Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 44

Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 44
www.ruv.is RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólks RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Við leitum að fólki sem vill vera hluti af mikilvægu starfi á skapandi og líflegum vinnustað. Dagskrárgerðarfólk Mannauðsráðgjafi Umsóknum skal skilað á vef RÚV, www.ruv.is/storf, þar er einnig að finna nánari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 5. sept. 2021 Hefur þú brennandi áhuga á fólki og þjóðmálum, þægilega rödd og góða nærveru? Langar þig til að færa þjóðinni nýjustu fréttir á morgnana í bland við skemmtileg viðtöl við áhugavert fólk? Við leitum að dagskrárgerðarfólki í Morgunútvarp Rásar 2 með breiða þekkingu, góða reynslu af fréttatengdri dagskrárgerð eða blaðamennsku og mjög gott vald á íslensku máli. Við leitum að metnaðarfullum mannauðsráðgjafa til að starfa við fjölbreytt verkefni í mannauðsteymi. Ef þú hefur góða faglega þekkingu og reynslu, mikinn áhuga á þróun ásamt því að nálgast samskipti með jákvæðni, fagmennsku og hvatningu að leiðarljósi gæti þetta verið rétta starfið. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um störfin, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu. www.ruv.is KVIKMYNDATÖKUFÓLK OG HÖNNUÐIR! Grafískur hönnuður Við leitum að áhugasömum og hugmyndaríkum grafískum hönnuði í fullt starf á framleiðslusviði. Starfið felur í sér grafík og hönnunarverkefni er snúa að ímyndar- og kynningarmálum miðla RÚV. Menntun og reynsla á sviði grafískrar hönnunar er nauðsynleg. Kvikmyndat kur fyrir fréttir Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf við fréttamyndatökur. Um er að ræða alhliða fréttamyndatöku fyrir sjónvarp og vefsíðu, og einnig dagskrártökur, íþróttatökur, stúdíótökur o.s.frv. Þekking eða reynsla af klippiforritum er æskileg. Myndatökufólk er leiðandi í úrlausnum og útfærslum í nánu samráði við dagskrárgerðarfólk. Menntun og reynsla á sviði kvikmyndatöku ásamt þekkingu á drónatökum er nauðsynleg. Nánari uppýsingar um störfin veitir Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla og framleiðslu, birgir.sigfusson@ruv.is RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Við leitum að fólki sem vill vera hluti af mikilvægu starfi á skapandi og líflegum vin ustað. Umsóknum skal skilað á vef RÚV, www.ruv.is/storf, þar er einnig að finna nánari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 24. okt. 2021 Við hvetjum áhugasöm til að sækja um störfin, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu. PROTOCOL ASSISTANT Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Protocol Assistant. Application instructions and further information can be found on the Embassy’s home page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Sérfræðingur í málefnum barna Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum barna samkvæmt barnalögum. Sérfræðingar í málefnum barna er starfa hjá Sýslu- manninum á höfuðborgarvæðinu veita þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinna verkefnum á lands- vísu. Markmið með starfi sérfræðings í málefnum barna er að aðstoða foreldra við að leysa úr ágrein- ingsmálum og veita ráðgjöf og liðsinni m.a. vegna umgengni, forsjár eða búsetu barna, með sáttameð- ferð, ráðgjöf og öðrum úrræðum barnalaga. Sérfræðingur annast sáttameðferð þegar foreldrar deila um umgengni, forsjá eða búsetu barna í málum hjá sýslumönnum. Við sáttameðferð er beitt viður- kenndum aðferðum til að leita sátta í ágreinings- málum innan marka barnalaga. Sérfræðingur veitir einnig foreldrum sérfræðiráðgjöf í málum barna hjá sýslumanni. Þá veitir sérfræðingur liðsinni við með- ferð máls hjá sýslumanni, sem getur meðal annars falist í að rannsaka hvaða tilhögun umgengni er barninu fyrir bestu og setja fram álit og mat á því. Þegar viðtal við barn er hluti af meðferð máls hjá sýslumönnum, annast sérfræðingur viðtalið og gerir um það skýrslu. Sérfræðingur sinnir einnig eftirliti með umgengni. Starf sérfræðings er unnið í samstarfi teymis sérfræðinga og lögfræðinga sýslumanns. Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf til starfsréttinda í sálfræði, félagsráð- gjöf eða sambærilegum greinum. • Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni barna og/ eða foreldra. • Að hafa haldgóða þekkingu á ákvæðum barnalaga og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra. • Menntun á sviði sáttameðferðar eða sáttamiðlunar eða umtalsverð starfsreynsla á því sviði eða fjöl- skyldumeðferðar. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi. • Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum. • Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku. Sótt er um starfið rafrænt á Starfatorg.is og má þar finna nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18.10.2021 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur www.syslumenn.is RÁÐNINGAR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.