Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 18
OPIÐ HÚS Á MORGUN
MILLI KL. 14-15
Fallegur 59,8 fm sumar-
bústaður byggður 2011
sem skiptist í þrjú herb.,
svefnlofti, stofu, baðherb.
og eldhús. Heitur pottur,
vinnuskúr og gróðurhús.
Leigulóð en mögulegt að kaupa hana. Um 1. klst. frá Rvk.
Hitatúpa og nýlegir rafmagnsofnar. Verð 29,5 millj.
HB FASTEIGNIR
Hrafnhildur Bridde
Löggiltur fasteignasali
Sími 821 4400
Kringlan 7, 103 Reykjavík – Sími 821 4400 – hbfasteignir.is
Selsás 9 í landi Borga í Borgarnesi
Rétt fyrir ofan búðina Baulu (Nú Orkan)
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir að hár kostnaður
vegna komu ferðamanna til landsins
hamli því að ferðir til landsins kom-
ist hratt í gang. Kostnaðurinn verð-
ur einkum til í
heimalöndum
ferðamanna, en
einnig að hluta til
hér á landi.
Kristófer Oli-
versson, fram-
kvæmdastjóri
Center Hotels,
gagnrýndi kostn-
aðinn í samtali
við Morgunblaðið
fyrr í vikunni.
Hann kenndi þar háu verði á svo-
kölluðum PCR-prófum um að eng-
inn rífandi gangur yrði líklega í bók-
unum í sumar, eins og hann orðaði
það. Prófin, sem taka þarf þrisvar til
fjórum sinnum í ferð, muni draga úr
ferðavilja.
Álíka og flugfargjaldið
Eins og sést á meðfylgjandi töflu
er kostnaður Breta, sem voru 13%
þeirra ferðamanna sem sóttu Ísland
heim árið 2019, hæstur, eða rúmar
sjötíu og átta þúsund krónur á
mann. Ef fjögurra manna bresk fjöl-
skylda væri á ferð væri kostnaður-
inn vegna þessa vel yfir þrjú hundr-
uð þúsund krónur. Eins og
Jóhannes bendir á er kostnaðurinn
álíka mikill og af flugfargjaldinu
sjálfu.
Kostnaðurinn leggst á í tveimur
skrefum. Fyrir brottför felst hann í
forskráningu sem kostar 2.600 krón-
ur og PCR-prófi, sem nauðsynlegt
er að framvísa við komuna til lands-
ins til að sýna fram á að viðkomandi
sé ekki sýktur af Covid-19. Það
kostar 26.406 krónur. Á Íslandi fer
ferðamaðurinn í tvö próf og 5-6 daga
sóttkví, en þessi próf eru gjaldfrjáls.
Áður en landið er yfirgefið þarf að
taka próf sem kostar 14 þúsund og í
Bretlandi tekur við tíu daga sóttkví.
Í sóttkvínni þarf að taka tvö próf
sem kosta samtals 35.208. Samtals
gera þetta 78.214 miðað við gengið
þegar upplýsingarnar voru upp-
færðar síðast, 20. apríl sl.
Þess ber að geta að ólöglegt er
fyrir Breta að ferðast til Íslands
sem stendur. Bresk yfirvöld hafa
sagt að fyrsta mögulega dagsetning
fyrir ferðir til útlanda sé 17. maí nk.
en sú dagsetning hefur ekki verið
staðfest.
Jóhannes segir að af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda hafi landamæra-
skimun verið gjaldfrjáls síðan hún
var gerð að ófrjávíkjanlegri kröfu.
Kostnaðurinn verði að mestu til í
hverju landi fyrir sig. „Við vonumst
til að þessi kostnaður lækki hratt
þegar kemur inn á sumarið, þegar
bólusetningar verða orðnar almenn-
ar. Þá verði slakað beggja megin á
þessum skimunarkröfum og þar
með lækki kostnaðurinn.“
Bara bólusettir komi
Hann segir viðbúið eins og staðan
er núna og líklega út júnímánuð, að
stærstur hluti ferðamanna verði
bólusettir ferðamenn. „Þá lækkar
þessi kostnaður töluvert fyrir þá.
