Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Í lok mánaðarins, 29. maí, verður próf- kjör Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi vegna alþingskosninganna 25. september nk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi at- vinnu- og velferðarmála og setið í þeim nefndum frá fyrsta þingdegi. Það þekkja mig flestir fyrir festu í málum og dugnað við að halda sambandi við kjósendur í mínu kjördæmi og reyndar um land allt. Það skiptir miklu fyrir okkur sem tökum þátt í prófkjörinu að það fari vel fram og verði flokkn- um og þátttakendum til sóma og framdráttar í kosningunum í sept- ember. Ekkert er betra fyrir góð kosningúrslit Sjálfstæðisflokksins en fjölmennt og vel sótt prófkjör í aðdraganda kosninga. Það er fjöl- breyttur hópur góðra frambjóð- enda í prófkjörinu og engin ástæða önnur en að niðurstaðan verði góður listi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Suður- kjördæmi. Það er merkileg upplifun að vera elstur þátttak- enda en ég finn ekki að krafturinn hafi minnkað fyrir vikið. Ég legg mikið upp úr að vinna vel með öðr- um frambjóðendum og vera fyrirmynd í öllu samstarfi við þau öll. Ég hef síðustu vikur farið með öðrum frambjóðendum í heimsóknir um kjördæmið og lagt mig fram um að kynna okkar frábæru frambjóð- endur. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sætið og hvet fólk til þátttöku í prófkjörinu. Við skulum kjósa af ábyrgð svo listinn endurspegli vilja kjósenda í öllu kjördæminu og dragi þá á kjörstað í kosning- unum að hausti. Með vinsemd og virðingu. Gerum flott prófkjör Eftir Ásmund Friðriksson Ásmundur Friðriksson »Ég óska eftir stuðn- ingi ykkar í 2. sætið og hvet fólk til þátttöku í prófkjörinu. Höfundur er alþingismaður. Berklar og Covid. Hvað á þetta tvennt sameiginlegt? Árið 1952 er fúkka- lyf gegn berklum fundið upp af dr. Selman A. Waksman og hann fær Nób- elsverðlaunin það ár- ið. Berklar höfðu grasserað á Íslandi frá aldamótum 1900 og voru orðn- ir fimmta algengasta dánarorsök á landinu á tímabili í upphafi ald- arinnar og jafnframt algengasta dánarorsök í Reykjavík. Frá árinu 1910 er rekinn berklaspítali á Víf- ilsstöðum þar sem þúsundir Ís- lendinga dvöldu á meðan baráttan við hinn hvíta dauða stóð yfir. Til- raunir eru gerðar á sjúklingum, þeir blásnir, brenndir, höggnir og rifbein rifin úr þeim til að létta þeim baráttuna við berklana. Með komu lyfjanna 1952 var „sjoppunni lokað“ , ekki þörf á henni lengur. Nú er komin ný öld og nýjar áskoranir. Nú höfum við fengið Covid til að kljást við og hvar er þá umræðan og baráttumenn eins og dr. Selman í dag? Verðum við að bíða í rúm 40 ár eftir því að upp renni ljós? Ég lýsi eftir þeim sem getur tekið að sér að koma með þann gleði- boðskap til þjóð- arinnar að fundin séu lyf sem virka á Covid. Svo er bara að stökkva á þann vagn og gaman væri ef ís- lensku lyfjafyrirtækin tækju forystu í fram- leiðslu Covid-lyfja. Ég persónulega væri til í að eyða nokkrum krónum af elli- styrknum í slíkt verkefni. Lyfjarisarnir nenna víst ekki að taka lyf í framleiðslu sem þeir græða ekkert á. Þar á bæ eru allir kátir yfir billjónunum sem streyma inn fyrir framleiðslu á bóluefni gegn Wuhan-veirunni sem gerir svo hvað til lengri tíma? Mér skilst að stökkbreyttu af- brigðin telji þetta litla hindrun og láti sér fátt um finnast. Ef þetta heldur svona áfram duga engin Fosshótel né önnur hótel til að halda Covid í skefjum. Hún lýtur engum landamærum. Það þarf að koma böndum á skepnuna. Góðu fréttirnar eru þær að sum- ir komast í gegnum Covid eins og venjulega flensu. Fyrir stuttu ræddi ég við ung íslensk hjón sem búa í París og veiktust af Covid. Þau tóku D-vítamín, ekkert annað, og jöfnuðu sig á tveimur vikum. Kannski eru þau í blóðflokki O, sem virðist nokkuð skotheldur. Ég er bjartsýn að eðlisfari og trúi jafnvel á kraftaverk ef því er að skipta. Við ættum að vera vel sett í dag með allt þetta góða og menntaða fólk í læknastéttinni hér heima og úti um allan heim sem er tilbúið að standa við læknaeiðinn sem gengur út á að lækna fólk. Ég vona að saga Vífilsstaða og bar- áttan við berklana verði okkur næg áminning um mikilvægi þess að fá lyf við veirunni, eða eins og Steinka Bjarna söng á sínum tíma: „Strax í dag, ég vona bara að hann komi kagganum í lag.