Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 22
Þar voru konur teknar af heimilum sínum, bundnar við tré og hópnauðg- að fyrir framan börnin sín. Nauðgun er ódýrari en Kalashni- kov-byssu- kúla, en stærsta ástæðan, og þetta er það sem veldur mér mestri reiði, er að refsileysið er algert. Christina Lamb, erlendur fréttaritari The Sunday Times, hefur á ferli sínum lagt mikið upp úr því að gefa konum rödd. Hún segir kyn- ferðislegt ofbeldi í auknum mæli notað sem vopn gegn konum, í stríði, að ofbeldið sé kerfisbundið og furðar sig á því að enginn hafi enn verið sakfelldur fyrir slíkan glæp. Christina Lamb hefur verið erlendur frétta-ritari hjá breska tíma-ritinu The Sunday Times í 33 ár. Hún er höfundur níu bóka og er einna þekktust fyrir bókina I am Malala, um baráttu- konuna Malölu Yousafzai sem hún skrifaði með henni. Nýjasta bók Lamb, Líkami okkar, þeirra vígvöllur, eða Our bodies, their battlefield, kom út árið 2019 og í íslenskri þýðingu árið 2020. Þar talar hún við konur sem eru þolendur kynferðislegs of beldis og afhjúpar hvernig herir, hryðju- verkamenn og vígasveitir, beita nauðgunum sem stríðsvopni í nútímaátökum til þess að niður- lægja, hræða og stunda kynþátta- hreinsanir, og það í auknum mæli núna. „Ég skrifaði bókina núna því ég var reið. Ég hef verið fréttaritari í 33 ár og hef að mestu skrifað um átök. Ég hef alltaf haft mestan áhuga á því hvaða áhrif stríð hefur á konur því það er áhugavert. Ég hef minni áhuga á átökunum sjálfum og meiri áhuga á því hvernig fólk heldur lífi sínu saman í stríði, og það eru yfir- leitt konur sem sjá um það, en eru sjaldan viðurkenndar fyrir það.“ Kynferðislegt ofbeldi aukist Christina hefur ferðast víða um heim og rætt við konur í Rúanda, Filippseyjum, Afganistan, Bosníu og víðar og segir að ekki sé nægi- lega fjallað um myrka hlið þess sem konur upplifa í stríði. „Það er notkun kynferðislegs of beldis og grimmdar. Síðustu sex til sjö ár hef ég séð meira af þessu og mér fannst það skrítið. Því hef ég reynt að skilja þetta og talaði við f leiri um þetta, um hvað væri verið að gera í þessu og forsöguna. Ég ætlaði mér ekkert endilega að skrifa þessa bók, en ég var reið,“ segir Christina. Hún segir að hún hafi fyrst byrjað að hugsa um þetta fyrir alvöru þegar hún ræddi við jasídakonur sem íslamska ríkið hafði hneppt í þrældóm, á niðurníddum spítala á grískri eyju árið 2016. „Ég vissi ekkert hvað hafði komið fyrir þær. Ég sá það bara í augum þeirra að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir. Það var ekkert ljós í augum þeirra og þær voru mjög aftengdar því sem var að gerast,“ segir Christina, sem var stödd á grísku eyjunum í miðri f lótta- mannakrísu. Hún segir að stuttu eftir það hafi hún ferðast til Nígeríu til að taka viðtöl við konur sem Boko Haram hafði rænt og svo eftir það, árið 2017, var hún í Bangladess í Róhingja- krísunni. „Þar voru konur teknar af heim- ilum sínum, bundnar við tré og hópnauðgað fyrir framan börnin sín. Þetta eru allt hræðilegar sögur en, eins og það leit út þá var ekkert verið að gera í því. Það var enginn kærður í neinum af þessum málum og ég skildi það ekki,“ segir Christ- ina sem segir það hafa verið hvat- ann að því að skrifa bókina. Fleiri meðvitaðir um vanda Hún segir enga lausn í sjónmáli en telur að fleiri séu, undanfarið, með- vitaðir um vandamálið. En að þegar fjöldinn sé svona mikill og dæmin mörg flækist málið. Nauðgun ódýrara vopn en byssukúla „Ég skrifaði bókina núna því ég var reið,“ segir Christina um Our bodies their battlefield. MYND/AÐSEND Læknirinn Mukwege á Panzi-spítalanum í Austur-Kongó. Verðir frá Sam- einuðu þjóðunum gæta hans alla daga. MYND/GETTY Christina skrifaði bókina I am Malala með Malölu Yousafzai. MYND/GETTY Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is „Í Róhingjakrísunni f lúðu 700 þúsund manns yfir landamærin á aðeins nokkrum mánuðum. Meira en helmingur þeirra var konur og börn og f lestar konur sem ég talaði við þar höfðu einhverja slíka sögu að segja. Jasídakonurnar voru fleiri en þúsund. Boko Haram rændi tugþúsundum stúlkna. Þetta er svo mikill fjöldi og var augljóslega kerfisbundið. Þetta var ekki að gerast í óreiðu stríðsins, heldur var þetta að gerast því fólki var sagt að gera þetta. Það er enginn vafi á því að þetta er að gerast oftar og þetta er faraldur í svo mörgum löndum,“ segir Christina. Hún segir að fyrir því séu nokkrar ástæður. „Þetta er mjög skilvirkt vopn ef þú vilt niðurlægja óvin þinn og ná fram hefndum. Ef þú vilt hræða fólk og neyða það til að yfirgefa heim- ili sín, þá virkar þetta og kostar ekkert. Nauðgun er ódýrari en Kalashnikov-byssukúla, en stærsta ástæðan, og þetta er það sem veldur mér mestri reiði, er að refsileysið er algert. Það er ekki verið að sækja neinn til saka og því líður gerend- um eins og þeir geti gert það sem þeir vilja. Það eru engar afleiðing- ar,“ segir Christina. Heldurðu að það megi að ein- hverju leyti rekja til þess að eðli átaka hefur breyst? „Já, algerlega. Ef þú ferð aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar þá voru f lest fórnarlömb stríðs- ins hermenn á vígvellinum, ekki í miðri borg. Nýleg átök og stríð hafa verið háð í miðjum borgum, eins og Mósúl eða Bagdad, og oft háð af aðilum sem ekki eru opinberir, eins og her, heldur hryðjuverkahópum eða uppreisnarmönnum sem ekki virða stríðslög.“ Christina segir að lagalega hafi kynferðislegt of beldi í raun verið álitið stríðsglæpur í um 100 ár, en það hafi ekki verið fyrr en árið 1997, eftir borgarastríðið í Rúanda, sem fyrsta málið fór fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Haag. Hetjur í hryllingi Í bókinni, þó að það séu sögur af hryllingi heimsins, er líka að finna hetjusögur sem geta gefið von. „Eins og læknirinn Mukwege, hann rekur spítala í Austur-Kongó. Hann er k vensjúkdómalæknir og kom spítalanum upprunalega á fót því hann hafði áhyggjur af mæðradauða. En svo komu konur þangað sem hafði verið nauðgað, á mjög of beldisfullan hátt. Það hafði verið kveikt í kynfærum þeirra og hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Hann hugsaði fyrst að þetta gæti ekki verið algengt, en svo fóru f leiri og f leiri konur að koma með álíka áverka og hann sá að þetta var kerfisbundið,“ segir Christina. Mukwege hefur núna sinnt um 55 þúsund konum á spítalanum sínum sem hafa verið beittar kyn- ferðislegu of beldi. Þar fá þær bæði aðstoð vegna líkamlegra afleiðinga of beldisins og andlegra og sál- rænna af leiðinga. Þá býður hann konum, sem hefur verið útskúfað vegna of beldisins, að fá lán til að stofna fyrirtæki eða til að geta staðið á eigin fótum. „Þessi maður hefur oftar en einu sinni stefnt lífi sínu í hættu. Hann hefur oft fengið líf látshótanir og þarf að búa á spítalalóðinni. Það eru verðir frá Sameinuðu þjóð- unum sem gæta hans. Hann er eins og fangi,“ segir Christina. Mukwege fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir þremur árum fyrir þessa vinnu sína. „Hann hélt þá að þetta myndi breytast, en það hefur ekkert breyst. Hann er enn að fá konur til sín og nú í auknum mæli. Síðast sagði hann mér frá sex mánaða stelpu og fjögurra ára dreng sem var komið með, þeim hafði báðum verið nauðgað. Það er erfitt að átta sig á þessum upplýsingum og því hvernig nokkur gæti notið þess á einhvern hátt að gera slíkt,“ segir Christina. En það eru f leiri hetjusögur og hún nefnir Bakiru frá Bosníu,  22 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.