Þeir þurfa þá ekki að framvísa
PCR-prófi, en þurfa hins vegar
bólusetningarvottorð. Því gæti auð-
vitað fylgt einhver kostnaður, en
hann er minni en skimunarkostn-
aðurinn. Þá má kannski vonast til
þess hvað bólusetta varðar að það
verði ekki jafn strangar kröfur um
framvísun nýrra prófa við heim-
komu.“
Hann segir það von aðila í ferða-
þjónustunni að kostnaður fyrir þá
sem hafa smitast af veirunni eða eru
bólusettir verði minni. „En fyrir
hina er þetta gríðarleg hindrun,
hvað þá ef maður reiknar þetta yfir
á heila fjölskyldu. Svona aukakostn-
aður spilar inn í ákvarðanatöku hjá
mörgum.“
Jóhannes bendir á að Ísland sé
ekki eyland að þessu leyti. Svipaðar
ráðstafanir séu í gangi um alla Evr-
ópu.
Afla sér upplýsinga
Spurður að því hversu vel ferða-
menn séu upplýstir um kostnaðinn
segir Jóhannes að ferðamenn séu al-
mennt duglegir að afla sér upplýs-
inga áður en lagt er upp í ferðalag.
Hann segir að fólk nýti sér þær
bjargir sem eru til staðar eins og
upplýsingavefinn ReOpen Europe,
en þar megi finna reglur sem gilda í
hverju landi, sem og upplýsingar
um kostnað.
Hann segir að Icelandair og
ferðaskrifstofur hér á landi séu
gjarnan í góðu samstarfi við stórar
erlendar ferðaskrifstofur. „Þau hafa
reynt að miðla þessum upplýsingum
eins hratt og vel og kostur er og á
eins einfaldan hátt og hægt er einn-
ig, bæði til almennings en einnig til
stærri aðila á markaðnum. Það hef-
ur gengið nokkuð vel. Það hefur að-
eins skort upp á að upplýsingar ber-
ist nógu hratt þegar breytingar
verða og við höfum óskað eftir því
að til væru spurningar og svör á
helstu tungumálum um leið og hlut-
irnir eru kynntir. En það hefur ver-
ið allur gangur á því, enda gerast
hlutirnir oft hratt.“
Hann segir íslenska ferðaþjón-
ustuaðila, eins og Ferðamálastofu,
Samtök ferðaþjónustunnar, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið og
Isavia, hafa unnið vel saman að upp-
lýsingamiðluninni. „Almennt séð
held ég að fólk sé nokkuð vel upp-
lýst um þetta þegar það fer að leita
sér að bókunum.“
Hár kostnaður PCR fælir frá
- Bresk fjögurra manna fjölskylda þyrfti að greiða 300 þúsund krónur fyrir próf - Dýrt fyrir Kan-
adamenn og Bandaríkjamenn einnig - Allur aukakostnaður spilar inn í ákvarðanatöku ferðamanna
PCR-próf
» Til að greina SARS-CoV-2-
kórónuveiru
» Gert á sýkla- og veirufræði-
deild Landspítala
» Einnig notað við sýnatöku
ferðamanna
» Prófið leitar að erfðaefni
veirunnar (kjarnsýru, RNA)
Áætlaður kostnaður vegna sóttvarnaráðstafana við ferðalag til Íslands
Kostnaður ferðamanna með búsetu í viðkomandi löndum, upphæðir eru í íslenskum krónum
Bandaríkin Bretland Þýskaland Kína Frakkland Kanada Spánn Ítalía Danmörk Holland Svíþjóð Noregur
Forskráning 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600 2.600
Próf fyrir brottför
frá heimalandi 18.911 26.406 22.785 2.474 0 16.107 15.190 14.279 0 15.190 21.749 10.637
Tvö próf og 5-6 daga sóttkví á Íslandi
Próf fyrir brottför
frá Íslandi* 24.000 14.000 14.000 24.000 14.000 24.000 14.000 14.000 ** ** 14.000
Próf við komu
til heimalands 35.208 16.107 0
Sóttkví eftir komu Já 10 dagar 10 dagar 14 dagar 14 dagar 10 dagar 14 dagar 10 dagar 10 dagar 10 dagar 10 dagar
Samtals kostnaður 45.511 78.214 39.385 29.074 16.600 58.814 17.790 30.879 16.600 17.790 24.349 27.237
Hlutdeild í
ferðamannafjölda 23% 13% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 2% 2% 2% 2%
*Ferðamenn með evrópskt sjúkratryggingaskírteini og skilríki með mynd fá að mestu fellt niður 10.500 kr. komugjald á heilsugæslu hér. Því er gert ráð fyrir 14 þús. kr. kostnaði
hjá Evrópubúum fyrir sýnatöku og vottorð en 24 þús. kr. fyrir aðra. ** Í Hollandi eru heimamenn ekki er krafðir um PCR-próf við komu frá Íslandi meðan Ísland er skilgreint sem
lág-áhættusvæði. Sænskir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa PCR-prófi við heimkomu ef flogið er beint til Svíþjóðar frá Íslandi. Heimild: Ferðamálastofa.Tekið saman 20.4. 2021.