“ Svo bið ég ykkur öllum Guðs bless- unar. Berklar og Covid Eftir Björgu Karítas Bergmann Jónsdóttur Björg Karítas Bergmann Jónsdóttir » Við ættum að vera vel sett í dag með allt þetta góða og menntaða fólk í lækna- stéttinni hér heima. Höfundur er amma í sveitinni. bjorgkaritasbergmann@gmail.com Á þessum síðustu og verstu dögum berast fá- ar fréttir af Palestínu og enn færri góðar. Grimmilegt hernám heldur áfram og síðast hefur ísraelska hernáms- veldið berað sig af því ábyrgðarleysi að skeyta ekki um að bólusetja ná- granna sína á herteknu svæðunum sem þeim ber þó skylda til samkvæmt al- þjóðalögum. Ekki nóg með það, smá- sendingar á bóluefni fyrir eitt þúsund manns á Gaza, af nærri tveim millj- ónum innilokaðra íbúa, voru stöðv- aðar á landamærunum, en hleypt svo í gegn viku eða tveimur síðar. Á sama tíma hreykja ísraelsk stjórn- völd sér af því að hafa nóg bóluefni og að vera komnir fram úr öllum öðr- um í bólusetningu gegn Covid-19. Kosningar í Palestínu Síðastliðið haust tókust samn- ingar milli ólíkra stjórnmálafylkinga um að efna til bæði þingkosninga 22. maí og forsetakosninga 31. júlí næstkomandi. Vonir standa til að af þessu geti orðið í þetta skiptið, en nú eru 15 ára liðin frá síðustu kosningum til löggjafarþingsins, sem urðu afdrifaríkar því að þá unnu Ha- mas-samtökin og fengu meirihluta á þingi. Þrátt fyrir að lýðræðislegu kosningarnar vorið 2006 færu ótrúlega vel fram undir hernámi, að mati erlendra eftirlits- aðila eins og stofnunar Jimmy Car- ter, þá þverskallaðist ekki einungis Ísraelsríki við að viðurkenna úrslit- in, heldur líka Bandaríkin og Evr- ópusambandið. Abbas forseti fól eðlilega Ísmael Haniyeh, leiðtoga Hamas, að mynda stjórn, en allt var gert til að spilla fyrir af hálfu Ísraels og vesturveld- anna. Bandaríkin báru vopn og fé á sérstakar öryggissveitir Fatah á Gaza og til blóðugs uppgjörs kom milli þeirra og nýju stjórnvaldanna og hefur gengið hægt að græða þau sár. Aldrei er öll von úti Í síðasta mánuði fóru fram mik- ilvægar viðræður milli Fatah og Hamas sem leitt hafa til jákvæðrar niðurstöðu. Stefnt er að því að Ha- mas-samtökin gerist nú fullgildur aðili í Frelsissamtökum Palestínu, PLO, sem eru eini lögmæti fulltrúi allrar palestínsku þjóðarinnar. Þetta felur í sér að Hamas- samtökin fallast á þá stefnu PLO að einblína á friðsamlegar aðgerðir gegn ísraelska hernáminu. Grund- vallaratriði sem þessir aðilar og aðrir í palestínskum stjórnmálum eru sammála um, er að byggja upp sjálfstætt ríki á þeim svæðum sem hernumin voru í stríðinu 1967, á Gaza og Vesturbakkanum að með- talinni Austur-Jerúsalem. Þetta felur í sér viðurkenningu á Ísr- aelsríki á 78% af sögulegri Palest- ínu. Sjálfsákvörðunarréttur Nú þegar þingkosningar eru framundan í Palestínu velta menn mögulegum úrslitum fyrir sér. Mik- il innanflokksátök hafa verið í Fatah á sama tíma og endurnýjun hefur átt sér stað í Hamas og þau leggja sig fram um lýðræðislega ímynd. Abbas forseti hlýtur að stíga til hliðar en ekki er ljóst hverjir munu bjóða fram í verðandi forsetakosningum. Hver sem úrslit- in verða er ofar öllu að viðurkenna þau, annars er lítið gefið fyrir sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Von í Palestínu Eftir Svein Rúnar Hauksson Sveinn Rúnar Hauksson » Síðastliðið haust tók- ust samningar milli ólíkra stjórnmálafylk- inga um að efna til þing- kosninga 22. maí og for- setakosninga 31. júlí næstkomandi. Höfundur er heimilislæknir. srhauks@gmail.com Ég tel