Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Elsku amma mín.
Síðasti mánuður
hefur verið skrítinn.
Í byrjun mars kíkt-
irðu við hjá mér og
við fórum svo saman í 95 ára af-
mælið hennar Helgu mágkonu
þinnar. Þú varst ótrúlega hress
og kát, en fékkst nú samt að
leggja þig aðeins áður en við
lögðum af stað. Síðan veiktistu
svo að þú þurftir að fara á spít-
alann og þér leið greinilega ekki
vel. Þú þráðir að komast á Lund
og það fékkstu. Stundirnar þar
eru minnisstæðar og innst inni
vissum við hvert stefndi en vor-
um kannski ekki alveg tilbúin í að
kveðja. En kallið var komið,
kominn tími fyrir þig til að hitta
afa á ný og eftir sitjum við með
minningarnar. Minningar sem
ylja hjartað og fá mig til að brosa
og gleðjast yfir því að hafa fengið
að kynnast ykkur báðum svona
vel. Það eru forréttindi að fá að
alast upp í næsta húsi við ömmu
og afa, að geta alltaf leitað til
þeirra og lært af þeim.
Flestar af mínum bernsku-
minningum innihalda þig, amma
mín. Mjaltir í fjósinu, sauðburð-
ur, sláturtíð, réttir, heyskapur og
jólakökubakstur. Ég gæti enda-
laust talið upp og örugglega
Sigríður
Vilmundardóttir
✝
Sigríður Vil-
mundardóttir
fæddist 2. nóv-
ember. Hún lést 8.
apríl 2021.
Útförin fór fram
23. apríl 2021.
skrifað heila bók um
samband okkar
tveggja, en það bíð-
ur betri tíma. Ég
man þegar ég
skokkaði yfir til þín,
til að spyrja hvort
þú vildir ekki elda
rabarbaragraut í
eftirmat. Í minning-
unni sagðirðu alltaf
já, þá tölti ég út í
rabarbaragarð og
tíndi nokkra fallega leggi og fór
með til þín. Grauturinn var alltaf
jafn fallega rauður og bragðgóð-
ur. Þegar þið afi fluttuð svo á
Selfoss, þá var rabarbarinn skil-
inn eftir í sveitinni, en góð vin-
kona sem þú eignaðist á Selfossi
gaf þér oft rabarbara svo þú gast
haldið áfram að búa til rabarbar-
agraut handa okkur.
Þú elskaðir sveitina okkar,
Rangárvellina, en hafðir alltaf
sterkar taugar á Suðurnesin og
þau tóku vel á móti okkur þegar
við fórum 3 saman í dagsferð á
Suðurnesin fyrir nokkrum árum,
þú, ég og mamma. Veðrið var
yndislegt, heiðskírt og logn. Við
byrjuðum á að fara í Staðar-
hverfið, kíkja á leiðin hjá ástvin-
um og svo nýttum við okkur það
að það var opið heim að Löndum.
Við gengum að húsgrunninum
þar sem æskuheimili þitt hafði
staðið og svo gengum við niður
að fjörunni þinni, sem þú lékst
þér í sem krakki. Margar sög-
urnar hef ég heyrt frá þér um líf-
ið í Staðarhverfinu og þegar þú
varst í Þórukoti og kynntist Gróu
sem dó alltof ung. Vinkonu þinni
Gróu sem ég er skírð í höfuðið á,
það tengdi mig enn meir við þig.
Síðasta bílferðin okkar saman
var einmitt um Keflavík og
Njarðvík. Við kíktum á húsið á
Vatnsnesi, þar hafði nú búið svo
mikið sómafólk. En veistu, amma
mín, síðustu daga hefur fólk talað
um þig við mig á sama máta og
þú talaðir um fjölskylduna á
Vatnsnesi. Svo mikil sómakona
varst þú.
