Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 4
Ljósmynd/Sæmundur Óskarsson
Skræklóa Fuglinn sem sást í byrjun apríl við Hamragarða undir Vestur-Eyjafjöllum er fimmta skræklóan sem sést
á Íslandi svo staðfest sé og það kom ljósmyndaranum í opna skjöldu að um svo sjaldgæfan fugl var að ræða.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tveir sjaldgæfir fuglar hafa í mán-
uðinum glatt þá sem mest og best
fylgjast með fljúgandi flækingum.
Fyrir nokkru sást mjallhegri
nokkrum sinnum við Markarfljót
og ekki langt frá sást skræklóa við
Hamragarða undir V-Eyjafjöllum.
Þetta var fimmta skræklóan sem
sést hér á landi svo staðfest sé. Hún
sást fyrst árið 1939, en hefur síðan
sést 1970, 1980, 2014 og núna 2021.
Fyrri fundarstaðir eru á Rauða-
sandi, Vestmannaeyjum, Selvogi og
Garðskaga. Yann Kolbeinsson
fuglafræðingur segir að fuglinn
hafi væntanlega komið hingað frá
Ameríku. Í Evrópu er skræklóa
skilgreind sem sjaldgæfur flæk-
ingur. Yann segir að svipur sé með
skræklóu og frænku hennar sandló-
unni.
Mjallhegrar hafa sést víða
Mjallhegrinn, sem sást nokkrum
sinnum fyrri hluta mánaðarins, er
9. eða 10. fuglinn, sem finnst hér-
lendis. Sá fyrsti fannst í maí 2000 í
Beruvík undir Snæfellsjökli. Slíkir
hegrar hafa einnig fundist á Reyk-
hólum, Þórshöfn, Kelduhverfi,
Djúpavogi, Lóni og í Leirársveit.
Mjallhegri finnst víða í heimin-
um, en um nokkrar undirtegundir
er að ræða. Yann telur að nýjasti
gesturinn hafi komið frá Evrópu
þar sem útbreiðsla hefur aukist síð-
ustu ár vestur eftir álfunni. Hann
segir að mjallhegri geti lifað hér
vor- og sumarlangt, en erfitt sé að
segja hvað verði um þennan fugl.
Ekki sé útilokað að hann reyni að
komast aftur yfir hafið. Gráhegrar
geri það vissulega og koma hingað
til vetursetu frá m.a. Noregi.
Þriðja sjaldgæfa fuglinn má
nefna, en það er kolönd. Hún kem-
ur sjaldan hingað til lands, en ein
slík hefur í um áratug dvalið með
æðarfuglum í grennd við Keflavík.
Sjaldgæfar heimsóknir
skræklóu og mjallhegra
Ljósmynd/Daníel Bergmann
Mjallhegri Þessi fugl sást austur í Lóni fyrir tæpum tveimur áratugum.
- Svipur með skræklóu og frænku hennar sandlóunni
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Sérfræðingar
í sölu fyrirtækja
• Ört vaxandi matvælafyrirtæki leitar að fjármagni til að styðja við vöxt,
áætluð velta í ár 1 milljarður.
• Myndarlegt matvinnslufyrirtæki á Vesturlandi, fyrirtækið er með sterka
stöðu á Vesturlandi. Meðal viðskiptavina eru veitingahús, stofnanir og
sveitafélög. Velta er rúmar 100 milljónir.
• Áhugaverð sérverslun á Laugaveginum með mikla sérstöðu og mikil
tækifæri þegar ferðamenn birtast á ný.
• Öflugt fyrirtæki í barnavörum, velta tæpar 200 milljónir, góður hagnaður.
• Netverslun með íþróttavörur, mikill vöxtur.
• Við vinnum að sölu á herrafataverslun, verslunin er með góð viðskipta-
sambönd. Góður hagnaður hefur verið af starfseminni um árabil.
• Við höfum til sölu kvennfataverslun í Kringlunni, velta um 100 milljónir.
• Sérhæft innflutningsfyrirtæki í góðum rekstri.
• Vinsæll veitingastaður í Hafnarfirði, velta um 200 milljónir.
• Matvarvagna fyrirtæki með um 200 milljóna veltu.
Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200
milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi,
veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum
auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mannanafnanefnd samþykkti ný-
lega eiginnafnið Bryn og skyldi það
fært á mannanafnaskrá yfir kyn-
hlutlaus nöfn. nafnið tekur íslenskri
beygingu í eignarfalli, Bryns, og
telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5.
greinar laga um mannanöfn.
Aðalsteinn Hákonarson málfræð-
ingur er formaður mannanafna-
nefndar. Hann sagði að Þjóðskrá Ís-
lands færði nöfn á mannanafnaskrá
en mannanafnanefnd ákvæði hvaða
nöfn fari á hana.
„Almennt er nöfnum einungis
bætt á listann vegna umsókna um
nöfn sem stendur til að skrá á tiltek-
inn nafnbera [nýfætt barn eða full-
orðinn einstakling sem ætlar að
breyta nafni sínu]. Það er ekki setið
við að finna upp á nöfnum eða taka á
móti almennum tillögum um nöfn,“
sagði Aðalsteinn í skriflegu svari.
