Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 38

Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 50 ÁRA Sigurður er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum en býr í Vesturbænum. Hann er eigandi drónaverslunarinnar DJI Reykjavík. Sala á drónum hefur aukist mjög í kjölfar gossins í Geldingadölum. „Hún hefur fjórfald- ast frá sama tíma í fyrra,“ segir Sigurður. Hann segir að afföllin á drónum séu minni en hann hefði haldið. „Við höfum ekki heyrt af fleiri en tíu drónum sem hafa eyðilagst. Hins vegar hafa margir farið of nálægt gosinu og fengið að grillast aðeins en þeir virka samt flestir og hafa verið sendir í viðgerð. Svo hafa margir drónar týnst, þeim flogið of langt, hafa þá misst samband við eigendur og ekki ratað til baka vegna ónákvæmrar gps-staðsetningar heimapunkts, en eigendur eiga það til að fara of fljótt með drónana í loftið áður en dróninn nær að tengjast við 10 eða fleiri gervitungl. En við höfum að- stoðað marga sem hafa fundið dróna við að koma þeim til réttra eigenda.“ Eiginkona Sigurðar er Karin Sandberg, f. 1980 í Gautaborg, hjúkrunar- fræðingur á Landspítalanum. Börn þeirra eru Alvin Óskar, f. 2007, Ester Elma, f .2009, og Agens Eva, f. 2016. Sigurður Þór Helgason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Ekki láta í minni pokann fyrir öðrum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú getur hlakkað til sumarsins, það verður fjörugt og skemmtilegt. Hjálpaðu til þar sem þess er þörf. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Allt hefur sinn tíma og það á líka við um góða hluti og slæma. Ekki benda á aðra heldur líttu í eigin barm og breyttu til. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Oft skýtur hlutum upp í hugann án þess að maður sé beint að hugsa um þá. Haltu að þér höndum í fjármálum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Farðu yfir eigur þínar og losaðu þig við allan óþarfa. Sumt í kringum þig er á síðasta snúningi. Gerðu við eða losaðu þig við það dót. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér hættir til að láta tímann líða án þess að þú komir miklu í verk. Dag- draumar eru í lagi, bara ekki of lengi í einu. Þú hittir gamlan vin á förnum vegi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sýndu vinum og maka þolinmæði og hlustaðu á það sem sagt er við þig. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja sumarið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Hugrenningar þínar eru óvenjulegar í dag. Taktu það ekki nærri þér þótt einhverjir séu þér ósammála. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herr- um. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Alls konar hlutir skjóta upp kollinum og setja allar áætlanir úr skorð- um. Vertu á varðbergi og bíddu eftir tæki- færi til að láta drauma rætast. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það hefnir sín jafnan að ana fyrirhyggjulaust áfram. Sköpunargleði og auðugt ímyndunarafl eru vissulega af hinu góða, en hið sama gildir um áreið- anleika og staðfestu. Ekki gleyma barninu í þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert ekki í skapi fyrir sjálfs- aga og sjálfsafneitun í dag og því langar þig meira til að skemmta þér en vinna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að læra að nýta þér þann eiginleika sem fær fólk til þess að opna hjarta sitt fyrir þér. Ekki láta flækja þér að óþörfu í deilur annarra. kynntist forystumönnum og stofn- endum Pólýfónkórsins og Þjóðdansa- félags Reykjavíkur í Kennaraskól- anum, þar sem bæði kenndu. Þau kynni leiddu til ævilangs samstarfs meðan þau lifðu. Auk þessara áhuga- mála bættist formennska í Söng- kennarafélaginu við í nokkur ár og liggur því í augum uppi að fjarvera vegna fjarveru úr sveitinni vegna náms og launavinnu. Ég var heima á sumrin við venjuleg sumarstörf og vann oft í sláturhússvinnu þar til skólinn kallaði. Ég flutti endanlega til Reykjavíkur eftir að kennslustörf hófust. Eftir flutning til Reykjavíkur urðu aðaltómstundastörfin að syngja í kór og sækja dansæfingar. Ég G uðmundur Guðbrands- son fæddist 24. apríl 1936 í Tröð í Kolbeins- staðahreppi í Hnappa- dalssýslu og ólst þar upp. „Ég var í farskóla í sveitinni þar sem kennt var á ýmsum bæjum, oft tvær vikur samfellt og tvær vikur heimanám vegna þess að sveitinni var skipt í tvö skólasvæði og kennt þar til skiptis.