Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 9.475.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 11.975.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis ákvað 7. apríl að
leggja dagsektir á Vöku frá og með 1. maí þar til
„svæði Vöku á Leirvogstungumelum hefur verið
hreinsað af öllum úrgangi samanber bréf heil-
brigðiseftirlits 26. janúar sl. Fjárhæð dagsekta er
ákveðin 20.000 kr. á dag. Ef ekki verður brugðist
við innan hæfilegs tíma mun heilbrigðisnefnd
endurskoða fjárhæð dagsekta,“ segir í fundar-
gerð.
Þar segir einnig að Vaka hafi verið áminnt
formlega með bréfi 24. febrúar í samræmi við
bókun heilbrigðisnefndar á 59. fundi. Þá var til-
kynnt að áformað væri að beita frekari þving-
unarúrræðum og að til skoðunar væri að leggja á
dagsektir til að knýja á um að svæði fyrirtækisins
á Leirvogstungumelum verði hreinsað. Fyrir-
tækið fékk frest til að andmæla ákvörðuninni inn-
an þriggja vikna. Engin andmæli bárust.
Í fundargerð frá 59. fundi, 19. janúar, segir að í
eftirliti 12. nóvember sl. hafi komið í ljós að búið
var að hreinsa mikið til og voru svæði 2, 3, og 4
orðin „hér um bil hrein“. Þar segir einnig: „Á
svæði 1 voru enn þá munir sem á eftir að flytja á
brott og skipa út. Vaka sótti um framlengingu
frests til að klára tiltekt á Leirvogstungumelum
til 10. desember nk. Svæðið var aftur skoðað 12.
janúar. Munir voru eftir á svæði 1. Þar var um að
ræða [svo] gámar fullir af efni sem á eftir að skipa
út, heilir gámar, stór ökutæki og aðskiljanlegri
munir af ýmsu tagi. Engin vinnsla á að eiga sér
stað og ekki hefur verið ekið með nýtt efni á
svæðið.“ Framkvæmdastjóra var falið að hefja
þvingunaraðgerðir gegn Vöku.
Sektað að óathuguðu máli
„Þetta er mjög íþyngjandi aðgerð af hálfu heil-
brigðisnefndarinnar, en ég hef trú á að okkur tak-
ist að klára þetta fyrir 1. maí,“ sagði Reynir Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Vöku. Hann sagði
að samkvæmt stjórnsýslulögum eigi ekki að beita
meiri hörku en tilefni er til.
„Þeir komu í vettvangsferð í nóvember og aftur
í janúar. Við skrifuðum þeim eftir það og sögðum
að það væri búið að taka enn meira til, en það hef-
ur ekki verið nein vettvangsferð síðan í janúar.
Nefndin ákvað að beita fyrirtækið dagsektum að
óathuguðu máli,“ sagði Reynir. Farið verður fram
á nýja úttekt í næstu viku. Hann gerir einnig at-
hugasemd við að Vaka hafi ekki andmælt bréfinu
frá 24. febrúar.
„Ég bað um fund með formanni heilbrigðis-
nefndarinnar til að fara yfir málin. Hún neitaði
því og sagði að ég ætti að tala við framkvæmda-
stjórann. En þetta er ákvörðun nefndarinnar og
formannsins. Ég hef átt gott samstarf við fram-
kvæmdastjórann. Þetta mál er komið á skrítinn
stað þegar ákveðið er að beita sektum án þess að
vita hvað er á staðnum,“ sagði Reynir.
Hann sagði að enginn úrgangur væri á svæð-
inu. Þar séu meira og minna hreinir málmar og
efni, ýmist til eigin nota eða útflutnings. Búið er
að fjarlægja allt sem getur valdið efnamengun.
„Það eru fleiri hundruð tonna farin. Við höfum
líka hreinsað upp ýmislegt sem aðrir hafa skilið
eftir á lóðinni. Ég hef staðið í miklum hreins-
unarstörfum, bæði á Leirvogstungumelum og við
Héðinsgötu. Það á eftir að fínisera svæðið, mála
gáma og brytja niður gáma sem ekki eru í lagi.