Eftir að lög um kynrænt sjálfræði
voru sett fór mannanafnanefnd að fá
umsóknir um nöfn leidd af hvor-
ugkynsorðum svo sem Regn og
Frost. Nefndin hefur samþykkt
nokkur nöfn af þessu tagi.
„Á mannanafnaskránni eru öll
eiginnöfn flokkuð sem kvenkyns-
eða karlkynsnöfn. Þar sem fyrr-
greind nöfn eins og Regn og Frost
geta hvorki talist kvenkyns- né karl-
kynsnöfn þá mælti manna-
nafnanefnd svo fyrir í fyrsta úr-
skurði þar sem nafn af þessu tagi
var samþykkt að það yrði fært á lista
yfir kynhlutlaus nöfn [í greinargerð
með lögum um kynrænt sjálfræði er
líka raunar mælst til þess að slíkur
listi sé útbúinn]. Eftir því sem ég
best veit þá hefur þetta ekki verið
gert, en nöfnin í staðinn færð bæði á
lista yfir kvenkyns- og karlkyns-
nöfn,“ sagði Aðalsteinn.
Engin áhrif á nafnrétt fólks
Hann sagði að helsta breytingin
sem varð á mannanafnalögum þegar
lög um kynrænt sjálfræði voru sam-
þykkt hafi verið að málsgrein sem
kvað á um að drengjum skyldi gefa
drengjanöfn og stúlkum stúlknanöfn
féll niður. „Margir virðast líta svo á
að með því hafi verið ákveðið að öll
nöfn skyldu vera kynhlutlaus. Því
ætti ekki lengur að flokka nöfn eftir
kyni. Að mínu mati er þetta ekki
nauðsynleg afleiðing af nefndri laga-
breytingu. Nöfn geta áfram verið
kvenkynsnöfn eða karlkynsnöfn þótt
ekki þurfi lengur að fara saman kyn
nafnbera og kyn nafns. Í sumum til-
vikum er líka erfitt að meta nöfn
málfræðilega án þess að gera ráð
fyrir að það sé af ákveðnu kyni,
a.m.k. málfræðilega. Þá er manna-
nafnaskráin líka hugsuð sem hjálp-
artæki fyrir almenning og það má
vera ljóst að flestum er gagn að því
að nöfn séu flokkuð eftir kyni,“ skrif-
aði Aðalsteinn. Hann sagði að þótt
mannanafnanefnd hafi kosið að
halda áfram að flokka nöfn eftir kyni
þá hafi það ekki nein áhrif á nafnrétt
fólks. Þótt nefndin flokki tiltekið
nafn sem t.d. karlmannsnafn megi
hver sem er taka það upp.
Listi yfir kynhlutlaus nöfn væntanlegur
- Mannanafnanefnd ákveður hvaða nöfn eru skráð - Þjóðskrá Íslands útbýr skrána - Bryn, Frost
og Regn eru dæmi um kynhlutlaus nöfn - Bæði drengir og stúlkur geta t.d. heitið Eir, Júní eða Júlí
Morgunblaðið/Kristinn
Nýburar Nöfn eru orðin fjölbreytt.
Aflamark í ýsu verður aukið um átta
þúsund tonn á yfirstandandi fisk-
veiðiári, samkvæmt reglugerð sem
Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra hefur undirritað.
Hækkunin verður dregin frá því
aflamarki sem annars yrði úthlutað á
fiskveiðiárinu sem hefst 1. septem-
ber.
Tilefni þessarar ákvörðunar eru
erfiðleikar sem rekja má til mikillar
ýsugengdar á veiðisvæðum við Ís-
land en 21. apríl var búið að veiða
rúmlega 90% aflaheimilda í ýsu fyrir
yfirstandandi fiskveiðiár. Hafrann-
sóknastofnun og Fiskistofa taka
undir að nauðsynlegt sé að bregðast
við vandanum, segir í frétt frá ráðu-
neytinu.
Í áliti Hafrannsóknastofnunar
segir að stofnunin leggist ekki gegn
því að aflamark verði aukið á yfir-
standandi fiskveiðiári. „Stofnunin
bendir á að aukningin nú gæti valdið
því að svipaður vandi komi upp á
næsta fiskveiðiári og því mikilvægt
að öllum verði ljóst að aukningin nú
verði til frádráttar á komandi fisk-
veiðiári. Slík skilaboð samhliða út-
hlutun gætu stuðlað að því að ekki
verði farið í aukna beina sókn í ýsu-
stofninn sem aukið getur á mögu-
legan vanda á komandi fiskveiðiári,“
segir í álitinu. aij@mbl.is
Aflamark í ýsu auk-
ið um átta þús. tonn
- Heimildir dragast frá á næsta ári
Hjá Þjóðskrá Íslands fengust
þær upplýsingar að mjög fljót-
lega yrði birtur listi yfir kyn-
hlutlaus nöfn á vefnum skra.is
og mögulega einnig á island.is.
Þjóðskrá sendi Morgunblaðinu
eftirfarandi dæmi um kynhlut-
laus nöfn:
Logn, Bryn, Kaos, Frost og
Regn.
Eftirfarandi eru dæmi um nöfn
sem eru á mannanafnaskrá
sem drengja- og stúlknanöfn:
Abel, Aríel, Auður, Blær, Elía,
Eir, Júní, Júlí, Karma og
Maríon.
Listinn birtur
mjög fljótlega
KYNHLUTLAUS NÖFN