Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 16
16 Íþróttir 9. október 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR Árangur strax, takk „Þegar krón- prinsinn í Sádí-Arabíu kaupir fót- boltafélag þá er markmiðið alveg skýrt. Þeir ætla að búa til stór- veldi og það á ógnarhraða. Ég sé þessa menn ekki sýna þolinmæði og fara í mark- vissa uppbyggingu. Árangur strax, takk. Gríðarlegar óvinsældir Mike Ashley gera það að verk- um að flestir stuðningsmenn Newcastle ráða sér ekki fyrir kæti, en í augum ann- arra verður þetta lið „vondu kallarnir“ eftir mannréttinda- brot nýrra eigenda sem eru á snærum ríkisstjórnar Sádí- Arabíu. En eitthvað segir mér að í norðrinu sé mönnum eiginlega slétt sama. Þeir eru alveg til í að lyfta bikurum og vera hataðir um leið.“ Hverjir koma? Fjárhagsreglur FIFA koma í veg fyrir að Newcastle geti sturtað peningum í leikmenn. Mike Ash ley, fyrrverandi eigandi félagsins, rak það þó vel og benti fjármálasér- fræðingurinn Kieran Maguire í samtali við breska fjölmiðla á að félagið gæti eytt yfir 200 milljónum í leikmenn næstu þrjú árin án þess að brjóta reglur FIFA. Flestir eru sammála um að dagar Steve Bruce séu taldir og nýr stjóri komi inn. Miðað við að liðið er í 19. sæti deildarinnar er ljóst að það þarf styrkingu, en ekki vilja allir færa sig um set – jafnvel þótt feitari launatékki bjóðist í norðrinu. Erlendir fjölmiðlar eru strax farnir að orða leikmenn við félagið. Flestir eru sam- mála um að Jesse Lingard geti vel hugsað sér að koma. Aaron Ramsey er annar sem er orðaður við norðrið. En það er ljóst að nýir eigendur vilja sýna styrk og kaupa eina stóra knattspyrnustjörnu. Vildi ekki sjá þetta gerast Hatice Cengiz, sem var kær- asta blaðamannsins Jamal Khasoggi sem myrtur var fyrir þremur árum, blöskrar sú gleði sem ríkir í Newcastle eftir að fjárfestar frá Sádí- Arabíu keyptu félagið. „Frá morðinu hef ég á hverjum degi leitað réttlætis fyrir Khasoggi. Ég vildi ekki sjá þetta gerast,“ segir Cen- giz. Hún segir að stuðnings- mönnum Newcastle virðist vera alveg sama um meint afbrot Khasoggi. Þeir hugsi aðeins um fjármunina sem félagið hefur nú aðgang að. „Vegna afbrotanna sem það hefur framið ætti þetta fólk ekki að geta keypt enskt knattspyrnufélag,“ sagði Cengiz. Vellauðugur prins Krónprinsinn Muhammad bin Salman á ekki aðeins knattspyrnufélagið New- castle United, því hann situr á auði sem er nánast botnlaus. Auðæfi fjölskyldu hans eru metin á rúman trilljarð punda. Það eru ansi mörg núll. Það er því nægur peningur til að leika sér. Fyrir utan Newcastle á hann dýrasta hús í heimi sem staðsett er í Frakklandi. Allir milljarðamæringar þurfa sinn bát og snekkjan The Serene er í hans eigu. Bill Gates leigði einu sinni þá snekkju á fimm milljónir dollara á viku. Þá er hann sagður hafa keypt sjald- gæft verk eftir Leonardo da Vinci á 340 milljónir punda. Það er þó ekki alveg staðfest. Peningar og fótbolti fara vel saman „Þegar horft er á hina einföldu staðreynd að nýir eigendur Newcastle eru ríflega tíu sinnum ríkari en eigendur Man. City er auðvelt að halda að það sé næsta stórveldi Evrópu. Peningar og fótbolti fara vel saman en það er ekki þannig að Newcastle geti ein- faldlega keypt alla leikmenn heims. Fjárhagsreglur FIFA, eins mikið grín og þær geta verið, munu svo sannarlega setja Sádunum stólinn fyrir dyrnar ætli þeir fram úr sér. Lykil- atriðið er í raun ekki leikmenn eða þjálfari til að byrja með, heldur að finna aðilann sem mótar framtíðarstefnuna eins og Txiki Begiristain hefur gert hjá Man. City. Takist það verður Newcastle í fremstu röð um ókomna tíð með sinn botnlausa peningabrunn.