Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á sjö stórum skjáum sem raðað er í hring í stærsta sal Listasafns Íslands gengur par, ung kona og ungur maður með gítar, hring eftir hring, af einum skjánum á annan, og þau syngja hugljúft en þó tregafullt lag, aftur og aftur, endalaust. Og í raun eru pörin tvö sem ganga hring- inn og syngja í þessu stóra og hríf- andi myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar, Sumarnótt, en sýn- ing á því verður opnuð í Listasafninu á morgun, föstudag. Verkið var frumsýnt í Metropolit- an-safninu í New York fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þar sem það var sett upp í álmu þar sem verk eftir Rembrandt voru allt í kring. Enskt heiti verksins er Death is Elsewere en fyrir þessa sýningu hér á landi segist Ragnar hafa valið að breyta heitinu. „Ég hafði þar í huga Sumarnótt á Þingvöllum eftir Þórarin B.,“ segir hann og vísar þar í frægt málverk frumherjans Þorlákssonar. Og vissulega á nýja heitið vel við, þar sem 77 mínútna langt verkið er ein- mitt tekið á bjartri sumarnóttu þar sem pörin tvö – tvennir eineggja tví- burar – gengu hringinn aftur og aft- ur kringum tökuvélar og sungu á túni við Eldhraun í Skaftártungum. Tvíburarnir eru allir þekktir tónlistarmenn, Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur og Aaron og Bryan Dessner úr hljómsveitinni The National en Ragnar hefur unnið með þeim öllum í ýmsum verkum. Við Ragnar ræddum þetta verk hans áður við frumsýninguna í New York og við undirbúning þess sagð- ist hann meðal annars hafa haft í huga málverkið fræga eftir Jón Stef- ánsson sem er á Hótel Holti, af fólki í lautarferð á Suðurlandi. „Þá langaði mig að gera verk með fólki á túni á Suðurlandi – og hér er það komið,“ sagði hann í New York. „Ég man að fyrst þegar ég var að hugsa um heiti á verkið þá var það eitthvað í þessum anda,“ segir Ragn- ar nú um heitið Sumarnótt – „en ég endaði með Death is Elsewhere. Nú finnst mér Sumarnótt vera betri tit- ill. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti skrifað til safna sem eiga eintak af verkinu: Can you please change the title?“ Og hann skellir upp úr. „Þessi nýi titill opnar verkið.“ Ekkert grín að setja upp Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir að í Sumarnótt Ragnars sé sótt á kunnugleg mið þar sem andi rómantíkur og sæluríkis er alls- ráðandi. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigð- inni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana. Sumarnótt er tekin upp skammt frá upptökum Skaftárelda sem ollu miklum hörmungum á Íslandi og víða í Evrópu síðla á 18. öld. Ragnar vísar til eldsumbrotanna og sög- unnar með vali á staðsetningu og fléttar verkið einnig saman við ís- lenska listasögu. Verkið gerði Ragn- ar fyrir sjálfan sig, ekki með neina tiltekna sýningu í huga, en þegar sýningarstjórar frá Metropolitan- safninu fengu að sjá vísi að því í heimsókn á vinnustofu listamanns- ins á sínum tíma var honum boðið að sýna það fyrst í því kunna safni. „Það var svo sýnt í Stuttgart og er núna í safni í Toronto, verður svo sýnt í Montreal. Það eru þreifingar með uppsetningu víðar en það er ekkert grín að setja þetta upp,“ segir Ragnar og svo mikið er víst, margir tæknimenn koma þar að verki. Eina af rótum þessa marglaga verks segir Ragnar liggja að tón- listarhátíð sem Dessner-bræður settu á laggirnar í Wisconsin og báðu Ragnar að vera þar með gjörn- ing. Hann setti upp sviðsverk – „mjög banal hugmynd um að gera eins konar ABBA með tvíburum“ – þar sem áhorfendur voru beittir skynblekkingum með aðkomu tvennra eineggja tvíbura – þar léku Kristín Anna og Gyða og Dessner- bræðurnir, eins og í Sumarnótt. „Músíkina í verkið í Wisconsin sömdum við öll saman hérna við Tjarnargötuna og aðalstefið notum við aftur í Sumarnótt. Textinn kem- ur úr bókaskápnum heima hjá mér; þar er bók eftir Alexander Dum- badze um Bas Jan Ader sem heitir Death is Elsewhere, aðalstefið í text- anum sem þau syngja kemur úr ljóðabók eftir Robert Lax og annar hluti er eftir Saffó í þýðingu Anne Carson. Það var ekkert vesen að setja texta þannig saman meðan þau hin gerðu tónlistina. Ég hef oft gam- an af því að vinna með svona „coll- age“ í textum,“ segir Ragnar. Landslagið „Roni Hornað“ „Síðan kom þessi hugmynd að gera vídeó með þessu lagi úti á túni á Suðurlandi, þar sem pörin labba saman í hringi, í samhverfu. Ég hugsaði mikið um Bruce Naumann, Carolee Schneemann og Roni Horn þegar ég var að gera þetta!“ Og hann nefnir hér merka og ólíka myndlistarmenn sem hafa hver á sinn hátt haft mikil áhrif. Roni Horn hefur til að mynda starfað mikið hér á landi áratugum saman og unnið á margvíslegan hátt með íslenska náttúru og menningu. „Fyrir mér er íslenskt landslag svo „Roni Hornað“,“ bætir Ragnar við. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég vann með íslenskt landslag, mér finnst alltaf gaman að leika með klisjur sem ég veit ekki mikið um. Það er eins og að leika sér með ann- an kúltur.“ Á Kjarvalsstöðum má nú sjá á annarri sýningu röð málverka sem hann málaði af hrauni. „Það er sama hraun og sést í víd- eóinu. Eldhraun. Mér finnst það svo klikkað hraun, ég er mikill rókokkó- maður og þetta er rókokkóhraunið sem olli frönsku byltingunni.“ Hann minntist líka á bandarísku listakonuna Carolee Schneemann (1939-2019) sem iðulega þótti ögr- andi í sinni list en þau Ragnar urðu miklir vinir og er verkið tileinkað henni en Ragnar segir hana hafa verið sér mikilvæga fyrirmynd. Verk Ragnars hafa vakið mikla at- hygli víða um lönd á undanförnum árum og er hann einn kunnasti lista- maður þjóðarinnar. Mörg verka hans má, eins og Sumarnótt, kalla einhverskonar úthaldsgjörning, með leikurum á sviði eða í vídeóupptök- um eins og hér. Sér hann sífellt nýja möguleika í slíkri nálgun, þessum teygða tíma, tímamagni sem ögrar fólki en heillar líka? „Ætli það sé ekki bara afi gamli í mér, skúlptúristinn,“ og hann vísar til myndhöggvarans nafna síns. „Það er einhver massi í þessu sem ég heillast af. Tilfinning um massa sem mér finnst falleg. Svo elska ég leik- hús og músík sem eru frásagnarform en ég hef ekkert svo gaman af því að búa til narratífu … Allt sem ég elska sameinast í þessu formi.“ 123 þættir teknir upp í Moskvu Ragnar segir að sýningarverkefni sem hann hafi haft í undirbúningi er- lendis hafi verið sett á ís meðan á heimsfaraldrinum hefur staðið. „Og allskonar þvæling sem ég hefði líklega verið á hef ég afgreitt núna á zoom, það hefur verið mjög lítið mál. Margt slíkt mun breytast í því hvernig við vinnum en það er hreinlega subbulegt að fljúga jafn- mikið og ég gerði,“ segir Ragnar. En hann mun þó halda til Moskvu í haust þar sem hrint verður í fram- kvæmd gríðarmiklu verkefni hans í nýrri menningarmiðstöð, GES-2. Ásamt samstarfsfólki sínu mun hann endurgera í menningarmiðstöðinni með sínum hætti 123 þætti af banda- rísku sápuóperunni Santa Barbara. Þættirnir verða endurleiknir og kvikmyndaðir á stóru sviði í GES-2 og leikið eftir raunverulegum hand- ritum að þáttum Santa Barbara en þeir nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum og slógu í gegn í Rúss- landi þegar járntjaldið féll. Í tilkynningu frá GES-2 segir að í verkinu megi sjá hvernig skáld- skapur og list geti haft áhrif á heim- inn. Ragnar fær að nota allt rými menningarmiðstöðvarinnar og allar hæðir, í því skyni að hann geti látið draum sinn rætast eða draumsýn. Er það rétt að Ragnar sé að læra rússnesku til að undirbúa sig? „Já, það er satt, hjá Gunnari Þorra Péturssyni,“ svarar hann. „Við Ása Helga Hjörleifsdóttir kvik- myndaleikstjóri erum að undirbúa tökurnar saman, hún verður leik- stjóri þáttanna,“ en Ása leikstýrði meðal annars áður kvikmyndinni Svaninum sem byggð var á sam- nefndri sögu Guðbergs Bergssonar. „Ása hefur ofboðslega flottan sans,“ segir Ragnar. „Svanurinn er um kreativitet og þetta Santa Bar- bara-dæmi er portett af kreativiteti. Við byrjum að taka upp 9. sept- ember og tökum lýkur 6. janúar, á þorlaksmessu Rússa. Við endur- gerum 123 þætti af Santa Barbara, einn á dag. Það er ofboðslega gaman að vinna þetta með Ásu og svo er gamla fólkið sem upphaflega skapaði Santa Barbara, Jerome og Bridget Dobson, komið með okkur í lið og við erum að hitta þau á zoom. Þeim líst mjög vel á þetta og þá hefur okkar kæra María Ellingsen, sem lék í Santa Barbara á sínum tíma, verið að hjálpa okkur við undirbúninginn. