Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 09.10.2021, Qupperneq 82
Ég er mjög þakklátur þeim fyrir norðan fyrir að draga mig út í þetta enda er þetta mjög skemmtilegt. Guðni Þetta var svo fallegt ferðalag og það gleður mig mjög að áhorf- endur fái nú að njóta þess á sama hátt. Hildur Guðnadóttir Er í fríi. Víðir Reynisson, yfirlögreglu­ þjónn almanna­ varna, hefur lítíð sést undanfarið eftir mánaða­ langa, nánast stöðuga viðveru. stod2.is Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD n Hvar ertu? Arnaldi tryggður pappír thorarinn@frettabladid.is Pappírsskortur og tregða í skipa­ flutningum milli landa gæti mögu­ lega truflað straum jólabóka­ flóðsins. Bjarni Harðarson, hjá bókaút­ gáfunni Sæmundi, sagði þannig í Fréttablaðinu að hann þyrfti að fresta útgáfu tíu jólabóka vegna pappírsskorts. „Maður sér að jólabókaflóðið, það verður seinna á ferðinni heldur en venjulega.“ Aðdáendur Arnaldar Indriða­ sonar hafa þó ekkert að óttast og nýjasta glæpasaga hans kemur, venju samkvæmt, stundvíslega út mánudaginn 1. nóvember. „Fag­ fólkið á Forlaginu var löngu búið að sjá þetta fyrir og tryggja að ekkert kæmi í veg fyrir glæstasta jóla­ bókaflóð útgáfunnar frá upphafi,“ segir Egill Örn Jóhannsson, for­ stjóri Forlagsins. „Og að sjálfsögðu verður því Arnaldur með brakandi ferska bók þann 1. nóvember!“ n n Fréttir af fólki Sinfónía Norðurlands flytur margverðlaunaða tónlist Hildar Guðnadóttur við Joker á kvikmyndatónleikum undir stjórn Guðna Franzsonar, sem mun óhjákvæmilega finna föðurhjartað slá aðeins örar þegar hann beinir sprotanum að snilldarverki dóttur sinnar í Hörpu annað kvöld. toti@frettabladid.is Kvikmyndinni Joker verður varpað á risastórt tjald í Eldborgarsal Hörpu við undirleik sinfóníu­ hljómsveitarinnar SinfoniaNord á kvikmyndatónleikum, þar sem margverðlaunuð tónlist Hildar Guðnadóttur fær að njóta sín til hins ítrasta undir stjórn föður hennar, Guðna Franzsonar, klarí­ nettuleikara með meiru. „Já, já. Það gerir það,“ segir Guðni, um að vissulega kitli það föður­ hjartað að fá slíkt tækifæri til þess að koma að flutningi á Óskarsverð­ launatónlist dóttur sinnar. „Ég er mjög þakklátur þeim fyrir norðan fyrir að draga mig út í þetta, enda er þetta mjög skemmtilegt,“ segir Guðni og bætir við að ánægjan sé ekki síst fólgin í því að með lifandi flutningi geti tónlistin öðlast sjálf­ stætt líf utan bíótjaldsins. „Það er eins og músíkin lifni svo­ lítið við og vonandi gerist eitthvað í þá veru núna,“ segir Guðni og bendir á að þótt það sé alls ekki algilt sé stundum eins og tónlistin sé dálítið falin bak við kvikmyndina sjálfa. Renni eiginlega inn í hana, en með lifandi f lutningi „kemur svolítið skemmtilegur fókus og þetta fer að virka svona eins og heildstætt tón­ verk.“ Tilfinningaþrungin vegferð Tónlist Hildar er í raun hryggjar­ stykkið í aðalpersónunni Arthur Fleck og tilfinningaþrunginni veg­ ferð hans, sem nær hámarki þegar hann umturnast í Jókerinn. Guðni bendir á að það sé ekki síst gaman að kvikmyndatónleikunum vegna þess að segja megi að Hildur vinni með svolítið takmarkað efni til þess að skapa þann sterka karakt­ er sem Jókerinn er í myndinni. „Allt í einu stækkar þetta nauma efni og verður að heilu tónverki.