Fréttablaðið - 09.10.2021, Síða 21
Þarna
hafði ég
möguleika
á að skríða
undir feld
og aldrei
gera þetta
aftur, eða
einfaldlega
standa
með þessu.
Anna Birta vill
meina að eigin-
leiki sinn til að
sjá og skynja sé
genatengdur
og vill að þetta
verði rannsakað
frekar.
brigðiskerfið gæti mögulega eflst ef
miðlar, sjáendur eða heilarar ættu
samfélagslegt rými. Þeir gætu þá
aðstoðað ef þörf þætti við að greina
óútskýrð mál, enda fáum við oft að
sjá líkamann á annan hátt en aðrir,“
segir Anna Birta og grínast með að
líklega muni einhverjum lesendum
svelgjast á kaffi sínu við þessi orð.
Vill frekari rannsóknir
„Það getur auðvitað enginn staðfest
þetta og því vildi ég óska þess að
þetta væri rannsakað meira, enda er
stór hópur fólks sem upplifir svipað
og ég. Ég held að það sé einhver lík-
amleg starfsemi á bak við þetta. Það
er til dæmis oft talað um að miðlar
verði mjög veikir í nýrunum, það er
mjög áhugavert,“ segir hún.
Anna Birta segist hafa nóg að
gera. Covid gerði það að verkum að
hún fór að halda fundina í gegnum
netið og segist hún varla hafa trúað
því hversu auðvelt það reyndist.
„Ég verð mjög líkamlega þreytt
eftir fundi en finn minna fyrir því
ef ég geri þetta á netinu.“
Upplifði skömm og reiði
Anna Birta undirbýr nú opinn mið-
ilsfund í Hannesarholti, en hún
hefur áður haldið slíka fundi og
vakti fundur hennar í Tjarnarbíói
árið 2015 mikla athygli, og skapaðist
fjörleg fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar-
ið. Sitt sýndist hverjum um miðils-
hæfileikana og slíka fundi almennt.
„Mér fannst voða eðlilegt að
vera með miðilsfundi, en það voru
ekki allir sammála og ég fékk alveg
högg í fjölmiðlum fyrir það. Maður
skilur það alveg,“ rifjar Anna Birta
upp. „Þarna hafði ég möguleika á
að skríða undir feld og aldrei gera
þetta aftur, eða einfaldlega standa
með þessu.“
Anna Birta segist hafa upplifað
mikla skömm og reiði og vill breyta
almenningsálitinu. „Þar sem ég vil
meina að þetta sé genatengt, er ekki
ólíklegt að afkomendur mínir muni
einnig upplifa þetta næmi, og ég vil
þá ekki að þau fari í gegnum sama
stríðið. Ég vil stofna stéttarfélag. Ég
elska mig og samþykki þetta, en það
hefur tekið tíma.
Það er ekkert hotline sem hægt er
að hringja í í handanheimum, svo
það sem ég sé er bara mín skynjun
og hvernig heilinn minn hefur
raðað þessu upp síðustu áratugi.“
Meðvitund og undirmeðvitund
Anna Birta lýsir lestrinum þann-
ig að hún sjái meðvitund viðkom-
andi sem og undirmeðvitund, ekki
ósvipað og glugga í netspjalli.
„Meðvitund eins og hún birtist
mér er tilfinningar og skynjun per-
sónunnar á sjálfi sínu, hugsunum
og gjörðum. Síðan sé ég undir-
meðvitund, hún er hrá týpa sem er
ómeðvirk, hreinskilin og áköf eins
og barn.
Hún birtist mér hjá þindinni. Það
er rétt eins og hún rétti mér vasaljós
og biðji mig að ganga inn í innsta
heim þar sem mér eru sýndar þær
sorgir sem eru óunnar eða pásaðar.
Hún, undirmeðvitundin, biður mig
svo að færa upplýsingarnar til með-
vitundarinnar.“
Anna Birta segist sjá margar
útgáfur af einstaklingnum, eina
fyrir hvert ár sem hann hefur lifað.
„Innri sjálfin raðast upp og ég sé
eins árs útgáfuna af viðkomandi og
þar fram eftir götunum – til dagsins
í dag.