Jóhannes Þór
Skúlason
24. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.43
Sterlingspund 174.61
Kanadadalur 99.47
Dönsk króna 20.252
Norsk króna 14.994
Sænsk króna 14.836
Svissn. franki 136.59
Japanskt jen 1.1604
SDR 179.76
Evra 150.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.8485
Hrávöruverð
Gull 1785.65 ($/únsa)
Ál 2373.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.22 ($/fatið) Brent
« Ný verðtryggð
húsnæðislán við-
skiptabankanna
voru langtum
minni í marsmán-
uði en umfram- og
uppgreiðslur á
sams konar lánum.
Þetta sýna nýbirtar
tölur Seðlabank-
ans. Þar kemur fram að umfram- og
uppgreiðslurnar hafi numið 4,9 millj-
örðum umfram ný lán. Hefur svipaðrar
þróunar gætt allt frá því í apríl í fyrra en
frá þeim tíma hafa umfram- og upp-
greiðslur numið hærri fjárhæð en ný
verðtryggð útlán í hverjum mánuði.
Samtals nema upp- og umframgreiðsl-
urnar 70 milljörðum hærri fjárhæð en
ný útlán á tímabilinu frá því í apríl
2020.
Á sama tíma og verðtryggð útlán
heimilanna hjá viðskiptabönkunum
dragast hratt saman aukast óverð-
tryggð útlán nokkuð stöðugt. Þannig
námu óverðtryggð húsnæðislán 26,6
milljörðum í marsmánuði og jukust þau
um 3,3 milljarða frá fyrri mánuði. Frá
áramótum eru ný óverðtryggð húsnæð-
islán jákvæð um ríflega 80 milljarða
króna.
Frá aprílmánuði í fyrra eru þau já-
kvæð sem nemur 358,4 milljörðum
króna og er sveiflan milli óverðtryggðra
og verðtryggðra lána því ríflega 428
milljarðar á tímabilinu.
Enn gefa verðtryggðu lánin eftir innan bankanna
STUTT
« 105 einstaklingar gengust undir hæf-
ismat fjármálaeftirlits Seðlabankans í
fyrra en því er ætlað að meta hæfi
stjórnarmanna og framkvæmdastjóra
hjá eftirlitsskyldum aðilum.
Enginn féll á prófinu í fyrra. Var það
nokkur breyting frá fyrri árum. Árið
2019 voru fjórir einstaklingar sem ann-
aðhvort stóðust ekki hæfismat vegna
ófullnægjandi þekkingar eða mættu
ekki í boðað viðtal. Árið 2018 voru þeir
sex talsins. Í nýju riti Seðlabankans,
Fjármálaeftirlit 2021, segir að ekki hafi
tekist að taka viðtöl við nokkurn fjölda
stjórnarmanna í fyrra vegna kórónu-
veirunnar og að því verði lokið í ár.
Enginn féll í hæfismati
hjá fjármálaeftirlitinu