Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 06.05.2021, Síða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 ✝ Fanney Jóna Jónsdóttir fæddist 21. ágúst 1972 á Siglufirði. Hún lést á heimili sínu 10. apríl 2021. Foreldrar Fann- eyjar eru Sigríður Þórdís Júlíusdóttir ( kölluð Dísa) f. 3. mars 1948 og Nonni Jónasson (áður Jón, kallaður Nonni Fönsu) f. 29. desember 1937, þau eignuðust 4 börn Fanney var nr. 2 í systkinaröð- inni Júlía Margrét Jónsdóttir fædd 5. febrúar 1969 næst var Fanney Jóna, þá Jónas Ríkarð Jónsson fæddur 19. september 1975 svo Júlíus Sigurður Jóns- son fæddur 24. mars 1977, en fyrir átti Nonni Jóhönnu Ástu Jónsdóttur fædd 10 september 1960 og Dísa eignaðist Arnar Þór Sigríðarson fæddur 22. júlí 1988. Fanney Jóna eignaðist tvö börn þau Söndru Guðnadóttur fædd 3. desember 1988, hún er búsett í Reykja- nesbæ með sam- býlismanni sínum Sveini Óskari Bergþórssyni og dóttur Emblu Sig- ríði, Embla Sigríð- ur er eina ömmu barn Fanneyjar. Sonur Fanneyjar er Aron Heimir Tyrfingsson bú- settur í Mílanó á Ítalíu hjá Jóhönnu Ástu systur Fanneyjar. Fanney vann á nokkrum veitingastöðum um ævina eins fór hún til Flateyrar 1989 og vann þar við frystihúsið hjá Önfirðingi ehf, gekk þar í flest störf var hökudugleg, fljót að læra, var alltaf órædd við þau verkefni sem voru sett fyrir hana. Mest langaði hana að mennta sig í hestatamningum, en hafði því miður ekki tök á því. Útför Fanneyjar Jónu fór fram frá Siglufjarðarkirkju 24. apríl 2021. Hinsta kveðja frá móður til dóttur sem kvaddi allt of fljótt. Elsku Fanney mín var alltaf á hraðferð allt lífið. Lífið byrjaði með miklum veikindum strax við fæðingu sem dvínuðu ekki fyrr en í kringum 12 ára aldur. Það var oft erfiður tími hjá þessari elsku sem smitaði út í fjölskylduna. Hún varð ung móðir, átti Söndru sína 1988 og Aron sinn 2000, þá átti hún eina dásamlega ömmustelpu, Emblu. Á unglingsárunum hitti hún því mið- ur fíkilinn sem allt of oft dvaldi í hennar fallegu sál og lék illa á hana og allt í kringum hana en verst þó hana sjálfa alltaf, hún losaði sig af og til við fíkilpúkann en hann rat- aði of oft til baka því miður, þetta er skelfilegur sjúkdómur sem leik- ur allt of margar góðar og fallegar sálir illa. Við fjölskyldan grátum örlög þín elsku Fanney mín og söknum þín svo endalaust, svo hræðilega sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Við munum berjast fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir þig, hvað það var sem tók þitt líf. Við munum fal- lega, góða, greiðvikna, gjafmilda, glaða, sterka sál þína. Elskum þig alltaf. Mig langar að skrifa hér fyrir neðan nokkur orð sem þú hafðir sjálf skrifað núna fyrir nokkru í dagbók þína: Ég og barnið í sjálfri mér. Mig langar til að vera elskuð, mig langar til að vera hress, mig langar að gantast, mig langar að eignast vin sem skilur mig og mig langar að gera margt með honum og að hann komi mér skemmtilega á óvart. Þá notaðir þú bókamerki í bók sem þú varst að lesa, bókina Sam- ræður við Guð, á bókamerki þessu stendur: „Ég aldrei hef lofað að braut sé bein og blómskrýddir blómastíg- ar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar. Á göngunni með mér til himinsins borgar. En ég get lofað þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljósi þó að brautin sé myrk. Og leiddu að því hugann að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.“ Elsku Fanney Jóna okkar, þín verður sárt saknað, hvíl í friði elskan mín, þar sem þú leggst til hinstu hvílu í faðmi elsku Fönsu ömmu og Jonna afa sem þú ert báðum skírð í höfuðið á, þau eins og Lóa amma, Júlli afi, Haukur frændi og allir þeir sem eru komnir í draumalandið á undan þér munu taka vel á móti þér, um- vefja þig, elska þig, gleðjast og dansa með þér. Við munum þig alltaf, elskum þig og söknum sárt. Þín mamma og fjölskylda. Það tekur fjölskylduna einstaklega sárt að þurfa að kveðja elsku dóttur mína, systur, móður og ömmu. Elsku Fanney dóttir mín sem var svo lífsglöð, einstaklega lífleg og hress, sem barn gat hún átt það til að príla upp um allt eins og lítill api, svo mikið var fjörið alltaf í kringum hana, en unglingsárin reyndust henni erfið þar sem hún kynntist fíklinum allt of ung og hann átti erfitt með að láta hana í friði, þá var hún komin í óæskilegan fé- lagsskap ung að aldri sem fylgdi henni allt of oft í gegnum lífið, en hún reyndi oft að snúa við blaðinu og var að því núna frá því um ára- mót, vinna í að breyta til og allt leit nokkuð vel út, var þetta því reiðarslag að heyra að elsku dótt- ir mín hafi fundist látin á heimili sínu, við fjölskyldan höfum enn ekki fengið að vita hver dánaror- sökin var sem er okkur mjög erf- itt að vita ekki hvað gerðist. Við bíðum eftir svari. Fanney okkar var oft erfið í umgengni og sam- skiptum, en alltaf vildi hún öllum vel, var vel gefin, greiðvikin og gáfuð. Hún átti marga drauma um það sem hana langaði til að mennta sig í, en því miður náði hún ekki að uppfylla þessa drauma, lífið var einfaldlega svo mikið hark að ekki fannst pláss til menntunar. Hún hafði mikið fyrir því að halda heimili fyrir sig og sína og alltaf skyldi það vera fal- legt, hreint og umfram allt lykta vel, það var mikið atriði. En einn af helstu draumum hennar um framtíðarstarf var að læra til hestatamninga og vinna á stórum hestabúgarði, við sjáum hana fyr- ir okkur núna á gullfallegum fák í indíánalitunum með hvíta stjörnu á enninu og stýra stórum búgarði í sumarlandinu, við vitum að hún myndi njóta sín út í ystu æsar, og gera það einstaklega súper vel. Þá átti hún líka drauma um að læra leðursaum, taka meirapróf- ið, læra málarann, fara í hús- stjórnarskólann. Fanney fylgdist alltaf vel með öllu því nýjasta í snyrtivörum, því sem var í tísku hún var með öll nýjustu og flottustu trendin á hreinu öllum stundum og þreytt- ist aldrei á að segja okkur frá því besta á markaðnum hverju sinni, hún notaði sjálf bara einungis það besta og fannst að við ættum að gera það líka því henni fannst við öll, eins og hún, eiga einungis það besta skilið, ekta skyldi það vera, hún hefði t.d. aldrei látið sér detta í hug að nota eitthvað annað en Chanel, Dior, eða Elisabet Arden í kremum og farða, aldrei nokk- urn tímann myndi Fanney láta nappa sig í einhverjum pleður- buxum eða slíku, ekta leður, ekta skinn eða ekkert, þannig var hún elsku Fanney okkar. Hún elskaði öll dýr, langaði að taka hund í fóstur eins og hún nefndi við syst- urson sinn í einu spjallinu við hann, hún átti til að spjalla mikið við hann, mest um tónlist en svo allt milli himins og jarðar, hún sagði honum að hann væri einn af þremur persónum í lífi sínu sem hún treysti, hún sagði honum líka hversu mikið dóttir hennar, hún Sandra, minnti hana svakalega mikið á Júlíu stóru systur, sagðist hafa heyrt í Söndru í síma og þær væru svo líkar svo svakalega skemmtilegar (hennar orð). Hvíl í friði elsku Fanney okkar, þinn pabbi og fjölskylda. Nonni (Jón) Jónasson. Elsku fallega litla systir mín er fallin frá, það er svo ótrúlega sárt að kveðja þig, þú áttir eftir að gera svo ótalmargt, það var svo margt á döfinni hjá þér eins og við sáum t.d. á skrifum þínum þar sem þú varst að vinna í umsókn í hússtjórnarskólann, þú varst bú- in að panta þér tíma hjá ráðgjafa sem átti að aðstoða þig við að bæta samband þitt við börnin þín yndislegu eins og fallegu litlu ömmuskottuna þína, þú hlakkaðir til að eyða meiri tíma með þeim og okkur fjölskyldunni. Eftir mörg