Því næst eru særðu sjálfin, það er
aldur viðkomandi þegar áfall átti
sér stað. Ef við segjum að sorg sé
sandur, þá bera særðu sjálfin poka af
sandi. Við hendum bakpokunum af.
Fyrir mér er enginn dauði
Undirmeðvitund er með ákveðinn
hugbúnað, ég líki henni við til
dæmis Netflix. Segjum að þar séu
54 þáttaraðir eða ár af lífi þínu, og
segjum að séu 33 áföll eða þættir,
pásaðir. Rétt eins Netflix man hvar
þú hættir að horfa síðast virðist vera
líkamleg tilhneiging okkar að pása
áföllin til að lifa af. Enda er sjaldnast
boðið upp á áfalla úrvinnslu á þeirri
ögurstundu. Þar fæ ég aðgang að
minningum fólks, áfallaminni
þess.“
Þangað segist Anna Birta leidd af
innra barninu þar sem henni birt-
ast myndir af staðnum auk lyktar.
„Allt frá veggfóðri til veðurfars og
ég skynja rétt eins og ég sjálf hafi
orðið fyrir þeim sársauka sem þar
er að finna. Ef mikið of beldi var í
æsku viðkomandi heyri ég öskrin,
ef áfengi var mikið notað fyllast vit
mín af áfengislykt. Líkami minn
fyllist eins konar bergmálsupp-
lifun af fortíð viðkomandi, svo er
mitt að segja frá öllu sem er sýnt
og kóða það. Algengustu sárin, sem
því miður virðast svo skelfilega
algeng, eru kynferðisbrot og þagg-
anir,“ segir Anna Birta og bætir við
hversu ánægð hún sé með vitundar-
vakninguna sem orðið hafi í þeim
efnum í krafti #MeToo.
„Þegar særða sjálfið hefur sýnt
okkur minninguna sækjum við
það og elskum það, svo í gegnum
hækka og lækka takka tímans fer
það úr tómi sorgarinnar í ljós. Því
næst birtist framtíð eins og fljótandi
myndbönd og svo kemur inn fólk að
handan. Fyrir mér er enginn dauði,
bara umbreyting orku úr einni tíðni
í aðra og svo kærleikur. Heill heimur
af kærleika. Þetta er eins konar ljós-
næmisdans.
En mest er ég þakklát fólkinu sem
hefur komið til mín, án þess væri
þetta allt annar skynjunarheimur
fyrir mig.“
Ekkert með Önnu Birtu að gera
Anna Birta segist sjaldan bjóða
upp á skyggnilýsingarfundi fyrir
hópa, enda taki þeir á líkamlega.
„Maður vill gera vel og gefa öllum af
sér. Maður heyrir alls konar og þarf
að reyna að vinsa úr,“ segir hún og
rifjar upp skemmtilega minningu
frá slíkum fundi. „Þá rétti mér kona
úr handanheimum skraflborð og
skrifaði þar fullt nafn sitt. Ég segi
það upphátt og ættingi hennar er í
salnum. Ég mun aldrei gleyma þess-
ari handanheimsmanneskju, þetta
var svo skemmtilegt.“
Hún segir þá sem sækja slíka
fundi oftast vera opna fyrir slíkum
upplifunum, svo hún hafi ekki
upplifað neikvæða gesti. „Ég hef oft
grátið með þessu fólki en sjálf upp-
lifi ég mig ekki sem persónu í þessu.
Ég held að þetta hafi ekkert endilega
neitt að gera með Önnu Birtu. En ef
ég get hjálpað er það stórkostlegt.“
„Það er allt í lagi ef fólk skilur
þetta ekki, ég myndi ekki skilja
þetta ef ég hefði ekki séð þetta sjálf,“
segir hún. „En mikið hef ég verið
lánsöm að hitta fólk sem hefur dílað
við hyperskynjun allt sitt líf.“ Anna
Birta segist hafa hringt í það fólk til
að fá ráð og samhygð, þegar skynj-
unin, eins og hún lýsir henni, verði
hreinlega of mikil.
Þeirra sorg verður manns
„Þetta er eins og að fá aðgengi inn
í sál fólks. Þess sorg verður mín.
