Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík
Sími 569-6000 - www.os.is
Ársfundur
Orkustofnunar 2021
sendur út á www.os.is
29. apríl 14:00 - 16:30
D A G S K R Á
13:45 Mæting
14:00 Ávarp ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
14:15 Ávarp orkumálastjóra
Dr. Guðni A. Jóhannesson
14:30 Orkustefna, Green Deal og áherslur hjá
Orkustofnun Danmerkur
Kristoffer Böttzauw, forstjóri Orkustofnunar Danmerkur
15:00 Áskoranir í uppbyggingu dreifikerfis raforku
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
15:15 Kaffihlé
15:20 Orkusjóður helstu áherslur
Ragnar K. Ásmundsson Ph.D. verkefnisstjóri,
Orkusjóður og orkuverkefni
15:35 Síðustu vígi jarðefnaeldsneytis á Íslandi
Sigurður I. Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
15:50 Orkan og skjölin
Þórunn Erla Sighvats, sérfræðingur, upplýsingamál,
Orkustofnun
16:00 Orkuskipti í samgöngum
Þorvaldur Bragason, verkefnisstjóri gagnamál, Orkustofnun
og Sigurður E. Hjaltason, sérfræðingur, gagnagrunnar,
Orkustofnun
16:15 Fundarlok
Fundarstjóri: Hanna Björk Konráðsdóttir,
lögfræðingur, Orkustofnun
Sérfræðingar í Bretlandi segja aðvegna mikilla bólusetninga ríki
ekki lengur farsóttarástand þar í
landi. Og ráðgjafar ríkisstjórn-
arinnar ræða um að sumarið geti
verið grímulaust og
að þegar líður á júní
verði öllum hömlum
innanlands aflétt.
Hér gengur hægar
að bólusetja en í
Bretlandi og skýrist
það af því að af óút-
skýrðum ástæðum
ákváðu íslensk
stjórnvöld að hengja
sig aftan í Evrópu-
sambandið við öflun
bóluefna.
- - -
Þrátt fyrir þettaþokast mál
áfram og í vikunni
barst sú ánægjulega frétt að Norð-
menn hefðu ákveðið að lána Íslend-
ingum bóluskammta sem þeir væru
ekki að nota, sem stendur að
minnsta kosti.
- - -
Þetta hraðar bólusetningarferlinuen þetta rifjar líka upp orða-
skipti á Alþingi fyrir rétt tæpum
mánuði þegar heilbrigðisráðherra
gaf skýrslu um hertar sóttvarna-
reglur og Sigríður Andersen kallaði
eftir því að Ísland óskaði eftir að fá
lánað bóluefni sem þá lá ónotað í
Evrópu.
- - -
Þetta þótti heilbrigðisráðherrafráleit hugmynd og vildi ekki
„seilast í bóluefni sem eru á bið hjá
nágrannaþjóðununum“.
- - -
Þetta er bara eitt dæmi um þver-girðingsháttinn í heilbrigð-
isráðuneytinu um þessar mundir
sem hefur meðal annars tafið bólu-
setningar hér á landi. Nú er talið í
lagi að fá lánað, en við hefðum lík-
lega getað flýtt bólusetningum veru-
lega ef viðhorfið hefði verið annað.
Sigríður
Andersen
Líklega hefði mátt
fá efni lánað fyrr
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Einvígi verður á milli tveggja úr
hópi sigursælustu knapa landsins
síðustu árin á lokamóti Meistara-
deildar Líflands í hestaíþróttum
sem fram fer í dag. Árni Björn
Pálsson er hæstur í heildar-
stigakeppninni fyrir lokamótið en
Jakob Svavar Sigurðsson er
skammt undan.
Keppt verður í tveimur síðustu
greinunum á lokamótinu, tölti og
flugskeiði. Meðal keppenda eru sig-
urvegarar greinanna á síðasta ári,
Viðar Ingólfsson á Maístjörnu frá
Árbæjarhjáleigu 2 í töltinu og Sig-
ursteinn Sumarliðason á Krókusi
frá Dalbæ í flugskeiðinu. Árni
Björn og Jakob Svavar taka þátt í
báðum greinum dagsins.
Til í slaginn
Árni Björn hefur sigrað fjórum
sinnum í Meistaradeildinni, oftar en
aðrir. Jakob Svavar hefur hins veg-
ar sigrað síðustu tvö ár.
Árni Björn segist vita vel af Jak-
obi Svavari frekar nálægt sér. „Ég
er til í slaginn, hlakka til að taka
þátt í lokamótinu,“ segir Árni. Seg-
ist hann vera með frábæra hesta og
nefnir Ljúf frá Torfunesi, ríkjandi
landsmótssigurvegara í tölti. Árni
Björn er með 44 stig í heildar-
stigakeppni knapa og Jakob Svavar
með 38 stig. Lengra er í Eyrúnu
Ýri Pálsdóttur sem er með 23 stig
og Olil Amble með 20 stig og eiga
þær aðeins fræðilegan möguleika á
að sigra í heildarstigakeppninni.
Top Reiter, lið Árna Björns, er
efst í stigakeppni liða fyrir lokamót-
ið. Hestvit/Árbakki er í öðru sæti.
Vegna samkomutakmarkana
verða ekki áhorfendur í höllinni.
„Það er svolítið súrt því miklu
skemmtilegra er að finna fyrir
áhorfendum, það myndast ákveðin
stemning, sem maður saknar,“ seg-
ir Árni Björn.
Mótið er í Ingólfshvoli í Ölfusi og
hefst klukkan 17 í dag.
Meistaradeild Jakob Svavar Sigurðsson á fljúgandi ferð í keppni.
Einvígi háð um sig-
ur í meistaradeild
- Úrslit ráðast á lokamóti í dag
Jakob Svavar
Sigurðsson
Árni Björn
Pálsson
„Það eru gríðarleg vonbrigði,“
segir Árni Björn Pálsson um þá
ákvörðun stjórnar Feif og skipu-
leggjenda í Danmörku að fella
niður Heimsleika íslenska
hestsins en mótið átti að halda í
byrjun ágúst. Það var fellt niður
vegna óvissu vegna kórónu-
veirufaraldursins um mótið
sjálft og ekki síður óvissu með
það hvort öll liðin geta mætt til
móts.
Árni Björn segir að menn
skipuleggi sig langt fram í tím-
ann með ákveðna hesta fyrir
Heimsleika. Segist hann hafa
unnið með hryssu í þrjú ár með
Heimsleika í huga. „Það er sorg-
legt að mótinu skuli hafa verið
aflýst. Ég þekki ekki allar hliðar
málsins en velti því fyrir mér
hvort ekki hafi verið hægt að
kanna möguleika á að fresta
mótinu fram í september,“ segir
hann.
Gríðarleg
vonbrigði
HM AFLÝST
Landsliðshópur Íslenska landsliðið
fer ekki til Danmerkur í sumar.
Atvinna