Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafa
heppnast vel samkvæmt nýrri rannsókn í Bret-
landi. Líkurnar á að smitast minnkuðu verulega
við fyrri skammt bóluefnanna AstraZeneca og
Pfizer. Gögnuðust þau 75 ára og eldri og fólki
með undirliggjandi heilsufarsvanda jafnvel og
öðru fólki.
Rannsóknir bresku hagstofunnar ONS og
Oxfordháskóla leiddu líka í ljós að veruleg mót-
efnissvörun átti sér stað í öllum aldurshópum
við hvoru bóluefninu sem var. Rannsóknirnar
fóru fram hvor í sínu lagi. Byggjast þær á veiru-
prófunum á 370.000 Bretum. Niðurstaðan þykir
sanna að bóluefnin sem brúkuð hafa verið til að
verja landsmenn fyrir sýkingu af völdum kór-
ónuveirunnar geri það.
Í fyrri rannsókninni voru 65% minni líkur á
að fólk sem fengið hafði eina sprautu af ann-
aðhvort Oxford-AstraZeneca eða Pfizer-BioN-
Tech sýktist af veirunni. Þremur vikum eftir
bólusetningu á tímabilinu desember 2020 og
þar til í byrjun apríl fækkaði sýkingum með
sjúkdómseinkennum um 74% og sýkingum án
einkenna um 57%. Þá voru þeir sem höfðu feng-
ið seinni skammt Pfizer-bóluefnisins 90% ólík-
legri til að sýkjast. Sama útreikning var ekki
hægt að beita AstraZeneca þar sem þátttak-
endur voru of fáir.
Einn af yfirmönnum rannsóknanna, Koen
Pouwels, segir að gögnin staðfesti að rétt hafi
verið að auka bilið milli fyrri sprautu og þeirrar
seinni til að hámarka dreifingu sprautaðra og
draga úr spítalavist og dauðsföllum. Pouwels
sagði gögnin sýna að enn væri fyrir hendi sú
hætta að bólusettir sýktust aftur og dreifðu
sýkingunni til annarra og því væri áfram brýnt
að bera andlitsgrímu og halda tiltekinni fjar-
lægð milli manna.
Í seinni rannsókninni tóku þátt um 46.000
manns sem sprautaðir höfðu verið einu sinni.
Sýndu þeir sterka mótefnissvörun í öllum ald-
urshópum sem þykir benda til að bóluefnin hafi
örvað varnarkerfi líkamans gegn kórónuveir-
unni. Svörunin stóð í stórum dráttum sagt allt
að 10 vikur, að sögn vísindamannanna.
Mótefnisstyrking 80 ára og eldri
Betri svörun átti sér stað hjá lægri aldurs-
hópum fullorðinna en 60 ára og eldri með hvoru
bóluefninu sem var. En eftir tvo skammta
mældist mótefni Pfizer meira í öllum aldurs-
hópum, segja skýrsluhöfundar.
Ein uppgötvun sem hefur komið vísinda-
mönnunum í opna skjöldu er hversu mótefna-
svörunin jókst mikið hjá 80 ára og eldri eftir
seinni sprautuna, sem var miklu meiri en í yngri
aldurshópunum. Niðurstaðan beinir athyglinni
að nauðsyn þess að fólk fái seinni skammt bólu-
efnisins líka til aukinnar verndar. Áfram þykir
þó óljóst hvað aukning mótefnisprótína eftir
bólusetningu táknar í raun og veru. Aðalstjórn-
andi rannsóknanna, prófessor Sarah Walker í
Oxford, segir enn óvitað hversu mikil mótefn-
issvörunin þarf að vera og hve lengi til að verja
fólk fyrir kórónuveirunni til langframa. Upplýs-
ingar sem draga megi út úr rannsóknunum út
næsta ár gæti hjálpað til við að svara því.
Bólusetning gagnleg öllum
Bólusettur Hátt til fjalla í Nepal sprautar
læknir mann með Covishield-bóluefni á heilsu-
gæslustöð skammt frá bænum Lukla.
- Veruleg mótefnissvörun átti sér stað í öllum aldurshópum við bæði AstraZeneca og Pfizer
Brotið var blað í sögu geimferða með geimskoti SpaceX
Falcon 9-geimflaugarinnar í Flórída í gær. Var þetta í
fyrsta sinn sem flaug og geimhylki áhafnar eru end-
urnotuð. Með í för voru fjórir geimfarar frá þremur þjóð-
um sem stunda munu rannsóknir og gera á annað hundr-
að tilraunir fram á haust í alþjóðlegu geimstöðinni, en
geimfar þeirra mun tengjast henni í dag, laugardag. Á
sviði líf- og læknisfræði munu þeir rannsaka m.a. öldrun
ónæmiskerfisins, nýrnastarfsemi og vöðvarýrnun. Þá
munu þeir gera rannsóknir á sviði umhverfismála, en
einnig munu þeir koma fyrir nýjum sólrafhlöðum á stöð-
inni. agas@mbl.is
AFP
Út í geim á
endurnotuðu
geimfari
Rússneski andófsmaðurinn Alexei
Navalní hætti hungurverkfalli sínu
í rússnesku fangelsi í gær eftir 24
daga svelti. Fyrr í gær lögðu einka-
læknar hans hart að honum að
neyta matar ellegar væri lífi hans
og heilsu stefnt í voða.
Navalní hóf að afþakka fangels-
ismatinn 31. mars til að vekja at-
hygli á kröfu sinni um betri lækn-
isþjónustu innan fangelsismúranna.
Hann segir borgaralega lækna hafa
skoðað sig tvisvar og „miðað við
framgang sveltisins og aðstæður
hætti ég nú hungurverkfallinu“.
Það mun hann gera jafnt og þétt,
sagði Navalní á samfélagsvefnum
Instagram.
Læknar hans vöruðu við því um
síðustu helgi að andófsmaðurinn
gæti dáið á hverri mínútu. Seint í
fyrrakvöld vöruðu þeir hann aftur
við og sögðu „frekara hungur“ geta
skaðað heilsu hans verulega og leitt
til dauða.
Navalní er helsti gagnrýnandi
Vladímírs Pútíns forseta Rússlands
og var hann klófestur við heim-
komu til Rússlands í janúar eftir að
hafa farið til Berlínar til lækninga
við eitrun sem hann var beittur í
Síberíu í fyrra. Þar var taugaeitr-
inu novítsjok laumað í nærbuxur
hans. Féll hann í dá og barðist dög-
um saman fyrir lífi sínu. Rússnesk
yfirvöld hafa neitað að hafa komið
þarna nærri. agas@mbl.is
Navalní hættur hungurverkfalli
AFP
Mótmæli Stuðningsmenn Navalní innan Rússlands sem utan hafa efnt til
mótmæla honum til stuðnings. Er þessi mynd af slíkum í Berlín í fyrradag.