Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 76

Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 76
Þetta er hugmyndarík skáldsaga og í henni bíður margt gott eftir lesendum sem hugsa, leita og uppgötva. Áhorfendur hreinlega hrynja inn í hugarheim og list Kjarvals þegar gengið er inn í Litla salinn. LEIKHÚS Kjarval Stefán Hallur Stefánsson Borgarleikhúsið, Litla sviðið Leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Lýsing og myndbönd: Pálmi Jónsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Sviðshreyfingar: Kata Ingva Sigríður Jónsdóttir Jóhannes Sveinsson Kjarval gaf Íslendingum ekki einungis nýja sýn á íslenskt landslag heldur einnig á lifið. Fegurðina má finna alls staðar og oft á óvæntum stöðum, líka innra með okkur. Myndmál hans er örugg- lega orðið greypt í genamengi þjóð- arinnar, því er svo sannarlega við hæfi að setja upp leiksýningu um líf þessa merka manns, en Kjarval var frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins laugardaginn 25. september. Stefán Hallur Stefánsson leikstýr- ir og semur handritið en leikritið er að hluta til byggt á bók Margrétar Tryggvadóttur, Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Stiklað er á mjög stóru á æviskeiði Kjarvals, hér er það listin sem er tjáningar- miðillinn, alveg eins og í lífi lista- mannsins. Áhorfendur eru leiddir um heim skynjunar frekar en stað- reynda, heim sem er smíðaður með fjölbreyttum efniviði en hornstein- arnir eru myndlist og lífsviðhorf Kjarvals. Þetta gerir Stefán Hallur virkilega vel í einni áhugaverðustu barnasýningu síðustu leikára. Listin er þriðja persónan Sýningin hefst með litasprengju áður en að leikararnir svo mikið sem stíga á svið. Guðný Hrund Sig- urðardóttir er svo sannarlega einn eftirtektarverðasti leikmynda- hönnuður landsins. Áhorfendur hreinlega hrynja inn í hugarheim og list Kjarvals þegar gengið er inn í Litla salinn. Sætin eru umkringd eftirprentunum af málverkum meistarans og strigarnir stöðugt tengdir inn í framvindu sýningar- innar. Listin, einnig endurspegluð í leikmunum og búningum, er nefni- lega þriðja persóna sýningarinnar. Lýsing og myndbandsvinna Pálma Jónssonar spilar einnig veigamikið hlutverk, þar sem áherslan er lögð á að lyfta listinni upp og endurskapa, enda spilar ljósið veigamikið hlut- verk í verkum Kjarvals. Haraldur Ari Stefánsson og Þur- íður Blær Jóhannesdóttir hafa áður haldið uppi leiksýningu sem leik- aratvíeyki, en það var leiksýningin Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson, á sama sviði fyrir þremur árum. Bæði hafa þau mikla útgeislun og sterka sviðsverund sem skilar sér í eftirminnilegri frammi- stöðu sem er keyrð áfram af leik- gleði. Þau ná fallegri tengingu við áhorfendur, textavinnan er framúr- skarandi og leikurinn léttur. Frábær þrenna í sýningu ætluð yngstu kyn- slóðunum, en nálgun þeirra opnar á tengingu við alla aldurshópa. Tónlist Úlfs Eldjárn, hljóðvinnsla Þorbjörns Steingrímssonar og sviðs- hreyfingar Kötu Ingva eru síðan eins og síðustu pensildrættirnir í stórbrotnu málverki: Þau dýpka verkið án þess að vera yfirþyrm- andi, líkt og þau hefðu alltaf verið á striganum. Ævisögulegar sýningar hafa verið áberandi síðastliðin misseri með misjöfnum árangri, en Kjarval, með Haraldi Ara og Þuríði Blævi í fararbroddi, sýnir hvernig hægt er að nálgast þessa tegund leiksýninga með eftirminnilegum hætti. Kjarval á eftir að þjappast örlítið saman og styrkjast en svo sannarlega er hægt að mæla með sýningunni fyrir list- unnendur á öllum aldri. n NIÐURSTAÐA: Kjarval er yfir- full af töfrum og litadýrð, eins og íslensk náttúra. Litadýrð lífsins Hér er það listin sem er tján- ingarmiðillinn, alveg eins og í lífi listamanns- ins.BÆKUR Ljósgildran Guðni Elísson Lesstofan Síðufjöldi: 800 Kristján Jóhann Jónsson Fjórar persónur eru frekastar á rýmið á þessum átta hundruð blað- síðum. Annars vegar eru skáldin Jakob, sem jafnframt er höfundur ljóðabókarinnar Ljósgildrunnar, og Hermann, sem hefur tekið sér höfundarnafnið H.M.S Hermann, því hann er til þess búinn að skjóta tundurskeytum á hvað sem er. Hins vegar eru valdamennirnir, forsetinn og forsætisráðherrann, sem heitir Ólafur Helgi Haraldsson. Nafnið vísar bæði til þekkts forseta og konunglegs sjálfsskilnings forsætis- ráðherrans. Skáldið Jakob er sniðið eftir goðsögninni um Orfeus og Evridísi, og þar með draumnum um að endurheimta lífið. V a l d s m e n n - irnir eru með þeim ósköpu m gerði r að þeir vilja alltaf meira. Það er reynd- ar ekki sérstakt í þessari sögu því allir leita einhvers og öll hugarró er víðs fjarri. Mikið er fjallað um hégóma- sk ap og sjá l f s- hyg g ju , g ræðg i, s v i k o g h a g s - muni, kynjaátök og fullan f jand- sk ap k y nja nna á köf lum, sam- bandsleysi ungra og aldinna og ýmislegt f leira sem ekki er til fyrirmyndar. Að þessu leyti gengur skáldsagan í takti við samtímann. Þetta eru vinsælustu umræðuefni fjölmiðla og samfélags- miðla sem jafnframt eru heimild um samvitund tímans. Ég minni til staðfestingar á nýlegar fréttir af því hvernig stórmiðillinn „facebook“ hefur ýtt undir efni af þessu tagi til þess að auka sínar vinsældir. Í Ljósgildrunni ákveða valds- mennirnir að gera skáldin að hirð- skáldum, sér til framdráttar. Það er f lókin aðgerð að kaupa skáld og verður ekki rakið hér hvernig það gengur. Hins vegar má minna á að milli lífs og dauða er einungis þunnt skæni, rétt eins og milli skáldskapar og veruleika. Mörg vitur skáld hafa einnig bent á þunna og brothætta skurn milli andlegs heilbrigðis og veikleika. Höfundur Ljósgildr- unnar hefur sterkan og skýran skilning á hverfulleika mannlegs lífs og vitundar. Frásögn hans er að grunni raunsæisleg en inn í hana koma samt bæði furðuverur og bókmenntapersónur sem stíga fyrirhafnarlaust yfir skilveggi tíma og rúms, skáldskapar og veruleika. Það er mikil íþróttamennska sem þarf til þess að tengja frásagnir og tilvísanir í þessari bók. Eins og áður var nefnt er bókin 800 bls. og því skiljanlegt að ek k i ver ðu r grein gerð fyrir öllu hér í þessu spjalli enda ekki ástæða til. Að mínu mati hefði bókin ekki þurft að verða svona löng en það er ekki mikilvægt. Þetta er hug- myndarík skáld- saga og í henni bíður margt gott eftir lesendum sem hugsa, leita o g u pp göt va . Au k a p e r s ó nu r eru nokkuð margar og ég minnist hér aðeins á tvær sem örugglega ýta undir tilhneiginguna til að lesa söguna sem lykilskáldsögu. Ég hef reyndar alltaf verið andsnúinn slík- um lestri. Það á ekki að „afskálda“ sögur aftur inn í ímyndaðan veru- leika. Ég nefni samt aukapersónuna Gunnar-rauða, sem er ógnandi og virðist „langa að höggva höfuðin, af heiðursmönnunum öllum“ eins og segir í gamalli vísu. Hann fær engu áorkað. Píratinn Mogens Bogesen nær meiri árangri! Þó að hann sé ef til vill strengjabrúða líka. n NIÐURSTAÐA: Áhugavert og skemmtilegt bókmenntaverk sem hefði mátt vera styttra. Ef einhvers staðar eru að störfum leshringir sem eru meira en orðin tóm, þá er Ljósgildran tilvalið við- fangsefni. Sá er leitar mun finna kolbrunb@frettabladid.is Uppboð Gallerís Foldar, Perlur í íslenskri myndlist, stendur yfir og lýkur 18. október og eru verkin til sýnis á opnunartíma gallerísins fram að því. Þrjú góð verk eftir Karl Kvaran verða boðin upp, þar af eitt stórt olíuverk. Þá er eftirtektarvert geo- metríuverk unnið í olíu eftir Kjartan Guðjónsson á uppboðinu, sem og annað abstrakt á pappír, sem og olíuverkið Streymi. Þá má nefna verk eftir Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Braga Ásgeirsson og Nínu Tryggvadóttur. Þá verða boðin upp óvenjuleg verk eftir Kjarval, meðal annars eitt af þekktustu olíuverkum hans, Kálfshamarsvík. Af verkum annarra af eldri kyn- slóð listamanna má nefna verk eftir Jóhann Briem, Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving. Pappírsverk eftir Rósku er á upp- boðinu og þar eru einnig verk eftir Birgi Andrésson og stórt verk eftir Georg Guðna. Óvenjumörg verk eftir Karólínu Lárusdóttur verða boðin upp, bæði vatnslitaverk og olíumálverk n Perlur í íslenskri myndlist Kálfhamarsvík eftir Kjarval. 40 Menning 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.