Manni finnst því að maður verði að
gefa allt, alltaf. En svo er maður bara
manneskja.
Það eru margir skyggnir og næmir
á Íslandi en það eru ekki margir
sem tala um það og þeir sem vinna
í þessum geira eru yfirleitt með
aðra vinnu líka,“ segir Anna Birta
og bendir á að áður fyrr hafi margir
verið fordæmdir vegna slíkra skynj-
ana.
„Fyrir utan að vera í minni tilveru
þá sé ég þetta sem stærra verkefni
því ég er að berjast fyrir minni-
hlutahóp. Þetta þykir ekki fínt og
fólk skammast sín fyrir þetta. Það
að ég greiði skatta fyrir miðilsþjón-
ustu er nýstárlegt og vonandi eykur
það aðgengi og virðingu fyrir heilun
af þessu tagi.“
Anna Birta segir Íslendinga
spennta fyrir dulvitundinni, en þar
vefjist trúin stundum fyrir fólki.
„Það vefst oft fyrir fólki hvað eigi
að gera við fólk sem sér. Hvort það
sé rétt gagnvart guði eða ekki. Ég hef
fengið til mín fólk sem hefur engst
yfir því að það sé að gera eitthvað
ósæmilegt.“
Trúir á hið góða í fólki
Aðspurð segist Anna Birta sjálf trúa
á guð á sinn rómantíska hátt.
„Ég trúi á kærleikann og hið góða
í fólki. Ef guð er hafið þá erum við
öll með dropa sem er sál. Fyrir mér
er guð vitund, krafturinn sem knýr
áfram heiminn. Við erum öll hluti
af þeirri vitund.“ Hún bendir á að í
trúarbragðaiðkun sé margt fallegt,
en þar sé oft alið mikið á skömm
og ótta en af því sem hún hafi séð í
handanheimi sé enginn að brenna
þar.
„Ég vil meina að hið eiginlega
hel sé innra. Að þeir sem hafi meitt
annað fólk komi til með að finna
það innra með sér. Hel er í mann-
heimum, rétt eins og himnaríki. Við
eigum möguleika á báðum heimum,
það er svo margt erfitt hér, þess
vegna er mikilvægt að heila sárin
sín. Fara úr myrkri í ljós, þarf ekki að
vera með miðilsfundi, bara að elska
sig og byggja upp á þann hátt sem
er bestur fyrir viðkomandi. Þetta er
bara ein leið.“
Sjálf íhugaði Anna Birta að gerast
prestur en er ekki viss um að hún
hefði fengið vígslu. „Mér finnst svo-
lítið áhugavert að það megi trúa á
líf eftir dauðann, en það megi ekki
sjá það.“
Þetta á ekki að vera pukur
Það var ekkert sem sagði Önnu Birtu
að fara að tala við dáið fólk, en hún
segir þetta hafa komið og tekið yfir
tilveruna. „Ég gerði aftur á móti
samning við guð og vitundina um
að gefa mér rými til að vera venju-
leg líka, en það tók rosalega langan
tíma og ég á mörgum það að þakka.
Óháð minni persónu er þetta bara
skynjun eins og hver önnur. Þetta á
ekki að vera pukur og á ekki að vera
skömm.“
Anna Birta er nú að skrifa bók
um upplifun sína og mun hún bera
titilinn Ljósnæmi. „Bókin fjallar
um leiðina mína í gegnum þessa
næmni, að vera hefðbundin en samt
skynja. Mér finnst mest spennandi
hvar þetta liggur í líkamanum.
Ég vil finna hörpustrenginn, hvar
mætir sálin efninu og efnið sálinni?
Þetta er eins og að standa á milli
tveggja heima,“ segir Anna Birta
og viðurkennir að stundum fái hún
nóg af næmninni og langi bara að
vera venjuleg. Aðspurð hvernig það
gangi svarar hún hlæjandi: „Svona
líka glimrandi vel!“ n
Ég vil meina að hið
eiginlega hel sé innra.
Að þeir sem hafi meitt
annað fólk komi til
með að finna það
innra með sér.
Helgin 21LAUGARDAGUR 9. október 2021 FRÉTTABLAÐIÐ