Fréttablaðið - 09.10.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 09.10.2021, Síða 30
þurri pönnu. Þeytið rjómann með sykri og vanilludropum. Ausið súpunni á diska, stráið múskati yfir, leggið kúfaða súpuskeið af rjóma á hvern disk, loks stráið þið hnetum yfir. Bon appétit. Peru- eða eplaterta Fyrir 8 Bökudeig 200 g hveiti 100 g smjör við stofuhita 80 cl ískalt vatn Hnoðið smjörinu saman við hveitið án þess að snerta það mikið. Hellið vatninu saman við. Dreifið hveiti á borð, myndið kúlu úr deiginu. Fletjið deigið með lófa, brjótið saman í þrennt. Endurtekið tvisvar. Setjið í kæli í eina klst. Fylling 800 g epli eða velþroskaðar perur 1 dl rjómi 1 egg 80 g sykur 50 g möndluflögur Örlítið salt 2 msk. Calvadosbrennivín, ef vill Hitið bökunarofninn í 200°C. Stráið hveiti á borðið. Fletjið deigið út, leggið í stórt bökuform, vel upp á barma. Afhýðið ávextina, kjarnhreinsið, skerið þunnt, leggið þétt saman á tertubotninn. Þeytið saman egg, sykur, salt og rjóma, hellið yfir. Dreifið loks möndlum yfir. Bakið í rúman hálftíma. Bon appétit. n Sigríður Gunnarsdóttir hefur búið í París í 50 ár. Haustið er uppskerutími og þá fer Sig- ríður á markaðinn þar sem borð grænmetisbóndans svigna undan þunga upp- skerunnar. starri@frettabladid.is Haustið hefur minnt á sig undan­ farna daga í París með tilheyrandi rigningu, kaldara loftslagi og fyrstu haustlitunum. Um leið breyta Parísarbúar um lífsstíl og hluti þess er að elda úr öðru hráefni, eða því ferskasta sem er í boði þessa dagana, segir Sigríður Gunnarsdóttir sem hefur búið í heimsborginni í 50 ár. Sigríður vakti mikla athygli fyrir bækurnar Sælkeraferð um Frakkland, Sæl­ keragöngur um París og Sælkera­ flakk um Provence, sem hún vann með dóttur sinni Silju Sallé og komu út á árunum 2007­2013. „Öll þessi ferðalög voru algert ævintýri, á allan hátt. Við kynntumst góðu fólki enda hafa allir Frakkar áhuga á góðum mat og eru auk þess reiðu­ búnir að útskýra leyndardóma sinna heimahaga. Við mæðgur reyndum að koma þessari gleði áfram til Íslendinga í bókum okkar.“ Á þessum tíma þóttu bækurnar nokkuð frumlegar enda samein­ uðu þær ferðalög um Frakkland, fróðleik um mat og hráefni, í bland við girnilegar uppskriftir. „Bæk­ urnar voru einstaklega fallegar og tók Silja dóttir mín myndirnar sem birtust í þeim. Ég hef enn mjög gaman af að elda góðan mat og reyni að fylgja þeim sið Frakka að breyta mataræði eftir árstíðum með því að notast við það sem úti grær, eins og hægt er.“ Mikilvæg stund Það eru ekki allir sem vita að frönsk matargerðarlist er á heims­ minjaskrá UNESCO. „Hvergi í heiminum er eytt eins löngum tíma við undirbúning máltíðar­ innar, né við matborðið. Máltíðin er heilög stund, skiptir höfuðmáli á dagskrá fjölskyldunnar. Ekki er aðeins verið að njóta góðrar matreiðslu, heldur er þetta sá tími dagsins sem fjölskylda og vinir nota til að tala saman og ræða atburði dagsins,“ segir Sigríður. Henni finnst mikilvægt að benda á að Frakkar eru grennstir evrópskra þjóða. „Þegar fólk nennir að elda góðan, hollan mat og allir sitja saman og borða hann, í stað þess að vera í snakkáti yfir daginn, þá fitnar fólk ekki. Bara Máltíðin er heilög stund í Frakklandi Þessi bragðgóða eplaterta slær í gegn hjá öllum aldurshópum. Það má nota perur í stað epla. Ilmandi graskerssúpan er einföld í framkvæmd og dásamleg á bragðið. Sigríður Gunnarsdóttir matgæðingur hefur verið búsett í París í 50 ár. MYND/AÐSEND sem dæmi get ég sagt þér að ég nota enn kjól sem ég fékk þegar ég var sextán ára, hann er enn svo ægilega fallegur. Ég hef nú reyndar þyngst um 5 kg síðan, en kemst í hann samt. Geri aðrir betur.“ Matargerð í Frakklandi er ólík eftir landshlutum Franska sumarið er að sögn Sig­ ríðar venjulega sólríkt, hlýtt og fal­ legt. „Við höfum haft opið út í allt sumar, verið eins mikið úti og inni. Til dæmis hafa allar máltíðir verið borðaðar úti við í sumarblíðunni. Hér er mikill og fallegur gróður enda má segja að við búum í forða­ búri Evrópu. Hvergi er ræktað eins margt og mikið á ökrum úti, hér vex allt hveiti og korn, og ávextir og grænmeti sem hugsast getur. Landið er stórt, mjög ólíkt eftir héruðum, bæði hvað snertir lofts­ lag og landslag. Hvert hérað hefur fyrir vikið þróað sína matgerðar­ list. Fólk í Norður­Frakklandi eldar öðruvísi en í Suður­Frakklandi, hið fjöllótta Austur­Frakkland er gjörólíkt vesturströndinni, o.s.frv. Síðan breytist mataræði fólks gjör­ samlega eftir árstíðum.“ Tími uppskerunnar Haustið er uppskerutími og fer Sigríður reglulega á markaðinn þar sem borð grænmetisbóndans svigna undan þunga uppskerunnar. „Ég er sjálf með eplatré í garðinum en við borðum epli í hverri máltíð um þessar mundir. Ég ætla að gefa lesendum Fréttablaðsins tvær hefð­ bundnar haustuppskriftir af gras­ kerssúpu og tertu úr annað hvort eplum eða perum. Báðar sígildar uppskriftir frá matarparadísinni Frakklandi.“ Grasker eru nýlega farin að sjást oftar á borðum Íslendinga en þau eru mjög vinsæl á haustin í Frakk­ landi og raunar fram á vetur segir Sigríður. „Graskerin koma í öllum regnbogans litum, lítil og stór. Margir skreyta með þeim á haustin því þau geymast lengi. Þau eru mat­ reidd á marga vegu en oftast samt notuð í súpur. En þau eru líka mikið notuð í stöppur, og þá oft með kart­ öflum, og í gratín. Litlu graskerin eru oft fyllt, gjarnan með hökkuðu kjöti, líkt og pastaréttir, síðan er settur rifinn ostur yfir og þau sett undir grillið. Þau eru hreint sælgæti hvernig sem þau eru elduð.“ Graskerssúpa (Soupe au potiron) Fyrir 4 1 kg grasker 5 dl mjólk 2 dl rjómi 2 msk. sykur Vanilludropar Nokkrar smátt skornar hesli- hnetur Salt Múskat Afhýðið graskerið, skerið það í litla bita. Sjóðið í 20 mínútur í mjög litlu vatni eða við gufu, því það kemur mikill safi úr því. Hellið soðinu, saltið graskersbitana og maukið þá með mjólkinni. Ristið hneturnar á 4 kynningarblað A L LT 9. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.