Morgunblaðið - 24.04.2021, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
ÚRVAL AF LJÓSUM
FRÁ BELID
Þ
rátt fyrir nokkra óvissu um
stöðu sóttvarnamála ákvað
stjórn SÍ að hefja keppni í
landsliðsflokki eins og
áætlað hafði verið sl. fimmtudag í sal
Siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi
án áhorfenda. Þar voru einungis tíu
keppendur og nokkrir starfsmenn
mótsins. Mótið er vel skipað en
töfluröð lítur svona út: 1. Vignir
Vatnar Stefánsson. 2. Alexander
Oliver Mai. 3. Helgi Áss Grétarsson.
4. Sigurbjörn Björnsson. 5. Hannes
Hlífar Stefánsson. 6. Hjörvar
Steinn Grétarsson. 7. Guðmundur
Kjartansson. 8. Björn Þorfinnsson.
9. Bragi Þorfinnsson. 10. Jóhann
Hjartarson.
Hart var barist í 1. umferð. Ekk-
ert jafntefli! Helgi Áss, Hjörvar
Steinn, Bragi, Björn og Jóhann
unnu sínar skákir.
Stigahæsti keppandinn, Hjörvar
Steinn Grétarsson, ætlar sér áreið-
anlega stóra hluti í þetta sinn og
vann sigur á Hannesi Hlífari í
spennandi skák fyrstu umferðar:
Hannes Hlífar Stefánsson –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3
Ba6 5. b3 d5 6. Bg2 Rbd7 7. cxd5
exd5 8. 0-0 Bd6 9. Rc3 0-0 10. Bb2
He8 11. a3 c6 12. He1 Re4 13. Hc1
Bb7 14. b4 a5 15. bxa5 Hxa5 16.
Rxe4 dxe4 17. Rd2 Rf6 18. Rc4 Hd5
19. Rxd6
Léttir um of á stöðu svarts. 19.
Db3 Bc7 20. a4 kom sterklega til
greina.
19. … Dxd6 20. Db3 h5 21. a4 h4!?
22. Ba3
Hjörvar hugðist sennilega svara
22. Dxb6 með 22. … e3 með flókinni
stöðu.
22. … Dd7 23. e3 Hh5 24. Dxb6
Rd5 25. Db2
25. Db1 kom til greina en svartur
á 25. … Ba6! – ekki 25. … f5 26. Bd6!
og hvítur á betri stöðu.
25. … He6 26. De2 Heh6 27. g4
Hg5 28. h3 f5 29. f4 exf3 30. Bxf3
fxg4 31. hxg4 Hhg6 32. Kh1 c5!
Snarplega leikið. Nú opnast fyrir
biskupinn. Báðir keppendur voru í
talsverðri tímapressu sem Hjörvar
höndlaði mjög vel.
33. e4 Hhxg4 34. Bxg4 Hxg4 35.
Hb1 Hg5 36. Dh2?
36. Df1 gaf meiri von. Nú á svart-
ur nokkrar leiðir til að knýja fram
vinning.
36. … Hg3 37. Hxb7
Vonast eftir 37. … Dxb7 38. Dxh4!
37. … Dg4! 38. Hg1 Dxe4+ 39.
Hg2 Re3 40. Hb8+ Kh7 41. He8
Db1+
- og hvítur gafst upp. Framhaldið
gæti orðið 42. Hg1 Db7+ 43. Hg2
Rxg2 o.s.frv.
Lausnir á afturvirkum dæmum
Í síðasta pistli voru birtar tvær
þrautir úr bókinni The chess mys-
teries of Sherlock Holmes:
Hvítur á leik.
Hver var síðasti leikur svarts –
og hver var leikur hvíts þar á und-
an?
Svartur lék 1. … Kxa8 og leikur
hvíts þar á undan var 1. Rb6-a8.
Svartur á leik. Er löglegt að
hrókera?
Gefið er að hvorki hvítur né svart-
ur hefur drepið annan taflmann í síð-
asta leik.
Síðasti leikur hvíts var ekki með
peðinu á f3 því það hefði verið með
uppskiptum, e2xf3. Ekki var hrók
leikið því að frá e1 væri svarti kóng-
urinn í skák. Hafi kóngi verið leikið
frá h2 eða h1 gæti svartur ekki hrók-
erað. Þá er sá möguleiki fyrir hendi
að hvítur hafi hrókerað síðast. En
hver var þá síðasti leikur svarts?
Kóngs- eða hróksleik má útiloka.
Ekki var það með biskupinum því að
þá ætti hvítur engan leik sem leyfði
stutta hrókun. Hafi svartur leikið c-
peðinu þýddi það að síðasti leikur
hvíts væri e2xf3 en þá hefði bisk-
upinn á d1 verið vakinn upp af peði
sem upphaflega stóð á d7, brotist í
gegn á d2 með skák og þá gæti hvít-
ur ekki hrókerað.
Svarið er því: Svartur getur ekki
hrókerað.
Spennandi
Íslandsmót hafið
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Voice press.
Næsti áskorandi? Jan Nepomniachtchi hefur vinnings forskot þegar fjórar
umferðir eru eftir af áskorendamótinu í Yekaterinburg í Rússlandi.
Samskiptamynstur á
vinnumarkaði hefur tek-
ið stakkaskiptum á 21.
öldinni með tilkomu
stafrænna lausna og
snjalltækja en flestir há-
skólamenntaðir búa nú
við það að vera stöðugt
tengdir við vinnu sína
gegnum tæki sem
vinnuveitendur þeirra
útvega. „Endalausa bak-
vaktin“ eins og sumir myndu kalla það
en það er ljóst að rétturinn til að af-
tengjast (RTA) verður sífellt meira að-
kallandi réttindamál á vinnumarkaði
og baráttan fyrir RTA verður samofin
kjarabaráttunni á næstu árum.
