Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 6. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 106. tölublað . 109. árgangur .
Lægra verð - léttari innkaup
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
TILBOÐ GILDA 6. ! 9. MAÍ
22%
AFSLÁTTUR
Lambalæri
1.089KR/KG
ÁÐUR: 1.396 KR/KG
Avókadó
700 gr
365KR/PK
ÁÐUR: 729 KR/PKGrísabógsneiðar
Í Alabamamarineringu
599KR/KG
ÁÐUR: 1.198 KR/KG
50%
AFSLÁTTUR
50%
AFSLÁTTUR
ÞARF AÐ BERA
FULLA VIRÐINGU
FYRIR SJÓNUM
FÆRRI HAFA
NÝTT SÉR
FERÐAGJÖFINA
RAGNAR KJARTANS
SÝNIR Í LISTASAFNI
ÍSLANDS
700 MILLJÓNIR ÓNOTAÐAR 36 SUMARNÓTT 64SJÓSUND ERNU 47
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Rannsókn, sem nokkur landssamtök
SOS-barnaþorpa gengust fyrir, leið-
ir í ljós að alþjóðasamtökin hafi ekki
rannsakað barnaverndarbrot sem
skyldi og jafnvel stöðvað óþægilegar
rannsóknir af því tagi.
Þetta kemur fram í viðtali við
Ragnar Schram, framkvæmdastjóra
SOS-barnaþorpa á Íslandi, í Morg-
unblaðinu í dag. Brotin, sem um
ræðir, eru af ýmsum toga og mjög
misalvarleg, en verra sé að yfirmenn
alþjóðasamtakanna hafi gerst sekir
um yfirhylmingu.
Ragnar játar að þessar opinber-
anir geti reynst starfi samtakanna
þungar í skauti, en þau geti ekki tek-
ið þátt í slíkri yfirhylmingu, hags-
munir barnanna gangi fyrir.
Af orðum Ragnars er ljóst að hann
og hin íslensku samtök bera ekki
traust til forseta og varaforseta al-
þjóðasamtaka SOS-barnaþorpa. Sis-
sel Aarak, hjá SOS-barnaþorpum í
Noregi, hefur sömu sögu að segja.
SOS-barnaþorp voru stofnuð eftir
síðari heimsstyrjöld til þess að sinna
þörfum munaðarlausra og stríðs-
hrjáðra barna. Þau starfa nú í 137
löndum, en um 31 þúsund manns létu
fé af hendi rakna til íslensku samtak-
anna í fyrra. Ragnar biðlar til þeirra
um að treysta því að íslensku sam-
tökin gæti gegnsæis. Þau muni ekki
una sér hvíldar fyrr en „við erum
fullviss um að þessi mál séu komin í
lag, að hinir brotlegu axli ábyrgð“.
Alþjóðasamtök SOS-
barnaþorpa gagnrýnd
- Barnaverndarbrot órannsökuð - Yfirhylming á æðstu stöðum
MTökum ekki þátt í ... »6
un og vöruflutningar með ríflega 600
störf. Svo kemur ýmis ferðaþjónusta
með tæplega 600 störf og því næst
byggingariðnaður með um 500 störf.
Stöðugt framboð frá 22. mars
Unnur segir að frá því átakið hófst
22. mars hafi verið mikill og jafn
gangur í framboði starfa.
„Það hafa aldrei jafn mörg störf
borist til vinnumiðlunar og núna,“
segir Unnur um framboðið.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að nú
streymi inn auglýsingar á störfum
sem tengjast átakinu Hefjum störf.
Alls hafi á sjötta þúsund starfa verið
auglýst og hafi hún aldrei séð því-
líkar flóðgáttir opnast.
Fjallað er um þessi störf á við-
skiptasíðu Morgunblaðsins í dag.
Flest þeirra, eða tæplega 900, eru
í gistiþjónustu en næst kemur versl-
Mörg þúsund
störf í boði
- Þúsundum atvinnulausra boðin vinna
MFyrirtækin að vakna úr dvala »32
Eldgosið í Geldingadölum hefur sést ansi vel frá höfuðborg-
inni undanfarna daga. Í gær náði ljósmyndari Morgunblaðs-
ins þessari mynd af gosmekkinum sem teygir sig jafnan fleiri
á Reykjanesskagann í aðra áttina og út á Snæfellsnes í hina.
Og borgarbúar eru heppnir, það jafnast enda fátt á við góða
fjallasýn, hvað þá fjallasýn í stöðugri mótun!
kílómetra upp í loftið, það sést meira að segja í gosstrókinn
sjálfan. Milt hefur verið í veðri síðustu daga, sólskin, heiðskírt
og skyggni gott. Frá höfuðborgarsvæðinu hefur því sést vel út
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gosið hefur sést vel frá höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga