Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 47
Aníta Estíva Harðardóttir anita@k100.is „Kannski vegna þess að í fyrra þá komumst við ekkert til útlanda og okkur vantaði bara eitthvað að fara út að leika. En svo er þetta bara að við erum að uppgötva áhrif kæl- ingar líka og þetta er svona kannski mjög einfaldað tvíþætt. Fólk sem er að fara út í sjó bara og sulla og nýta kælinguna og njóta því þetta er biluð tenging við nátt- úruna. Fyrir mér er munurinn sko þú ferð út að labba úti í skógi og þú ert úti í náttúrunni, úti í sjó er ég bara hluti af náttúrunni,“ segir Erna Héðinsdóttir sem hefur stundað sjósund frá árinu 2017, spurð út í nýlegar vinsældir sjó- sunds. Sjósundið gaf henni lífið og heilsuna til baka Erna mætti í viðtal í morg- unþáttinn Ísland vaknar þar sem hún greindi frá því að sjósundið hefði hreinlega gefið henni lífið og heilsuna til baka. Hún segist sjálf mæla með Nauthólsvíkinni og Fossvoginum fyrir byrjendur og segir aðstæður þar alltaf nokkuð öruggar. „Hann getur alveg verið grugg- ugur og stundum verður smá græn slikja á honum þegar það eru ein- hverjir þörungar og einstaka sinn- um sjáum við einhverjar marglytt- ur og eitthvað en hann er ekki hættulegur og við eigum að geta treyst veitukerfinu líka. Það er ver- ið að veita affallinu okkar það langt út í sjó að þetta þynnist það hratt að þetta er ekki hættulegt okkur. Og ef eitthvað gerist þar; það er búið að henda of miklum blaut- þurrkum í klósettin, þá stundum þarf eitthvað að stoppa og gera og græja og þá eru nú yfirleitt sendar út tilkynningar eða alltaf held ég,“ segir Erna. Erna segir mikinn mun á því að stunda sjósund í sundfötum eða í svokölluðum sjósundsgalla. „Munurinn á gallanum, þú veist þegar sjórinn er 2-4 gráður, þá get ég verið í 10 mínútur í sundfötum en klukkutíma í gallanum. Mér verður fyrst kalt á puttunum og mér hefur aldrei orðið virkilega kalt í gallanum. Ég er jafnvel þann- ig að ég fer inn í bíl og gleymi að kveikja á miðstöðinni,“ segir hún. Þurfum að bera virðingu fyrir sjónum Erna hefur verið að halda nám- skeið í sjósundi þar sem fólk fær bæði fyrirlestra og kennslu. Þar kennir hún fólki á sjóinn og hjálpar því fyrstu skrefin til þess að kom- ast út í sjó. „Við þurfum að bera fulla virð- ingu fyrir sjónum, hann eðlilega getur verið hættulegur. Maður þarf svolítið að vita hvað maður er að gera, þú ferð ekkert alveg hvar sem er út í í hvaða veðri sem er,“ segir hún. Áður en Erna fór að stunda sjó- sund lifði hún með krónískan höf- uðverk á hverjum einasta degi. Hún segir sjósundið hafa bjargað sér og viðurkennir að áður fyrr hafi hún verið mikil kuldaskræfa. „Þetta gaf mér lífið og heilsuna til baka. Upphaflega fer ég af því að ég á við krónískan hausverk að stríða, vaknaði með hausverk, var alltaf með hausverk, mígreniverk tvisvar, þrisvar í viku. Sjúkraþjálf- ari stráksins míns sagði honum að kæla á sér ökklann, svona heitt og kalt til skiptis, eftir að hann sneri sig á ökkla og ég hugsaði: ætli þetta virki á hausverkinn minn? Ég komst ekki ofan í kaldan pott, ég var svo mikil kuldaskræfa. Ég sko labbaði ofan í kalda pottinn og það beygðust engin liðamót til þess að setjast niður. Þannig að mér tekst að bakka út í sjó sumarið 2017 fyrst og hann var örugglega 10-12 gráður. Ég vildi að ég vissi hvaða dagur þetta var og hvað hann var heitur en ég veit það ekki af því að það var aldrei neitt plan. Það sem sjórinn hefur gefið mér er lífið mitt til baka af því að þetta var ofboðs- lega hamlandi að vera alltaf með hausverk,“ segir hún. Sjósund gaf Ernu lífið og heilsuna til baka Erna Héðinsdóttir segist hafa fengið líf sitt til baka eftir að hún hóf að stunda sjósund árið 2017. Hún lifði með krónískan höfuðverk á hverjum einasta degi sem hvarf eftir að hún fór að stunda sjósundið reglulega. Ljósmynd/Faceb. Sjósund Kennir sjósund Við þurfum að bera fulla virðingu fyrir sjónum, hann eðlilega getur verið hættulegur. Hefur stundað sjósund frá 2017 Það sem sjórinn hefur gefið mér er lífið mitt til baka MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Lifandi píanótónlist öll föstudags- og laugardagskvöld Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Borðapantanir í síma 558 0000 eða á www.matarkjallarinn.is TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.