“ Lifandi tónlistin framkallar þannig alveg nýja upplifun á Jókernum, sem verður til við magn­ aðan samruna leikarans Joaquin Phoenix og tónlistar Hildar en bæði hlutu, eins og löngu frægt er orðið, Óskarsverðlaun fyrir framlög sín til myndarinnar. Röntgenmynd af Phoenix „Mér finnst svolítið gaman að þessu vegna þess að þetta er svo nálægt Joaquin Phoenix og hans Jóker í þessu, þannig að það er eins og það komi einhvers konar nærmynd af honum. Það er svolítið spes. Músíkin tengist honum og per­ sónu Jókersins svo sterkt, sko. Þann­ ig að það er eins og maður horfi inn í hann og dálítið gaman að þetta er eins og röntgenlýsing á Joaquin Phoenix. Svolítið eins og maður sjái bara alveg beinagrindina í honum.“ Hildur segist sjálf hæstánægð með að fá að sjá og heyra Joker á kvikmyndasýningu með lifandi sinfóníuhljómsveit. „Hljómsveitin kom með svo mikla dýpt og næmni í f lutningi sínum þegar við hljóð­ rituðum tónlistina. Við bókstaf­ lega héldum niðri í okkur andanum meðan á upptökum stóð. Þetta var svo fallegt ferðalag og það gleður mig mjög að áhorfendur fái nú að njóta þess á sama hátt.“ Sjokkerandi mynd Þegar talið berst að myndinni sjálfri segir Guðni að „skemmtileg“ sé kannski ekki rétta orðið. „En mér finnst þetta rosalega áhrifarík mynd. Ég tek hana bara sem svona ákveðna sögn í nútímanum og um ástandið í samfélaginu.“ Guðni vísar til grimmra örlaga Arthurs sem er ótryggður og hefur ekki efni á heilbrigðisþjónustu. „Ég sé þetta náttúrlega svolítið með þeim gleraugum og eitt morð til eða frá hættir að skipta máli í sam­ henginu. Þannig að ég sé þetta svo­ lítið sem Bandaríki nútímans, eða bara veröldina í dag. Mér finnst þetta snúast miklu meira í kringum það. Þetta er ofsalega sterkt og maður varð svo­ lítið sjokkeraður að sjá hana fyrst, en síðan er ég búinn að sjá hana nokkrum sinnum og þá eru það taugarnar og tilfinningarnar sem tengjast þessu sem fara alltaf að koma sterkar og sterkar inn. Þetta er ein af þeim myndum sem verða alltaf magnaðri og magnaðri eftir því sem maður horfir á þær oftar.“ Grænt ofan á grátt Guðni var fenginn til þess að bregða sér í gervi Jókersins til þess að vekja athygli á tónleikunum. „Þeim datt þetta snjallræði í hug. Að dressa mig svona upp og ég er náttúrlega algjörlega ókomplexaður og ger­ samlega laus við einhverja mótaða sýn á hvernig ég eigi að líta út og svo­ leiðis,“ segir Guðni og hlær dátt, áður en hann bætir við að hann hafi sagst vera til í þetta ef talið væri að uppá­ tækið yrði til þess að draga fólk að. Hann segist þó alls ekki ætla að stjórna sinfóníuhljómsveitinni sem Jókerinn. „Nei! Ég ætla ekkert að stela senunni frá Joaquin Pho­ enix. Hann á sjóið þarna. Ég verð bara svartur og sykurlaus og fer í skuggann. Þeim fannst góð kynning að dressa kallinn upp í þetta en ég ætla ekkert að vera að trana mér. Ég held að það hafi verið vitleysa en það er kannski smá svipur með okkur,“ heldur Guðni áfram og bendir á einn augljósan kost. „Þegar maður er orðinn svona grár og litlaus þá getur maður tekið hvaða lit sem er. Grænt eða blátt eða fjólublátt eða hvernig sem er. Það er alveg sama hvernig lit þú setur í svona grátt hár. Það er góður grunn­ ur og verður allt í lagi,“ segir Guðni Franzson, sem mun stjórna Sinfóníu Norðurlands með grátt hár í Hörpu á sunnudagskvöld á tónleikunum sem hefjast klukkan 19.30. n Guðni stjórnar Jóker dóttur sinnar Guðni sveiflar sprotanum yfir snilld Hildar annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Guðni lét sig ekki muna um að lita grátt hárið grænt. MYND/AÐSEND Joaquin Phoenix. MYND/ WARNER BROS. 46 Lífið 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.