Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 6

Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 NILFISK VINNUR VERKIÐ Á METHRAÐA REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 P ip a r\T B W A Gólfþvottavélar og ryksugur fyrir hótel, fyrirtæki og iðnað Andrés Magnússon andres@mbl.is Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, segir að samtökin geti ekki lokað augunum fyrir því sem miður kann að hafa far- ið í starfsemi alþjóðasamtakanna í ýmsum löndum. Hagsmunir barnanna þurfi að vera í fyrirrúmi og þeir sem styrki starf þeirra verði að vera vissir um að fé þeirra sé vel var- ið og að ekkert misjafnt fái að þrífast í skjóli samtakanna. Í ljós hefur komið að alþjóðasam- tökin hafa ekki staðið sig sem skyldi við að rannsaka ábendingar og um- kvartanir um barnaverndarbrot, jafnvel hætt rannsókn í miðjum klíð- um án skýringa. SOS-barnaþorp á Íslandi og víðar hafa gengist fyrir rannsókn á slíkum kvörtunum og meðferð þeirra, sem kalli á gerbreytt vinnubrögð og nýja forystu alþjóða- samtakanna. Ábendingar um frávik „Við vorum með verkefni á Fil- ippseyjum, sem m.a. er styrkt af ut- anríkisráðuneytinu, þegar okkur bárust skilaboð um að framkvæmda- stjórinn þar í landi hefði verið rekinn á hæpnum forsendum og hann teldi að þar hefði verið brotið gegn sér,“ segir Ragnar í viðtali við Morgun- blaðið. „Ég athugaði málið, fékk öll gögn og gat ekki séð að tilefni væri til þess að víkja honum frá störfum. Ég grófst frekar fyrir um þetta hjá al- þjóðasamtökunum, en kom hvar- vetna að lokuðum dyrum hjá yfir- stjórninni og fékk loks skilaboð um það að sjálfur Siddhartha Kaulm for- seti alþjóðasamtakanna, hefði látið þau boð út ganga að þetta mál skyldi ekki rannsakað frekar. Þetta gaf auðvitað ákveðna ábend- ingu um að ekki væri allt með felldu.“ En svo fenguð þið skýrari dæmi? „Jú, nokkru síðar taka mér og nokkrum öðrum í hreyfingunni í hin- um og þessum löndum að berast upp- lýsingar með einkaskilaboðum frá bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólki þar, sem segist hafa sögu að segja. Þar komu fram ýmsar ávirðingar, en kannski ekki síst að því hefði ekki verið trúað og ekki brugðist við ábendingum þeirra í nokkru. Þess vegna leituðu þau til okkar.“ Ráðist í eigin rannsókn Við réðum ráðum okkar og kom- umst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki rétt að leita til sjálfs forset- ans með þetta mál, eins og við mynd- um annars gera, heldur leituðum við til norskrar lögmannsstofu, sem rannsakaði þessi mál, safnaði gögn- um, tók viðtöl við umkvartendur og vitni, svo úr varð fimm mánaða rann- sókn. Lögmannsstofan skilaði niðurstöð- um sínum í liðinni viku og þær voru að þessar ásakanir séu rökstuddar, að brotalöm sé hjá alþjóðasamtökun- um hvað varðar barnaverndarmál og eftirfylgni þeirra, og að stjórnsýsla alþjóðsamtakanna sé óvirk á þessu sviði og að við þurfum heldur betur að taka til þar.“ Yfirhylming „Við höfum skrifað undir alþjóða- sáttmála sem kveða á um hvað skuli gera ef það koma upp barnavernd- armál, grunsemdir eða ásakanir um slíkt. Það er ákveðið verklag áskilið um það, en niðurstaða lögmannsstof- unnar var að þeim reglum væri ekki alltaf fylgt. Þarna ræðir í raun um tvíþættan vanda, annars vegar hin eiginlegu barnaverndarmál og hins vegar að alþjóðasamtökin hafi ekki rækt eft- irlitshlutverk sitt sem skyldi, jafnvel litið undan.“ Stappar það nærri yfirhylmingu? „Já. Eða ekkert nærri, það er bara yfirhylming. Sum þessara brota, sem fjallað er um í skýrslunni, voru þekkt, þ.e.a.s. að við vissum um ásak- anirnar en hafði verið sagt að rann- sókn hefði leitt í ljós að þær ættu ekki við rök að styðjast. Nú hefur hins vegar komið á daginn að rann- sókn hefði einfaldlega verið stöðv- uð.“ Hvernig brot er um að ræða? „Þetta eru alls kyns brot. Barna- verndarmál geta innifalið í sér ein- elti, vanrækslu, naumt fæði, löðrung, líkamlegar refsingar, of mikinn aga, andlegt eða líkamlegt ofbeldi, kyn- ferðisofbeldi; gerandi getur verið starfsmaður, gerandi getur verið annað barn og svo framvegis, mis- alvarleg brot en brot samt.