytist
oft þegar kólnar í veðri.
Grillréttirnir eru sparaðir
en bragðmiklir réttir koma í
staðinn. Hér eru þrjár góðar
klassískar uppskriftir sem
henta vel á þessum árstíma.
elin@frettabladid.is
Nú ætti að vera hægt að fá nýtt
lambakjöt í búðum og þá er ekki
úr vegi að útbúa klassíska haust-
pottrétti. Hér eru hugmyndir að
tveimur slíkum og fiskigratíni að
auki sem var vinsælt hér á árum
áður.
Matarmiklir pottréttir eru
alltaf vinsælir og þeir geta jafnvel
verið enn betri daginn eftir, ef það
verður afgangur.
Klassískur haustréttur
fyrir 4
Lambapottréttur eða frikassé
eins og rétturinn var oft nefndur
í gamla daga er vinsæll matur í
sláturtíð. Lambakjöt af nýslátruðu
og nýupptekið grænmeti saman í
einum rétti er hinn besti herra-
mannsmatur. Hér er uppskrift að
slíkum klassískum rétti sem er
alveg ástæða til að rifja upp.
1 kg lambakjöt á beini
6 dl vatn
1½ tsk. salt
2 steinseljurætur
1 blaðlaukur
2 gulrætur
1 lítill blómkálshaus
6 dl soð af kjötinu
4 msk. hveiti, hrært í smá vatni
3 msk. dill
3 msk. rjómi
1 msk. sítrónusafi
Setjið kjötbitana í víðan pott og
hellið vatni yfir þannig að fljóti
yfir kjötið. Látið suðuna koma upp
og fjarlægið froðu ofasn af vatninu.
Saltið. Lækkið hitann og látið
malla í eina og hálfa klukkustund.
Skolið grænmetið og skerið
í bita. Setjið út í pottinn með
kjötinu og sjóðið allt áfram í að
minnsta kosti 10 mínútur eða
þangað til grænmetið mýkist.
Takið allt upp úr pottinum
og sigtið vökvann. Sjóðið upp
á honum aftur og bætið hveiti-
blöndunni saman við þar til
soðið þykknar. Látið malla í 5-10
mínútur. Bætið þá rjómanum út
í. Bragðbætt með salti og pipar
ásamt smávegis sítrónusafa.
Setjið kjötið og grænmetið út í
sósuna og hitið í smástund. Það má
setja soðnar kartöflur út í eða bera
Bragðmiklir pottréttir sem hita upp líkamann
Soðið lambakjöt
með grænmeti
er ljúffengur
réttur. FRÉTTA
BLAÐIÐ/GETTY
Franskur pottréttur með lambakjöti.
Gamaldags fiskigratín sem er í uppáhaldi hjá mörgum.
Matarmiklir pott-
réttir eru alltaf
vinsælir og þeir geta jafn-
vel verið enn betri dag-
inn eftir ef það verður
afgangur.
þær á borð til hliðar. Stráið dilli
yfir til skrauts.
Franskur lambapottréttur
Matarmikill og góður réttur sem
auðvelt er að gera. Þessi er ættaður
frá Frakklandi og uppskriftin mið-
ast við fjóra.
1 kg lambakjöt, skorið í bita
2 msk. smjör
10 skallotlaukar
2 hvítlauksrif, skorin smátt
2½ dl rauðvín
1 dós niðursoðnir tómatar, í bitum
1 dl tómatmauk (puré)
2 gulrætur, skornar í bita
1 tsk. timjan
1 lárviðarlauf
½ lítri vatn
150 g hvítar baunir í dós
1 tsk. sykur
Hitið smjör á pönnu og steikið
kjötið. Setjið það síðan yfir í góðan
pott. Steikið laukinn á sömu pönnu
og færið síðan í pottinn með
kjötinu. Bætið við víni, tómötum,
tómatmauki, gulrót og kryddi.
Hrærið aðeins saman. Þá fer vatnið
út í. Sjóðið upp og látið malla í um
það bil eina klukkustund.
Skolið baunirnar og setjið út í. Í
lokin er bragðbætt með salti, pipar
og sykri.
Rétturinn er borinn fram með
góðu brauði eða kartöflum, eftir
smekk. Sumum finnst gott að setja
pylsubita í réttinn en það er val
hvers og eins.
Gamaldags fiskigratín
Fiskigratín var algengt á borðum
hér fyrr á árum. Hvernig væri að
rifja upp þennan góða rétt sem
flestum þykir góður?
500 g soðin ýsa
3 msk. smjör
3 dl mjólk
3 msk. hveiti
3 egg
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
brauðrasp
Smjörið er brætt og hveitinu
hrært saman við. Bakað upp með
mjólkinni og gerður jafningur.
Látið malla við vægan hita í 5
mínútur á meðan jafningurinn
þykknar. Látið síðan kólna áður en
eggjarauðunum og kryddi er bætt
út í og hrært. Því næst er fiskurinn
settur í sósuna. Eggjahvítur eru
stífþeyttar og þeim síðan blandað
varlega saman við hræruna.
Allt sett í vel smurða eldfasta
skál og brauðraspi stráð yfir.
Bakað í ofni við 175°C í eina
klukkustund. Borið fram með
kartöflum. ■
6 kynningarblað A L LT 2. október 2021 LAUGARDAGUR