ekki að þing- menn geti verið upp- lýstir um allt sem í gangi er í samfélaginu á hverjum tíma. Hins vegar má gera þá kröfu til þingmanna að þeir séu almennt vel upplýstir, fylgist vel með hvað sé að gerast í samfélaginu og hafi puttann á púlsinum eins og hægt er. Eins er rétt að gera þá kröfu til þing- manna þegar þeir láta gamminn geisa í fjölmiðlum, að þeir séu búnir að vinna heimavinnuna sína og viti hvað þeir eru að tala um. Eða að minnsta kosti hafi einhverja lág- markshugmynd um það. Töfrabrögð og talnaleikir Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar hálfsíðugrein í Morgunblaðið 28. apríl síðastliðinn. Þar fer hann mikinn um launaþróun opinberra starfsmanna og ber fyrir sig alls konar upplýsingar um að op- inberir starfsmenn sitji við einhverja þá kjötkatla í launamálum sem almenni mark- aðurinn hafi ekki að- gang að. Í röksemda- færslu sinni og talnaleikjum tekur hann þó fram að „á al- menna vinnumarkaðn- um hækkuðu laun verkafólks frá byrjun síðasta árs til janúar síðast- liðins mest eða um 13,3%, á móti 8,5% meðalhækkun“. Undir lok greinarinnar dregur hann fram þessar ályktanir: „Búast má við að launafólk á almennum markaði geri þá kröfu – sem varla getur talist ósanngjörn – að það misgengi sem hefur átt sér stað í launaþróun hins opinbera og einkageirans verði a.m.k. jafnað þegar sest verður nið- ur við gerð nýrra kjarasamninga.“ Hér ratast þingmanninum satt orð á munn þótt með öfugum formerkj- um sé. Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa Óla Björn um nokk- ur atriði er varða launasetningu á vinnumarkaði. Raunveruleikinn Hinn 19. desember 2016 undirrit- uðu fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og staðfest af for- sætisráðherra, ásamt formanni og framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra sveitarfélaga annars vegar og formönnum BSRB, BHM og KÍ hins vegar, samkomulag um breyt- ingar á lífeyriskerfinu. Samkomu- lagið fjallar um jöfnun lífeyrisrétt- inda og jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins, en á þessum tíma var vitað að verulega hallaði á opinbera starfsmenn í launum, eða sem nam 16-17% launamun að meðaltali milli jafn- verðmætra starfa. Samkomulagið gerir ráð fyrir að opinberir launa- greiðendur hafi svigrúm til 2022/ 2026 til að ákveða hvaða leið verður farin í því að leiðrétta þennan launamun og hækka laun opinberra starfsmanna til jafns við laun á al- mennum markaði. Sérstakur verkefnahópur skipað- ur fulltrúum samningsaðila hefur verið starfandi við þetta mikilvæga verkefni og hefur hann unnið jafnt og þétt bæði að greiningum og að því að kortleggja leiðina að fram- kvæmdinni við leiðréttinguna. Verkefnahópinn leiðir Katrín Ólafs- dóttir, sem sæti á í peningastefnu- nefnd Seðlabankans og er dósent við HR. Þingmaður og svarið er! Það er því alveg rétt sem þing- maðurinn er að vekja athygli á; það þarf að leiðrétta launamuninn milli almenna markaðarins og opinbera markaðarins. Samningur er þar til um sem byggist á rannsóknum og fyrirliggjandi launaupplýsingum, sem sýna að opinberir starfsmenn eru og hafa verið í flestum störfum langtum verr launaðir en starfs- menn á almennum markaði þegar sambærileg og jafn verðmæt störf eru borin saman. Þessu samkomu- lagi verður fylgt mjög fast eftir, því eftir jöfnun lífeyrisréttinda mun jöfnun launa koma til framkvæmda eins og um var samið. Gagnasafn ríkisins er vel upp- byggt. Bendi ég þingmanninum á að hann getur eflaust nálgast við- komandi samning hjá fjármála- og efnahagsráðherra. Þar getur hann kynnt sér 7. grein samningsins sem heitir Jöfnun launa. Er hægt að gera lágmarkskröfur? Eftir Þórarin Eyfjörð »Eins er rétt að gera þá kröfu til þing- manna þegar þeir láta gamminn geisa í fjölmiðlum, að þeir séu búnir að vinna heimavinnuna sína. Þórarinn Eyfjörð Höfundur er formaður Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.