Morgunblaðið - 06.05.2021, Page 54

Morgunblaðið - 06.05.2021, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Viska fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa. Viska er til húsa í Þekkingarsetri Vm. – ÞSV - Ægisgötu 2 Vm. í fjölbreyttu og skapandi umhverfi. Starfshlutfall 50% frá 1. sept. nk. en getur hækkað á haustönn með nýjum verkefnum og fer í allt að 100% starf frá 1. janúar 2022. Starfssvið • Veita fullorðnum einstaklingum þjónustu í formi náms- og starfsráðgjafar. • Framkvæma og útbúa raunfærnimat. • Hæfnigreina störf og fræðsluþarfir m.a. á vinnu- stöðum. • Umsjón og verkefnastjórn með einstaka fræðslu og þróunarverkefnum. Hæfnikröfur • Leyfi Mennta- og menningarmálaráðuneytis til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi. • Reynsla af náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati telst kostur. • Þekking á framhaldsfræðslu og/eða starfi símenntunarmiðstöðva telst kostur. • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun samkv. kjarasamningum náms- og starfsráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 11. maí 2021 og skal senda umsóknir til varaform. stjórnar Visku á netfangið helgabjorkolafsdottir@gmail.com. Stjórn Visku fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vm. Náms- og starfsráðgjafi Árvakur óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman einstakling til starfa. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, skipulagður og öflugur í mannlegum samskiptum. Starfið felur í sér sölu auglýsinga í Morgunblaðið og á mbl.is. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mikla skipulagshæfileika, getu og metnað að taka þátt í vaxandi starfsemi Árvakurs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið gefur Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri, í síma 569 1170 eða í tölvupósti á netfangið siljaj@mbl.is Sölu- og markaðsfulltrúi ÁRVAKUR LAUS STAÐA HJÁ SELFOSSVEITUM Selfossveitur reka hita- og vatnsveitu Sveit- arfélagsins Árborgar. Fyrirtækið er til húsa að Austurvegi 67. Selfossveitur óska eftir starfsmanni á sviði hita- og vatnsveitu. Starfið hefur starfsheitið Verkstjóri vatns- og hitaveitu og heyrir undir veitustjóra vatns- og hitaveitu Helstu verkefni og ábyrgð Hita- og vatnsveita: • Stýrir verkum vaktmanna, starfsmanna mæla- deildar og öðrum almennum starfsmönnum vatns- og hitaveitu • Starfssvið er m.a. við orkuöflun, rekstur dælu- og stjórnstöðva, dreifikerfi og þjónustu við notendur • Hefur yfirumsjón með þjónustu við neytendur Menntunar- og hæfniskröfur: • Iðnmenntun sem nýtist í starfi • Reynsla eða menntun í stjórnun er æskileg • Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Hafa góða íslensku og ensku kunnáttu • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulags- hæfni • Góð tölvukunnátta Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Þór Haraldsson í síma 480 1500 eða netfang sigurdur@arborg.is. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2021. Sótt er um starfið á ráðningarvef sveit- arfélagsins http://starf.arborg.is Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Danska (75%) Efnafræði (100%) Vélstjórn – málmsmíði (100%) Tölvugreinum – forritun (75%) Sálfræði (50%) Sjúkraliðagreinum (100%) Nánari upplýsingar má sjá á starfatorg@starfatorg. is og umsóknum skal skila gegnum þann vef. Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða framhaldsskólakennara í eftirfarandi greinum:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.