Ég trúi ekki að það sé komið
að kveðjustund, að ég eigi ekki
eftir að kíkja til þín í heimsókn
og fá smá nammi, sýna þér hvað
ég hafi verið að prjóna og spjalla
við þig. Eitt er víst að ég á eftir
að minnast þín á hverjum degi
því það er svo margt í mínu dag-
legu lífi sem tengist þér og ég
veit að þið afi fylgið mér áfram í
gegnum lífið. Takk fyrir mig. Ég
elska ykkur bæði.
Hafrún Gróa.
Elsku amma mín. Mikið sem
ég sakna þín. Sem betur fer á ég
ansi margar minningar frá
stundum okkar saman í gegnum
tíðina sem geta yljað mér í stað-
inn. Ég var svo lukkulegur að fá
að vera nokkuð mikið hjá ykkur
afa, ásamt Báru, Árna og Haf-
rúnu í Hjarðarbrekku. Eitt það
mest einkennandi fyrir þig var
hversu hvetjandi þú varst í
hverju sem ég tók mér fyrir
hendur. Þú hvattir mig alltaf til
að fara að mennta mig og á end-
anum tókst mér að gera það.
Áhugi minn á garðyrkju hefur
sennilega kviknað í garðinum í
Hjarðarbrekku. Líklega var það
sagan sem þú sagðir mér oft, um
sóleyjarnar sem ég á að hafa tek-
ið og plantað í blómapotta, sem
hjálpaði mér við að ákveða far-
veg minn í lífinu. Ég klippti alltaf
tré og runna hjá þér í garðinum í
Grenigrundinni og setti niður
fyrir þig sumarblóm. Það var
orðin hefð að koma í kringum 17.
júní og gera beðin fín og munu
stjúpur og morgunfrúr alltaf
minna mig á þig.
Ég mun alltaf muna eftir
heimsóknunum í Grenigrundina.
Var það æði oft sem ég renndi
framhjá seint á kvöldin og ef ég
sá ljós hjá þér kom ég og fékk
mér kókglas eða kaffibolla hjá
þér og ræddum við um heima og
geima.
Mikið sem ég mun sakna þess
að koma með strákana mína tvo í
heimsókn, en það þótti þeim
ákaflega skemmtilegt og bað
Hrafntýr oft um að fara í heim-
sókn til langömmu. Það var líka
svo einstaklega ánægjulegt að
sjá hversu glöð þú varst þegar
þeir komu og voru eitthvað að
brasa í kringum þig.
Ég á líka ansi skemmtilegar
minningar við að skreyta fyrir
jólin hjá þér því alltaf vildir þú
hafa fínt í kringum þig. Það var
alveg sama hvort það var í kring-
um jólin eða með gróandanum,
þú vildir hafa umhverfi þitt vel
tilhaft. Það var eins með þig
sjálfa. Þú lagðir mikið upp úr því
að vera vel tilhöfð, fín um hárið
og með lakkaðar neglur.
Það gleður mig að eiga allar
þessar minningar af tímum okk-
ar saman og það gleður mig mik-
ið að strákarnir mínir og Silla
hafi fengið að kynnast þér.
Árni Rúnarsson.
„Getum við kveikt á kertinu
hennar langömmu svo hún brosi
á himninum?“
Þannig spurði Þuríður Karen
(4 ára) eitt kvöldið þegar við sát-
um við matarborðið fjölskyldan
og rifjuðum upp góðar stundir
með langömmu. Þuríður Karen
nefndi einnig að núna segðum við
„bless“ við ömmu en hún var
dugleg að knúsa langömmu og
njóta nærveru hennar.
„Nammi,“ sagði Dagný Lilja
(7 ára) þegar við ræddum um
hvað kæmi upp í hugann þegar
við hugsum til langömmu.
Nammiskálin hennar langömmu
var aldrei tóm og börnin iðin við
að reyna að tæma hana. Gestris-
in var hún amma og tók alltaf vel
á móti okkur.
„Brosið hennar, hún var alltaf
brosandi,“ nefndi Bryndís Halla
(10 ára). Þar er langömmu rétt
lýst, brosmild og léttlynd. Það
var alltaf gott að vera í návist
hennar og þegar vel stóð á gat
hún sannarlega spaugað og hleg-
ið.
„Góð og trúuð,“ sagði Helga
Dögg (13 ára). Langamma var
einstaklega hjartahlý og sparaði
ekki fallegar guðskveðjur til okk-
ar þegar við kvöddum hana eftir
góða heimsókn. Síðasta kvöld
hennar á lífi sátu þær tvær elstu
og lásu fyrir hana kvöldsálmana
sem hún hafði hjá sér. Trúin var
henni mikilvæg og barnatrúin er
sterk hjá systrunum líka.
Við foreldrar þessara fjögurra
stúlkna erum svo þakklátir fyrir
að þær hafi fengið að kynnast
langömmu sinni. Væntumþykja
þeirra í garð hennar er mikil og
þær sömuleiðis fundu fyrir mikl-
um kærleika frá henni. Hún var
stolt af sínu fólki og hún var
óspör á hrósin, sérstaklega þegar
langömmubörnin sungu eða
spiluðu á hljóðfæri fyrir hana.
Minningarnar lifa og við munum
hjálpa dætrunum að varðveita
þær.
Einnig eigum við margar góð-
ar minningar sem gott er að ylja
sér við. Við áttum svo margar
skemmtilegar og góðar samræð-
ur í Hjarðarbrekku og á Greni-
grundinni, um líðandi stund eða
gamla tíma. Í huga Önnu Krist-
ínar verður undirbúningur
jólanna aldrei samur því það var
órjúfanlegur þáttur af jólahaldi
síðustu ára að eiga notalegan dag
á Grenigrundinni og skreyta hús-
ið að innan og utan. Amma svo
glöð með að fá jólaskrautið upp
og að hafa fólkið sitt í kringum
sig. Óla er efst í huga þakklæti
þegar hann hugsar til ömmu
sinnar. Þakklæti fyrir þær góðu
stundir og umhyggju sem hún
veitti honum og fjölskyldu hans.
Einnig var amma alltaf svo þakk-
lát. Fyrir hverja heimsókn og
minnsta viðvik var þakkað fyrir,
það brást ekki.
Amma var einstök kona og
hennar er sárt saknað.
Guð geymi þig, elsku amma.
Eyðist dagur, fríður, fagur,
fagur dagur þó aftur rís:
Eilífðardagur ununarfagur,
eilíf skín sólin í Paradís.
Ó, hve fegri og yndislegri
unun mun sú, er þar er vís.
(Sálmur 464, V. Briem)
Ólafur, Anna Kristín
og dætur.
Elsku amma, já ég er svo
heppin að hafa fengið að kalla þig
ömmu. Eina amman sem ég man
eftir að hafa átt og ekkert blóð-
skyld mér. Margir hafa undrað
sig á því hvernig við Sigga mág-
kona gætum átt sömu ömmuna.
Það voru sannarlega forréttindi
að fá að vera hluti af hópnum þín-
um, hópnum sem þú sýndir svo
mikinn kærleika og áhuga alla
tíð.
Þegar ég kom austur í Hjarð-
arbrekku 11 ára gömul fann ég
strax að þar var gott að vera. Það
var frábært fyrir mig þéttbýlis-
barnið, en sveitastelpu inn við
beinið, að fá tækifæri til að vera í
sveit og ganga í verkin með ykk-
ur öllum. Fara í fjósið með ykkur
Báru þar sem ég lærði margt af
frásögnum þínum. Þú varst
nefnilega ekki bara húsmóðir þó
svo sannarlega værir þú alvöru-
húsmóðir. Ég hefði nú kannski
mátt tileinka mér eitthvað fleira
af húsmóðurhæfileikum þínum,
t.d. að galdra fram margra
manna veislu og alltaf nægt pláss
fyrir alla í eldhúsinu í Hjarðar-
brekku og svo áfram á Selfossi
eftir að þú komst þangað, alltaf
voru bornar fram veitingar.
