Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 38

Morgunblaðið - 06.05.2021, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Á næstu dögum eiga 350 börn um land allt von á bréfi frá um- boðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem hald- ið verður í Hörpu í Reykjavík 18.-19. nóv- ember nk. Barnaþing- ið er nú haldið í annað sinn en fyrsta þingið var haldið í Hörpu 2019 og tókst ein- staklega vel. Barnaþing er einn lið- ur í víðtæku samráði við börn sem embætti umboðsmanns barna stendur fyrir. Í 12. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um rétt barna til þess að hafa áhrif en þar kemur fram að tryggja skuli barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varðar, og að tekið skuli tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Embætti um- boðsmanns barna hefur á síðustu misserum lagt ríka áherslu á að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn sé ávallt leitað eft- ir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna. Barnaþing 2021 Börnin sem fá boð á Barnaþing í nóvember voru valin með slembi- vali úr þjóðskrá. Er það gert til að fá sem fjölbreyttastan hóp barna til þátttöku en markmið Barna- þings er að efla lýðræðislega þátt- töku barna og virkja þau í umræðu um málefni sem varða þau. Niður- stöður umræðunnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag í stefnu- mótun um málefni barna. Þingið verður sett 18. nóvember með formlegri dagskrá en 19. nóv- ember verður umræða meðal barnanna í þjóðfundarstíl og munu fullorðnir einnig koma að um- ræðunni. Ásamt barnaþingmönnum verður alþingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga, að- ilum vinnumarkaðarins og frjálsum félagasamtökum boðið á þingið. Barnaþingið er mikilvægur þáttur í samráði við börn á aldrinum 11-15 ára sem alla jafna hafa fá tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórn- völd. Vigdís Finn- bogadóttir er sér- stakur verndari Barnaþingsins en hún hefur unnið ötullega að málefnum barna og barnamenningu. Fjölbreyttar leiðir til samráðs Barnaþingið er eitt dæmi af mörgum um fjölbreyttar leiðir sem embætti umboðsmanns barna stendur fyrir þegar kemur að sam- ráði við börn. Við embættið starfar ráðgjafarhópur barna sem hittir umboðsmann og starfsmenn emb- ættisins reglulega. Ráðgjafarhóp- urinn veitir embætti umboðsmanns barna ráðgjöf og tekur þátt í marg- víslegum viðburðum og verkefnum. Embætti umboðsmanns barna tók þátt í verkefni á vegum ENYA (European Network of Youth Ad- visors) sem sneri að þátttöku barna og áhrifum þeirra á ákvarðanatöku, samráð við börn fór fram á netinu og tóku tveir fulltrúar úr ráðgjaf- arhópi umboðsmanns barna þátt í fundi á vegum ENYA fyrir hönd Íslands. Þá vann embættið þrjú samráðsverkefni með börnum í vet- ur fyrir félagsmálaráðuneytið. Niðurstöður þessara verkefna verða birtar fljótlega á heimasíðu embættisins, barn.is. Loks má nefna að embætti um- boðsmanns barna hefur reglulega komið á sérfræðihópum barna. Ár- ið 2019 var til að mynda settur á stofn sérfræðihópur fatlaðra barna og unglinga, með það að markmiði að skapa rými og tækifæri fyrir fötluð börn og unglinga, til að ræða málefni að eigin vali og koma með ábendingar byggðar á eigin reynslu og skoðunum. Frásagnir barna af heimsfaraldri Umboðsmaður barna hefur þrí- vegis, í samvinnu við grunnskóla, óskað eftir frásögnum barna og ungmenna af því, hvernig það væri að vera barn á tímum kórónuveir- unnar og hvaða áhrif faraldurinn hefði haft á daglegt líf þeirra. Það var fyrst gert vorið 2020, í annað sinn síðari hluta þess sama árs og nú síðast í lok apríl og munu niður- stöður þess liggja fyrir við lok skólaársins. Samantekt