Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 35
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Lögfræðingur í
dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið leitar að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingi sem hefur áhuga á að starfa með öflugum
hópi starfsmanna á lagaskrifstofu ráðuneytisins. Á lagaskrifstofu er unnið að fjölbreyttum verkefnum er varða
réttarfar, refsirétt, dómstóla, lögmenn og gjafsóknir, eignarréttindi og skaðabótarétt. Þá ber skrifstofan ábyrgð á
framkvæmd kosninga, útgáfu Stjórnartíðinda og stjórnsýsluúrskurðum í kærumálum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ritun frumvarpa og reglugerða á ábyrgðarsviði skrifstofunnar
• Afgreiðsla ýmissa stjórnsýsluerinda
• Þátttaka í verkefnum er varða kosningar og innlendu og erlendu samstarfi á verkefnasviði skrifstofunnar
Menntunar– og hæfniskröfur
• Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
• Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur
• Þekking og reynsla af réttarfari, refsirétti, stjórnsýslurétti og frumvarpavinnu æskileg.
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur
• Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi
• Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð, mjög góð samskiptahæfni og hæfni til þátttöku í teymisvinnu
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í síma 545 9000.
Um fullt starf er að ræða. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.
Sótt er um starfið rafrænt á Starfatorg.is og er umsóknarfrestur til 3. maí nk. Umsókn skal fylgja prófskírteini,
ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á því að umsóknir
munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is