“ Hann stundaði verka- mannavinnu í Reykjavík og Keflavík veturinn 1952-1953. Guðmundur hóf nám til landsprófs í Reykholti í Borg- arfjarðarsýslu haustið 1953 og lauk þar landsprófi og gagnfræðaprófi vorið 1955. Hann vann í frystihúsi í Keflavík veturinn 1955-1956. Hann byrjaði nám í Kennaraskóla Íslands haustið 1956 og lauk þaðan kennara- prófi vorið 1960. Guðmundur hóf kennslustörf við Vogaskóla í Reykjavík haustið 1960 og starfaði þar alla starfsævina sem almennur kennari, tónmenntakenn- ari, yfirkennari eða aðstoðar- skólastjóri og loks skólastjóri síðustu 15 árin. Guðmundur stundaði einnig tveggja ára tónmenntakennaranám veturna 1961-1963 við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, samhliða kennslu, og lauk því vorið 1963. Hann sótti nám í tölfræði og prófagerð veturinn 1972-1973 og lauk því um vorið. Hann fékk orlof til framhaldsnáms veturinn 1978-1979 og stundaði þá nám við háskólann í Stokkhólmi ásamt eiginkonu sinni. „Við vorum skráð sem áheyrnarnemendur, en sóttum allar kennslustundir sem til var ætlast í uppeldis- og sálarfræði.“ Hann tók eins vetrar nám til réttinda í skóla fyrir leiðsögumenn um 1980 og stundaði leiðsögn í sumarfríum og eftir að fastri vinnu var hætt haustið 1996. „Ég tók þá svokallaða 95-ára reglu eftir sextugt og er því á skert- um lífeyri.“ Guðmundur hefur alla tíð verið áhugamaður um félagsstörf. „Strax í Reykholti var þátttaka í kór og leik- list tímafrek og síðari veturinn var ég einnig formaður í nemendafélagi skólans. Ég var í nokkur ár formaður Ungmennafélagsins Eldborgar, en gat ekki sinnt því starfi sem skyldi frá heimili og fjölskyldu hefur verið allnokkur. En alltaf var samt metn- aður til þess að sjá um að heimilið skorti ekkert af nauðsynjum. Heppni með frábæra eiginkonu og hraust og dugleg börn gerði það að verkum að þetta gekk áfallalaust. Eftir að kennslustörfum lauk og leiðsögustarfið fjaraði út hefur tím- inn verið notaður í bóklestur og grúsk. Ég átti nokkurn þátt í efnis- söfnun fyrir bókina „Í ljósi líðandi stundar“, sem eru frásagnir úr starfi Pólýfónkórsins í 30 ár og kom út árið 1987. Einnig hefur verið mikið grúskað í gömlum blöðum um helstu áhugamálin. Mér var mjög oft falið að rita fundargerðir á kennara- fundum eða öðrum almennum félags- fundum. Afmælisbarnið hafði í hyggju að halda upp á 85 ára afmælið með veg- legu samkvæmi, en vegna núverandi aðstæðna hefur því verið frestað um óákveðinn tíma.“ Fjölskylda Guðmundur kvæntist 24. apríl 1964 Herdísi H. Oddsdóttur, f. 24.8. 1944 á Steinsstöðum í Öxnadal, d. 3.4. 2021. Þau hjónin skildu 1989. Móðir hennar var Lilja Halblaub hjúkr- unarkona, f. 21.5. 1912, d. 25.11. 1973. Herdís var fósturdóttir hjónanna Helgu Sigfúsdóttur og Odds Jóns- sonar skósmiðs á Akureyri, en Oddur var ömmubróðir Herdísar. Guðmundur Guðbrandsson, fyrrverandi skólastjóri – 85 ára Stafkarlar um áttrætt Bræðurnir Steinar og Guðmundur í Hnappadal. Félagsmálin hafa verið tímafrek Börnin Gunnlaugur, Bjargey og Helga Oddrún. Afmælisbarnið Guðmundur. Til hamingju með daginn Vaglar í Skagafirði Eldey Kolka Gísla- dóttir fæddist 19. júní 2020 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Hún vó 3.920 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Gísli Björn Gíslason og María Hjaltadóttir. Nýr borgari VOLVO XC90 D5 Dökkgrár með leðuráklæði og ríkulega útbúinn. Nýskoðaður, ekinn 160 þús. km, árgerð 2011. Ásett verð 2.880.000 TIL SÖLU Bílasala Íslands | Sími 510 4990 | bilasalaislands@bilasalaislands.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.