af frásögn- um barna frá árinu 2020 er að- gengileg á vefsíðu umboðsmanns barna. Frásagnir barnanna bregða upp mikilvægri mynd af hugar- heimi og líðan barna á þessum tíma.Teikn hafa verið á lofti um að heimsfaraldurinn hafi aukið vanlíð- an barna og bera frásagnirnar það með sér en áberandi munur var á svörum barnanna frá þessum tveimur tímabilum árið 2020, eink- um hvað varðar andlega líðan. Nýr kafli í réttindasögu barna Óhætt er að segja að með Barna- þingi og auknu samráði við börn sé hafinn nýr kafli í réttindamálum barna. Þrátt fyrir það hefur um- boðsmaður barna ítrekað þurft að benda opinberum aðilum á skort á samráði við börn jafnvel í málum sem varða mikilvæga hagsmuni þeirra. Nú er unnið að því að niður- stöður barnaþinga verði nýttar með markvissum hætti við opin- bera stefnumótun hjá stjórnvöldum og vonandi verður ekki langt að bíða þess að allar ákvarðanir stjórnvalda fari í gegnum mat á áhrifum á börn áður en þær koma til framkvæmda, þar sem börn fá tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif. Börn fá boð á Barnaþing Eftir Salvöru Nordal Salvör Nordal » Barnaþingið er mik- ilvægur þáttur í samráði við börn á aldr- inum 11-15 ára sem alla jafna hafa fá tækifæri til að koma skoðunum sín- um á framfæri við stjórnvöld. Höfundur er umboðsmaður barna. Lausn loftslagsmála felst aðallega í þrennu. Í fyrsta lagi að stórauka endurnýj- anlega orkuvinnslu. Í öðru lagi að minnka kolefnisspor fram- leiðslu og þar með neyslu okkar með ný- sköpun og nýjum eða breyttum fram- leiðsluferlum. Í þriðja lagi þarf að fanga og nýta eða farga þeirri kolefnislosun sem eft- ir stendur. Ótal tækifæri leynast á Íslandi til grænnar atvinnu- uppbyggingar í tengslum við framangreindar lausnir, þar á meðal fullkomið orkusjálfstæði landsins. Tækifæri okkar byggjast á að við eigum þegar öflugt orkukerfi með hverfandi kolefnisspor og lítið vistspor, en landnýting í þágu vinnslu og flutnings endurnýj- anlegrar orku á Íslandi er í dag áætlað um 0,4% af landinu. Sam- bærilegt umfang er um 1,5-2% í Noregi og Danmörku. Með þessari nýtingu hefur okkur tekist að gera bæði raforku- og hitaorkunotkun að fullu endurnýjanlega og nú vinnum við að sama árangri í sam- göngum. Á þessum sama grunni flytjum við þegar út orkusæknar vörur og þjónustu með eitthvert lægsta kolefnisspor á alþjóðlegum markaði, sem eru hluti af lausn loftslagsmála. Tækifæri okkar er að byggja á þessum öfluga grunni og bæta við orkukerfi okkar með áframhaldandi ábyrgri nýtingu ís- lenskra orkuauðlinda, ekki síst vaxandi vindorku, aukinni grænni framleiðslu í núverandi og nýjum iðngreinum og nýtingu hugvits okkar og reynslu sem getur orðið öðrum fordæmi um hvernig bæta megi efnahagslega velsæld, sam- félag og umhverfi. Þetta eru staðreyndir, ekki óljósir framtíðardraumar. En til þess að við náum að sækja tæki- færin þurfum við að bera kennsl á þau og stefna saman á að þau verði að veruleika. Þar getur orkufyrirtæki þjóðarinnar, Lands- virkjun, sannarlega lagt sitt af mörkum. Samtök iðnaðarins og fjölmörg aðildarfélög þeirra leika þar sömuleiðis lykilhlutverk. Stjórnvöld verða þó að vera hér í fararbroddi, tala fyrir tækifærum, framkvæma til samræmis og ryðja hindrunum úr vegi. Það eru sameiginlegir hags- munir Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins að benda á þau orku- tengdu tækifæri sem felast í grænni framtíð. En við ætlum að gera meira: Við ætlum saman að taka virkan þátt í að auka það sem verður til skiptanna í sam- félagi okkar. Þar liggja sameig- inlegir hagsmunir allra Íslendinga. Orkusjálfstæði Við eigum óhikað að stefna að því að vera sjálfbær í orkumálum, ná fullu orkusjálfstæði. Heimurinn er nú