60% aðspurðra trufluð
minnst einu sinni í viku
Í nýlegri könnun BHM á málefnum
fjarvinnu sagðist um helmingur 4.000
svarenda vinna lengri vinnudag þegar
unnið væri heima en þegar unnið væri
á vinnustaðnum. Ennfremur vakti at-
hygli að 60% aðspurðra sögðu yfir-
mann sinn hafa samband við sig
minnst einu sinni í viku vegna vinnu-
tengdra mála utan hefðbundins vinnu-
tíma. Að auki er vert að nefna að
meirihluti aðspurðra taldi mikilvægt
að í næstu kjarasamningum yrði lögð
áhersla á rétt launafólks til að aftengja
tölvupóst og/eða síma utan vinnutíma.
Evrópulönd slá upp
varnarmúr um frítímann
Á undanförnum árum hefur verið
töluvert fjallað um réttinn til að af-
tengjast (RTA) í nágrannalöndunum.
Sem dæmi má nefna að svo snemma
sem árið 2001 komst Hæstiréttur
Frakklands að þeirri niðurstöðu að
launþega væri hvorki skylt að sam-
þykkja að vinna heima né taka heim
með sér vinnuskjöl eða vinnutengd
tæki. Nokkrum árum síðar komst
rétturinn svo að þeirri niðurstöðu að
launþegi væri ekki að bregðast starfs-
skyldum sínum þótt hann væri ekki
ínáanlegur í síma utan vinnutíma. Í
kjölfarið settu Frakkar ákvæði í
vinnumarkaðslöggjöf sína um RTA og
málsmeðferðarreglur sem vinnuveit-
endum ber að fylgja.
Nú nýlega hefur meirihluti þing-
manna á Evrópuþinginu
kallað eftir því að ESB
setji reglur um RTA og í
síðasta mánuði krafðist
Evrópusamband stétt-
arfélaga (ETUC) þess
að framkvæmdastjórn
ESB hefði án tafar
frumkvæði að löggjöf í
formi evrópskrar tilskip-
unar um beitingu og
fullnustu RTA, m.a. á
þeim forsendum að
heilsa fólks og vellíðan
væri í húfi.
„Endalausa bakvaktin“
Alkunna er að Íslendingum hefur
löngum þótt dyggð að vinna fram eft-
ir. Að því leyti er Ísland frábrugðið
öðrum löndum sem búa við sama vel-
ferðarstig en mikið er lagt upp úr
jafnvægi frítíma og vinnutíma hjá öðr-
um Norðurlandaþjóðum svo dæmi
séu tekin. Á síðustu árum hafa augu
margra opnast fyrir mikilvægi hóf-
legs vinnutíma á Íslandi og fórn-
arskiptum vinnu og lífsgæða m.a. með
styttingu vinnuvikunnar. Minna hefur
farið fyrir umræðu um mörk frítíma
og vinnutíma s.s. áhrif sítengingar og
ínáanleikans á lífsgæði og kjör.
BHM hefur margsinnis lýst
áhyggjum af áhrifum sítengingar
starfsmanna á lengd vinnutíma og
álag í starfi. Móta þarf skýrari reglur
um vinnutengd samskipti utan hefð-
bundins vinnutíma og afmarka þann
tíma sem starfsmaður á rétt á að vera
aftengdur. Þá þurfa starfskjörin að
taka mið af heildarvinnuframlagi
m.t.t. þess tíma sem sítengingin út-
heimtir. Leiða þarf skýr ákvæði í lög á
Íslandi sem tryggja réttinn til að af-
tengjast.
Ert þú aftengdur?
Eftir Jóhann
Gunnar
Þórarinsson
»Móta þarf skýrari
reglur um vinnu-
tengd samskipti utan
hefðbundins vinnutíma
og afmarka þann tíma
sem starfsmaður á rétt
á að vera aftengdur.
Jóhann Gunnar
Þórarinsson
Höfundur er formaður Bandalags
háskólamanna – BHM.
johann@bhm.is
Þráinn Guðmundsson fædd-
ist 24. apríl 1933 á Siglufirði.
Foreldrar hans voru hjónin
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1902, d.
1974, og Guðmundur Þorleifs-
son, f. 1886, d. 1968.
Þráinn var kennari við Mið-
bæjarskólann 1954-63 og síðan
yfirkennari og skólastjóri við
Laugalækjarskóla 1963-93.
Hann var fræðslustjóri
Reykjavíkur 1985-86 og á tíma-
bili var hann skólastjóri Náms-
flokka Reykjavíkur. Síðustu ár-
in starfaði hann hjá Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur og lét þar
af störfum 2003.
Þráinn sat í stjórn Skák-
sambands Íslands í nær 40 ár
og var ritari þess þegar heims-
meistaraeinvígið fór fram 1972.
Hann var forseti Skák-
sambandsins 1986-89 og í mörg
ár var hann fulltrúi Íslands á
þingum Alþjóðaskák-
sambandsins FIDE. Þá var
hann oft fararstjóri íslensku ól-
ympíuskáksveitarinnar. Hann
var alþjóðlegur skákdómari,
ritstjóri tímaritsins Skák og
ritaði sögu Skáksambands Ís-
lands. Þráinn var heiðursfélagi
bæði Skáksambands Íslands og
Taflfélags Reykjavíkur.
Eiginkona Þráins var Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 21.1.
1934, d. 6.11. 2019. Börn þeirra
eru fimm.
Þráinn lést 20. mars 2007.
Merkir Íslendingar
Þráinn Guð-
mundsson
Fasteignir