símtölin sem við áttum und- anfarna mánuði þá var ég svo mikið farin að hlakka til að eyða með þér fleiri góðum systrast- undum og var bara akkúrat að tala um það við syni mína kvöldið áður en þú kvaddir hvað það væri nú æðislegt og hversu mikið ég hlakkaði til að hitta þig oftar þar sem þú virtist vera á svo góðum stað á batavegi með allt þitt. Þessi símtöl okkar í milli enduðu oftar en ekki á hlátrasköllum, það var alltaf hægt að hlæja með þér, þú varst svo ótrúlega glettin, stríðin og mikill prakkari, og núna þegar ég er að skrifa þetta þá heyri ég fyrir mér ískrandi tístið í þér þeg- ar þú varst um það bil að fara að segja frá einhverju sniðugu. Það var svo kostulegt eins og ein góð frænka lýsti því svo vel, þá kom ákveðinn prakkarasvipur á þig um leið og þér datt eitthvað fynd- ið í hug til þess að prakkarast með, svo kom tístið og hláturinn í humátt, svona sé ég þig fyrir mér þegar ég hugsa til þín með fallega prakkaralega brosið þitt. En elsku systir ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa til þess hversu líf- ið var oft erfitt hjá þér elsku litla blóm, líf þitt byrjaði á því að þér var vart hugað líf strax í fæðingu, þá tók við löng barátta við mikil veikindi sem fóru loks að lagast aðeins upp úr 12 ára aldri, og þá voru unglingsárin að detta inn með öllu sínu fjöri, sem barn og unglingur varst þú alltaf svo fjörug og kröftug, ef þér datt í hug að gera eitthvað þá bara var það fulla ferð í það, það hefur aldrei neitt getað stoppað þig, það hefur aldrei neitt fjall verið of stórt fyrir þig, eins var oft ansi grýttur jarðvegur sem þú þurftir að fara og oft fannst manni örlög þín ansi grimm og grýtta leiðin sem þú þurftir oft að fara eða klífa virtist oft óþarflega grýtt en þú hélst alltaf ótrauð áfram og lést aldrei neitt né neinn stöðva þig, fólk furðaði sig ansi oft á kraftinum sem bjó í þessu litla trippi, þessi litli kroppur sem allt gat og ekkert var of stórt fyrir. Elsku Fanney Jóna fallega systir mín, ég á eftir að vera lengi að átta mig á því að þú sért í raun og veru farin, að þú eigir ekki eft- ir að hringja í mig og gefa mér góð ráð eins og þú varst alltaf með á hreinu hvaða vítamín ætti að taka, hvaða snyrtivörur skyldi nota og þá var bara talað um að það besta og einungis það besta væri nógu gott fyrir okkur tvær eins og þú orðaðir það, t.d. í síð- asta símtali okkar talaðir þú um að nú værum við bara báðar komnar á þann aldur að við vær- um að detta inn í breytingaskeið og þá vantaði nú ekki ráðin frek- ar en fyrri daginn. Elsku yndið mitt, hvíl í friði umvafin ást hjá ömmu og afa. Júlía Margrét Jónsdóttir. Elsku fallega frænka, það var erfitt að fá þær fréttir að þú vær- ir farin. Við systkinin munum ávallt minnast þín sem glaðværa töffarans sem þú varst. Við vitum að amma og afi taka vel á móti þér í sumarlandinu. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Guð geymi þig elsku Fanney, megi englar Guðs vernda þig. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Nonni, Dísa, Sandra, Aron, systkini og fjöldskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og hugur okkar er hjá ykkur þessa dimmu daga. Megi Guð vera með ykkur. Fanney, Írís, Oddur og Nína. Fanney Jóna Jónsdóttir ✝ Gerður Sigurð- ardóttir var fædd í Miðgerði í Grýtubakkahreppi 31. maí árið 1930. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 12. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Sig- urður Benedikts- son, f. 1902, d. 1987 og Hrefna Sigurbjörnsdóttir, f. 1905, d. 2000. Gerður var lengst af hús- móðir á Akureyri fyrir utan tólf ár sem hún var búsett í Kópa- vogi. Fyrri eiginmaður hennar var Örlygur Axelsson frá Torf- um í Eyjafirði, f. 1928, d. 2003. Þau slitu samvistum. Saman áttu þau fimm börn en fyrir átti Gerður eina dóttur, Ingu Steinlaugu, f. 1949. Börn Gerðar og Örlygs eru Þor- geir Axel, f. 1951, Hrefna, f. 1953, Aðalbjörg, f. 1957, Soffía, f. 1959 og Örn, f. 1963. Síðari eiginmaður Gerðar var Stefán Hörg- dal, f. á Akureyri 1924, d. 1985. Gerður lætur eftir sig fjöldann allan af afkomendum og eru sumir þeirra búsettir erlendis. Síðasta ár ævi sinnar dvaldi Gerður á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útför Gerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. maí 2021, kl. 13. Þegar ég tók þá ákvörðun að minnast tengdamóður minnar Gerðar Sigurðardóttur í örfáum orðum þá ákvað ég líka að þau orð mættu ekki vera á einhvern hátt dapurleg eða væmin. Þótt skyndilegt andlát ættingja í fjöl- skyldu sé ákveðið áfall þá væri það ekki í anda Gerðar Sigurð- ardóttur að minnast hennar á einhvern dapurlegan hátt. Í öll þau ár sem ég þekkti hana varð ég aldrei var við annað en lífs- glaða og brosandi konu sem var sátt við allt og alla. Svo ef þið haldið að ég ætli að fara að tala um þessa dæmigerðu tengda- móður sem situr í aftursætinu með óþolandi tuð þá skjátlast ykkur hrapallega. Reyndar kom það ósjaldan fyrir að ég lét það í ljós við hana hvað ég væri heppinn að eiga tengdamóður eins og hana. Ekki síst fyrir þá sök að fyrir all- mörgum árum fór Gerður á spít- ala vegna einhverra minniháttar meinsemda sem ég kann ekki að segja frá. Þegar ég spurði hana svo nánar út í hvað hefði verið gert á spítalanum þá svaraði hún því til að eitt af því sem gert var væri það að fjarlægt var úr henni gallið. Nú kann ég engin skil á því hvað þetta þýddi lækn- isfræðilega og breytir engu í þessari frásögn. En auðvitað var ég fljótur að grípa þetta á lofti og tilkynnti minni ágætu tengdamóður að nú væri ég heppinn. Því nú ætti ég gjör- samlega gallalausa tengdamóður í þess orðs fyllstu merkingu. Þrátt fyrir að allmörg ár séu lið- in frá því að þetta var man ég enn hvað þetta vakti hjá henni mikla kátínu. Og ætíð þegar ég endurtók þennan brandara í gegnum tíðina var eins og hún væri að heyra hann í fyrsta skipti, svo mikið hló hún að hon- um. En nú er hún Gerður amma eins og dætur mínar kölluðu hana ávallt horfin á braut og blessuð sé minning hennar. Í öll þessi ár eða frá því að ég kynnt- ist henni átján ára gamall hefur hún verið í okkar fjölskyldusögu og þess vegna ákveðið högg þeg- ar hún er það ekki lengur. En þann dag sem við fengum fregn- ir af andláti hennar vorum við einmitt að taka ákvörðun um að heimsækja hana norður. En vegna ástandsins í þjóðfélaginu höfðu heimsóknir ekki verið mjög tíðar og þess vegna tölu- vert langt um liðið frá síðustu heimsókn. Gerður Sigurðardóttir var ákaflega tignarleg og falleg kona og var það fram á síðasta dag. Hún var orðin rúmlega níræð þegar hún dó og síðasta árið bjó hún á dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri. Hún verður jarðsungin í dag, 6. maí, að viðstöddum ætt- ingjum sem lifa eftir með minn- inguna um góða konu. Einar Helgason tengdasonur. Gerður Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEINÞÓRS KRISTJÁNSSONAR frá Geirakoti, sem lést 13. apríl. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Fossheima á Selfossi fyrir umönnun hans síðastliðin ár. Aðalheiður Edilonsdóttir Katrín Kristjánsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Gunnar Kristmundsson Ólafur Kristjánsson María Hauksdóttir Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HAUKS OTTESEN íþróttakennara. Sérstakar þakkir til Örvars Gunnarssonar krabbameinslæknis og starfsfólks 11G fyrir einstaka alúð við umönnun. Guðlaug Þorgeirsdóttir Ester Ottesen Birgir Ólafsson Hildur Ottesen og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.