Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Flottu vínyl gólfmotturnar frá Beija Henta vel fyrir heimilið, sumarbústaðinn og vinnustaðinn Þið finnið okkur á Facebook Kaia.homedecor Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 822 7771 eða 822 7772 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mjög þurrt hefur verið í Reykjavík það sem af er þessu ári, að því er fram kemur í nýbirtu tíðarfars- yfirliti Veðurstofu Íslands. Heildarúrkoma fyrstu fjóra mán- uði ársins var 193,5 millimetrar, sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Mánuðirnir fjórir hafa ekki verið jafnþurrir frá 1995 í Reykjavík, eða í rúman ald- arfjórðung. Og fyrstu dagar maí hafa einnig verið mjög þurrir. Á Akureyri hefur heildarúrkoma mánaðanna fjögurra mælst 200,9 millimetrar, sem er um 10% um- fram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Heildarúrkoma það sem af er ári hefur mælst meiri á Akureyri heldur en í Reykjavík sem er nokk- uð sjaldgjæft, segir Veðurstofan. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins var 2,0 stig sem er 0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en jafn með- alhita síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 23. til 25. sæti á lista 151 árs. Á Akureyri var meðalhiti mán- aðanna fjögurra 0,5 stig. Það er 0,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 0,4 stigum undir með- allagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 29. sæti á lista 141 árs samfelldra mælinga. Svalur apríl er að baki Eins og fram kom í blaðinu í gær var nýliðinn apríl fremur svalur á landinu öllu. Meðalhiti í Reykjavík í apríl var 3,5 stig og er það -0,2 stig- um undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak- ureyri var meðalhitinn 2,8 stig, 0,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -0,4 stigum undir með- allagi síðustu tíu ára. Hitinn í Reykjavík lendir í 57. sæti af mæl- ingum sem staðið hafa yfir í 151 ár samfellt. Á Akureyri raðast hann í 46. sæti af 141 mælingu. Byrjun maí hefur verið í svalara lagi en þó ekki afbrigðilega samt, segir Trausti Jónsson veðurfræði- ingur. Og hlýindi er ekki að sjá í spám næstu daga. „En það fer samt afskaplega vel með veður,“ segir Trausti. - Úrkoman í Reykjavík aðeins 60% af meðalúrkomu - Meira rigndi nyrðra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á skautum Vel hefur viðrað til úti- vistar í Reykjavík að undanförnu og fólk hefur notfært sér það óspart. Mesta þurrviðri í aldarfjórðung Landhelgisgæslan hefur fengið þriðju leiguþyrluna til lands- ins af gerðinni Airbus Super Puma EC225. Þyrlan hefur fengið einkennisstafina TF-GNA en fyrir eru TF-EIR og TF- GRO. Nýja vélin kemur með svipuðum tækjabúnaði, eins og hitamyndavél sem sést hér fremst undir nefi þyrlunnar. Þyrlan er nýrri en hinar, árgerð 2014, á meðan EIR og GRO eru árgerð 2010. Síðast var Gæslan með þrjár þyrlur til taks í lok desember 2019. Formlega kemst TF-GNA í rekstur í lok næstu viku. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsinga- fulltrúa verður unnið að því næstu daga að ljúka skráningu þyrlunnar ásamt því að yfirfara vélina fyrir útkallsstörf. Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri Gæslunnar, lengst til vinstri, Georg Kr. Lárusson forstjóri og Ólöf Birna Ólafs- dóttir flugrekstrarstjóri ræða hér við Jón Erlendsson yfir- flugvirkja (annar frá vinstri) við komuna til Reykjavíkur- flugvallar á þriðjudagskvöld. Jón var í áhöfninni sem flaug þyrlunni til landsins. Lagt var af stað frá Stafangri í Noregi að morgni þriðju- dags, þaðan flogið til Hjaltlandseyja, síðan Þórshafnar í Færeyjum og loks til Íslands, með stuttri viðkomu á Egils- stöðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrjár þyrlur Gæslunnar síðast til taks undir lok árs 2019 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, lagði áherslu á sér- stöðu Íslands meðal vestrænna þjóða í öryggis- og varnarbanda- lagi þeirra, í er- indi sínu á vef- stefnu Varðbergs í dag, en sú sér- staða væri fólgin í því að Íslending- ar hefðu ávallt verið herlaus þjóð og þátttaka okkar í varnarsam- starfinu því á borgaralegum for- sendum. Sagði Katrín jafnframt að Ísland legði áherslu á friðsamlegar lausnir og góð samskipti við bandalagsþjóð- irnar. Þá hefðu samskipti Íslands og Bandaríkjanna undanfarna áratugi byggst á þeim gildum og leit að sam- eiginlegum lausnum. Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, stóð fyrir vefstefnunni í tilefni af því að sjötíu ár voru liðin í gær frá undirritun varnarsamnings Íslands við Banda- ríkin, og fluttu fulltrúar allra stjórn- málaflokka á Alþingi ávarp af því til- efni. VG fylgi öryggisstefnunni Vinstri grænir hafa haft úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu á stefnuskrá sinni frá stofnun flokks- ins, sem og að Ísland biðjist afsök- unar á þátttöku sinni í hernaðarað- gerðum á þess vegum, og vék Katrín að þeirri afstöðu flokksins, um leið og hún sagði að varnarsamningurinn og aðildin væru grundvallarþættir í samþykktri þjóðaröryggisstefnu Ís- lands. „Þó að minn flokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sé and- vígur aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu þá höfum við ákveðið að fylgja hinni samþykktu þjóðarör- yggisstefnu og höfum gert það í þeirri ríkisstjórn sem ég hef leitt undanfarin ár,“ sagði Katrín í ávarpi sínu í tilefni dagsins. Katrín vék einnig að öryggis- og varnarmálum framtíðarinnar. Hún sagði mynd af fjölþátta ógnum hafa breyst og orðið fjölbreyttari frá því þjóðaröryggisstefna Íslands var samþykkt. Þar hafi heimsfaraldur- inn reynst ein stærsta öryggisógnin sem við höfum glímt við. Leggi áherslu á friðsamar lausnir - Katrín ávarpaði vefstefnu Varðbergs Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.