Tertan með bananakreminu var
og er mitt uppáhald, kannski
tekst mér einhvern tíma að baka
hana.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín og við gátum spjallað
endalaust um allt mögulegt. Þú
hafðir svo góðan húmor og oft
hlógum við mikið. Meira að segja
þegar ég hitti þig síðast á sjúkra-
húsinu á Selfossi, þótt þrekið
væri orðið lítið þá gátum við
samt hlegið saman og slegið á
létta strengi, þú varst svo spennt
að komast aftur á Lund því þar
leið þér vel. Sátt við að verja síð-
ustu stundunum þar því það
leyndi sér ekki að þú fannst að
stundin nálgaðist. Ég veit að afi
tekur vel á móti þér og líklega
heyrist nú kallað í sumarlandinu:
„Sigga, áttu kaffi?“
Handavinna var sameiginlegt
áhugamál okkar þótt afurðirnar
væru ólíkar. Heimilið skartar
dúkunum þínum fallegu og rúmið
fallegasta rúmteppi sem ég hef
átt. Allt handverk frá þér sem er
ómetanlegt að eiga núna. Ég
mun varðveita minningu þína og
hugsa til þín í hvert skipti sem ég
bý um rúmið.
Ég votta fjölskyldunni allri
innilega samúð og megum við
gleðjast yfir góðum minningum í
framtíðinni. Elsku amma, takk
fyrir allt sem þú og þið afi gerðuð
fyrir okkur Hörð og stór-Hjarð-
arholtsfjölskylduna, við erum
heppin að hafa fengið að vera
hluti af fjölskyldunni ykkar.
Hrund Harðardóttir.
Amma mín. Við amma mín
vorum alltaf góðar vinkonur, þau
bönd styrktust enn frekar eftir
að afi dó nokkrum árum eftir að
þau fluttu hingað á Selfoss.
Henni fannst ég ekki koma
nógu oft í heimsókn á þessum
tíma. Við ákváðum þá að borða
saman í hádeginu á þriðjudögum.
Aðra vikuna var steiktur fiskur
og hina vikuna var blómkálssúpa
og gott brauð með.
Þetta voru dásamlegar stundir
sem við áttum saman, þegar svo
krakkarnir mínir áttu frítíma þá
komu þau með mér og var oft
glatt á hjalla þessa þriðjudaga.
Þessa þriðjudaga áttum við sam-
an í 16 ár.
Þegar þau afi fluttu hingað á
Selfoss tók afi hestana sína með.
Stundum höfðum við amma
skipti;
hún hafði ofan af fyrir krökk-
unum mínum á meðan ég hafði
ofan af fyrir afa í hesthúsinu.
Þetta þóttu öllum góð skipti.
Það væri hægt að rifja upp alls
konar samveru og minningar úr
æsku minni þegar ég var í heim-
sókn hjá ömmu og afa.
Samvera í fjósinu í Hjarðar-
brekku með ömmu og Báru er
ein af þessum minningum, þar
þeysti ég um á honum Skugga
mínum og lærði vísur og að ríma
orð meðan mjólkað var.
Eða þegar amma lagði sig eft-
ir hádegismatinn í sveitinni og ég
átti að vekja hana eftir 10 mín-
útur. Ég leyfði henni að sofa í
hálftíma, mér fannst hún alveg
eiga það skilið, eða kannski
gleymdi ég bara að vekja hana.
Mér finnst fyrri skýringin betri.
Ekki man ég til þess að hún
amma hafi skammað mig nokk-
urn tíma. Nema kannski einu
sinni, þá hafði ég stolist í spari-
varalitinn hennar og málað mig
ríkulega um varir og kinnar. Þá
sagði hún: „Æ, elskan, varstu að
gera þig fína?“ Svo mörg voru
þau orð.
Elsku amma, takk fyrir allar
dásamlegu samverustundirnar.
Takk fyrir að vera til staðar
fyrir krakkana mína.
Takk fyrir allt og allt.
Nafna þín,
Sigríður Runólfsdóttir.
Elsku amma langamma. Takk
fyrir að vera til staðar fyrir mig
alla grunnskólagöngu mína. Að
koma til þín á nánast hverjum
degi eftir skóla, konu með
reynslu af einni mestu öld breyt-
inga í nútíma, reyndist ungri
stelpu mikilvægt veganesti fyrir
framtíðina. Ég hef lært svo
margt af þér, allt frá því að reima
skóna mína og læra á klukku, til
þess að vera sterk kona í enda-
lausri hringiðu lífsins með góð-
mennsku að leiðarljósi. Ég hef
kynnst margri manneskjunni á
minni annars stuttu ævi, en engri
hef ég kynnst sem leit lífið eins
björtum og hlýjum augum og þú.
Þú talaðir mikið um gömlu
tímana sem hefur kennt mér að
taka ekki öllu sem gefnu. Þegar
þú lýstir því hvernig þið fjöl-
menna fjölskyldan komust af í
húsi sem taldi aðeins fáeina tugi
fermetra, án nokkurra deilna á
milli ykkar systkinanna, fékk
mig til að hugsa um hvernig smá-
munir dagsins í dag geta breytt
fólki og heilu fjölskyldunum. Það
hefðu allir gott af því að taka til
sín þetta hugarfar þitt sem ein-
kenndist af æðruleysi.
Eins og gengur og gerist
fylgdu stundum vinkonur með
mér í þessar heimsóknir eftir
skóla og í eitt skipti þegar ein
þeirra var með mér gat ég ekki
setið á mér lengur og spurði þig
hvernig í ósköpunum stæði á því
að kona á þessum aldri (þú varst
um áttrætt þá) væri ekki með
hrukkur? „Það er vegna þess að
ég er alltaf í góðu skapi.“ Svo ein-
falt var það.
Það lýsir þér svo vel að við
fréttirnar sem fylgdu atburðin-
um hinn 8. apríl fékk ég margar
samúðarkveðjur og flestum
þeirra fylgdu orðin „amma þín
var ein besta kona sem ég hef
kynnst“. Og það er líka hárrétt.
Þú ert líklega besta manneskja
sem allir sem þig þekktu höfðu
kynnst um ævina. Þú ert það
allavega fyrir mér.
Takk fyrir allt amma – minn-
ing þín mun lifa í hjarta mínu.
Brynja.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSA ÞORVALDSDÓTTIR BALDURS,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 19. apríl. Útför hennar fer fram
frá Lindakirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.
Vegna samkomutakmarkana eru þeir sem vilja kveðja Ásu
beðnir að hafa samband við aðstandendur.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fyrir frábæra umönnun.
Jón Arnar Baldurs Jóhanna Pálsdóttir
Ásgeir Baldurs Björg Jónsdóttir
Óskar Hrafn, Steinunn Ása, Ása Karen, Unnar Páll, Kristján
Ingi, Rúnar Freyr, Jóhanna Huld og langömmubörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ GARÐARSDÓTTIR,
Helgubraut 4, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 13. apríl.
Útförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn
27. apríl klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt:
https://www.lindakirkja.is/utfarir
Ólafur Sæmundsson
Steingrímur Stefnisson Sigríður Samsonardóttir
Auðunn Stefnisson Katrín Gísladóttir
Guðný Stefnisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
HRAFNHILDUR BERGSVEINSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 14. apríl. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. apríl
klukkan 15.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Athöfninni verður einnig streymt á vefslóðinni
https://youtu.be/ubz2ewoRj9c
Kristín Jóhanna Björnsdóttir
Ingveldur Birna Björnsdóttir
María Dóra Björnsdóttir
og fjölskyldur