“ Unnið eftir langtíma­ markmiðum Amanda Staveley, sem leiddi kaupin og er orðin fram- kvæmdastjóri Newcastle, segir að lang- tímamarkmið félagsins sé að vinna ensku úrvalsdeildina. Sjálf á hún 10 prósent í félaginu eins og Reuben-fjölskyldan, en PIF- sjóðurinn á 80 prósent. „Newcastle United á skilið að vera á toppi ensku úr- valsdeildarinnar. Við viljum komast þangað. Það tekur tíma, en við munum komast þangað,“ sagði Stavely, for- stjóri PCP Capital Partners, í viðtali við Sky Sports. „Við viljum vinna þessa titla, augljóslega. Að komast á toppinn í ensku úrvals- deildinni, jafnvel í Evrópu, krefst þolinmæði, tíma og fjármuna,“ sagði Staveley. Newcastle er orðið ríkasta knattspyrnufélag heims eftir yfirtöku sjóðs frá Saudí­Arabíu. Stuðningsmenn fagna en Amnesty Internatio­ nal biður ensku deildina að breyta reglunum. benediktboas@frettabladid.is Stuðningsmenn Newcastle héldu sannkallaða þjóð­ hátíð fyrir utan St. James’s Park þegar kaupin voru tilkynnt, enda hefur félagið verið hálf vonlaust síðan 2004. Nú er félagið það ríkasta í heimi og öll vötn renna til Newcastle. Stuðningsmenn liðsins láta sig dreyma um titla hér og titla þar, leikmenn sem minna á fyrrverandi liðs­ menn sem skemmtu áhorfendum og voru kallaðir the Entertainers. Það munaði litlu tímabilið 1995­1996 að félagið yrði meistari, en því var klúðrað á eftirminni­ legan hátt. Liðið var tólf stigum á undan Manchester United í janúar, en þá fór allt í skrúfuna. Alan She­ arer snéri svo heim tímabilið eftir fyrir 15 milljónir punda – og varð þar með dýrasti leikmaður heims. Heiðursmaðurinn Sir Bobby Robson stýrði liðinu inn í Meistaradeildina og það var gaman að fara á leiki með Newcastle. Mike Ashley kom svo sem eigandi fyrir 14 árum og hefur stýrt félaginu með ótrúlegum hætti og var trú­ lega óvinsælasti eigandi liðs á Englandi. Það þykir hálfgert afrek að vera óvinsælli en Glazier­fjölskyldan, eigandi Manchester United. Fjárfestarnir arabísku þurftu að sanna fyrir ensku úrvalsdeildinni að hópurinn væri aðskilinn ríkis­ stjórninni, sem er frekar erfitt, enda Mohammed Bin Salman krónprins skráður stjórnarformaður hópsins. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu þó nýjar skýringar á eignarhaldi hópsins. „Ef þeir hefðu vilja kaupa ensku úrvalsdeildina eins og hún leggur sig þá hefði það verið ekkert mál. Peningar eru ekkert vandamál. Núll,“ sagði Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningardeildar Íslands­ banka í þætti Hjörvars Hafliðasonar Dr. Football. Það þarf þó að byggja félagið upp og æfingasvæðið. Það mun taka tíma. Sjóðurinn segist þó vera að hugsa langt fram í tímann en hvort það sé bara í orði en ekki á borði mun tíminn leiða í ljós. n Hefðu getað keypt öll lið á Englandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.