Það er bara ekki hægt að gera allt í einu.“
Dagsektir á Vöku frá 1. maí
- Framkvæmdastjóri Vöku segir að búið sé að hreinsa mikið á Leirvogstungu-
melum - Segir að heilbrigðisnefnd hafi ekki skoðað svæðið síðan í janúar
„Það er miður að við skulum ekki ná
að lenda þessu máli. Það hefur afleið-
ingar fyrir svæðið. Ég held að ekki sé
ágreiningur um að þetta er mjög mik-
ilvæg framkvæmd, sérstaklega út frá
öryggi en einnig samkeppnishæfni og
atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra um stöðu undir-
búnings við Suðurnesjalínu 2.
Landsnet hefur lengi undirbúið að
leggja aðra línu til Suðurnesja. Nú
hafa þrjú sveitarfélög á línuleiðinni
samþykkt að gefa út framkvæmda-
leyfi en það fjórða, Sveitarfélagið
Vogar, synjaði umsókn Landsnets.
Þórdís Kolbrún lagði fram minnis-
blað um stöðu málsins á fundi ríkis-
stjórnar í gærmorgun. Hún tekur
fram að það hafi verið gert til að upp-
lýsa ríkisstjórnina, hún hafi ekki lagt
til neinar sértækar ráðstafanir. Spurð
hvað sé til ráða segir Þórdís Kolbrún
að unnið sé að lagabreytingum um
einföldun regluverksins sem vonandi
leiði til þess að mál af þessu tagi komi
síður upp.
Hún segir að valkostirnir séu að
falla frá framkvæmdinni, sem hún tel-
ur ekki góða niðurstöðu, eða að nýta
kæruheimildir til úrskurðarnefndar
eða dómstóla. Hún tekur fram að
ákvörðunin sé á valdi Landsnets, hún
hafi ekki afskipti af henni. „Eins og
staðan er núna sér maður ekki alveg
hvernig hægt er að lenda þessu máli á
góðan hátt án þess að hefja málið upp
á nýtt, sem tekur langan tíma,“ segir
ráðherra. helgi@mbl.is
Hefur afleiðingar fyrir
öryggi á Suðurnesjum
- Ráðherra kynnir stöðu Suðurnesjalínu 2 í ríkisstjórn
Tölvuteikning/Landsnet
Suðurnesjalína Línan á að liggja
meðfram eldri háspennulínu.
Framkvæmdastjóri Samtaka fyr-
irtækja í velferðarþjónustu, Eybjörg
Helga Hauksdóttir, segist vona að
stjórnvöld taki loks á þeirri alvar-
legu stöðu sem upp sé komin á
hjúkrunarheimilum um land allt.
Brýn þörf sé fyrir fjárveitingu, ell-
egar stefni 87% hjúkrunarheimila í
gjaldþrot.
Skýrsla starfshóps um rekstur
hjúkrunarheimila, sem stjórnvöld
hafa sagt að sé forsenda aukinnar
fjárveitingar til málaflokksins, birt-
ist í gær. Samkvæmt niðurstöðum
skýrsluhöfunda kostar rekstur
hjúkrunarheimila 31,1 milljarð á ári.
„Auðvitað er maður orðinn frekar
óþreyjufullur, svo vægt sé til orða
tekið, að það verði eitthvað gert í
þessum málum, þetta gengur ekki
svona.“
87% í SFV
stefna í
gjaldþrot
- Rekstur heimilanna
kostar 31 milljarð króna
Þær Ásthildur Ómarsdóttir og
María Finnbogadóttir heimsóttu
Fagradal í Mýrdal í gær þar sem
þær fengu að berja nýborin lömb
augum.
Sauðburður er að hefjast í Mýr-
dal og bændur nota ýmis ráð til að
létta sér störfin í sauðburði, eins og
þennan aflagða barnavagn sem er
notaður til að keyra lömb milli húsa
og ærnar elta. Kindin Gyða sést að
ofan fylgjast með lömbum sínum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sauðburður
að hefjast