á hraðferð inn í nýjan veru- leika rafbíla, vetnisskipa og -flug- véla og annars græns samgöngu- máta og við eigum alla möguleika á að vinna matvæli og fisk með því að nýta grænu orkuna okkar. Öll okkar rafrænu samskipti kalla á vinnslu og vörslu gagna í gagna- verum, sem þegar hafa risið hér og getur sá iðnaður haldið áfram að vaxa og dafna með tilheyrandi útflutningstekjum og þekkingu fyrir þjóðarbúið. Þessi græna framtíð kallar bæði á orkuvinnslu og uppbyggingu græns iðnaðar. Ekkert af þessu gerist nema þau sem halda um stjórnvölinn séu sammála okkur um mikilvægi þess að stefna í þessa átt. Vissu- lega hafa mörg skref verið stigin á þeirri braut, en betur má ef duga skal. Við eigum í harðri samkeppni við önnur lönd, sem einnig bjóða græna orku. Sú sam- keppni harðnar enn meira, nú þegar beislun vinds og sólar verður æ algengari um allan heim og saxar á forskotið sem orka vatnsafls og jarðvarma tryggði okkur áður. Verum reiðubúin Erum við reiðubúin að taka á móti þeim sem vilja byggja hér næstu gagnaver? Rafhlöðuverk- smiðju til að mæta þörfum rafbíla- framleiðenda? Stór gróðurhús sem tryggja ferskt grænmeti allan árs- ins hring? Getum við tryggt að- stöðuna, orkuna, samstarf við önn- ur fyrirtæki, sveitarstjórnir og aðra hagaðila? Því miður skortir enn töluvert upp á. Landsvirkjun er reiðubúin að mæta þessari áskorun og það eru Samtök iðnaðarins og íslensk iðnfyrirtæki líka. En stjórnvöld verða að ryðja brautina, tryggja að löggjöf sé með þeim hætti að við missum ekki forskot okkar, hvort sem þar er rætt um skipu- lagsmál, umhverfismál, skattamál eða hvert annað atriði sem snert- ir rekstur fyrirtækjanna. Frum- kvöðlar eru vissulega tilbúnir til að taka ýmsa áhættu og skapa grundvöll undir starfsemi sína, en það þarf að ryðja hindrunum úr vegi. Ef við getum tryggt snör viðbrögð og fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfinu eru allar lík- ur á að hér byggist upp enn öfl- ugri grænn iðnaður til framtíðar. Allar Norðurlandaþjóðirnar vinna hörðum höndum að því að ná þessum áhugaverðu nýju at- vinnutækifærum til sín. Þar hefur náið samstarf atvinnulífs, stjórn- valda og annarra hagaðila þegar skilað miklum árangri. Sam- keppnin er og verður mikil en við vitum að saman getum við náð miklum árangri. Ísland er land endurnýjanlegrar orku og framlag okkar til lofts- lagsmála og sjálfbærrar þróunar er mikilvægt. Við eigum að leggj- ast á eitt og vernda og styrkja græna ímynd landsins. Í því felst að grípa og sækja nýju tækifærin og jafnframt halda áfram að bæta þann grunn sem fyrir er með grænni lausnum, í takt við breytta tíma. Græn framtíð orkuvinnslu og iðnaðar Eftir Hörð Arnarson og Sigurð Hannesson sigurður Hannesson » Við ætlum saman að taka virkan þátt í að auka það sem verður til skiptanna í samfélagi okkar. Þar liggja sam- eiginlegir hagsmunir allra Íslendinga. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar og Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hörður Arnarson Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Nú fer í hönd tími frjókorna – ert þú klár? BLEPHACLEAN – lausn við þurrum augum, hvarmabólgu og frjókornaofnæmi BLEPHACLEAN eru hágæða blautklútar til að hreinsa mjúklega slím og húðskorpu af augnhvörmum og augnhárum. Þeir vinna vel á frjókornaofnæmi, hvarmabólgu og vogrís. Klútarnir innihalda rakagefandi og róandi efni sem draga úr bólgum og þrota á augnsvæði án þess að erta augu eða klútar sinnar tegundar sem eru klínískt sannaðir g p æði augnlæknum og húðlæknum. Má nota fyrir ungabörn frá þriggja mánaða aldri. a a virki o hafa verið rófaðir af b Fyrir börn og fullorna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.