“ Mörg og misalvarleg brot Hvað eru þetta mörg brot? „Við getum ekki fullyrt um það. Við létum aðeins rannsaka þau mál, sem var kvartað undan við okkur, og taka aðeins til nokkurra barnaþorpa í örfáum löndum. Þess vegna getum við ekki dregið neinar ályktanir af þeirri tölu tilvika, sem þar kemur fram, enda um undantekningar að ræða. Við megum ekki gleyma að á vegum samtakanna starfa um 39 þúsund manns, en þarna ræðir að- eins um nokkra einstaklinga. Við verðum að vona að þetta séu fátíðar undantekningar, alvarlegar sem þær eru. Hitt er verra þegar þeir bregðast, sem eiga að hafa eft- irlit með þessu, eiga að grípa inn í þegar eitthvað misjafnt kemur í ljós. Og bregðast af ásettu ráði, virðist vera.“ Hvað með tölfræði samtakanna? „Alþjóðasamtökin gefa árlega út barnaverndarskýrslu, sem er öllum opin. Þannig vitum við að árið 2019 hafi 617 tilvik verið tilkynnt, sem innihalda alls kyns mál. Mér sýnist að um 100 þeirra snúist um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Þetta þarf að skoðast í því samhengi að við er- um með 65 þúsund börn á okkar framfæri allan sólarhringinn. Auk þess eru um 3-400 þúsund börn, sem við styðjum við, þótt við önnumst þau ekki.“ Langflestir gott fólk En starfsmennirnir? „Af þessum 39 þúsund einstakling- um eru langflestir gott og heilsteypt fólk, sem ekkert vill frekar í lífinu en að gefa þessum börnum nýtt tæki- færi, ástúð og umönnum. Margar af SOS-mæðrunum – þetta eru lang- mest konur – hafa alið upp tugi barna, margar kynslóðir. Börnin lýsa þeim sem verndarenglum og hetjum. En svo eru skemmdu eplin. Þau eru til þarna eins og alls staðar í mann- legu samfélagi, en þegar yfirstjórnin vanrækir að fjarlægja þau, þá þarf að gera eitthvað. Og það er það sem er verið að gera með þessari skýrslu.“ Hvað verður gert við skýrsluna? „Við höfum kynnt hana fyrir stjórn alþjóðasamtakanna og hún tók henni alvarlega og hefur þegar gripið til aðgerða. Sérstök óháð rannsókn- arnefnd hefur verið skipuð til þess að fara yfir málið, það á að stofna emb- ætti umboðsmanna í öllum löndum og það á að stofna bótasjóð.“ Treystið þið þessum aðgerðum? „Ja, við höfum ekki ástæðu til ann- ars, en við munum ljóslega fylgjast grannt með.“ Kallar þetta á meira eftirlit af ykk- ar hálfu? „Ja, það mun a.m.k. ekki minnka. Og þetta snýst líka um einstaklinga í forystunni, sem við höfum óskað eftir að víki, a.m.k. meðan á rannsókn málsins stendur.“ Mikið áfall Þetta hlýtur að vera ykkur áfall og setja allt ykkar starf úr skorðum. SOS-barnaþorp eiga allt sitt undir velvilja, trausti og örlæti almenn- ings. Óttist þið ekki að með því að greina frá þessu kippið þið fótunum undan ykkur? „Jú, auðvitað höfum við áhyggjur af því. En það verður bara að hafa sinn gang. Við getum ekki tekið þátt í yfirhylmingu og við viljum að okkar styrktaraðilar viti hvað er í gangi. Við viljum að þeir viti að við séum hreinskilin um þetta, að þeir geti treyst því að við lokum ekki augun- um fyrir svona löguðu, af því að við erum í þessu til þess að hjálpa börn- um í neyð. Ef það hefur þá afleiðingu að þeir hætti að treysta okkur og hætti að láta fé af hendi rakna til SOS-barna- þorpa, þá verðum við bara að taka því. Við viljum ekki og getum ekki tekið við peningum til þess að senda áfram í starf, sem við höfum efa- semdir eða grunsemdir um. Ég vil hins vegar biðla til styrkt- araðila okkar, sem eru ríflega 30 þús- und talsins, að treysta því að við gæt- um gegnsæis og unnum okkur ekki hvíldar fyrr en við erum fullviss um að þessi mál séu komin í lag, að hinir brotlegu axli ábyrgð.“ Og þið hafið haft frumkvæði að því? „Það er kannski ekki aðalmálið, en já, við gerðum það.“ „Tökum ekki þátt í yfirhylmingu“ - Rannsókn leiðir í ljós að alþjóðasamtök SOS-barnaþorpa leiddu kvartanir um barnaverndarbrot hjá sér - Framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi segir að takast verði á við erfiðan sannleika málsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barnahjálp Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, segir að velferð barna verði ávallt að vera í fyrirrúmi, hvað sem það kosti. Gegnsæi og hreinskilni um það sem miður hafi farið sé nauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.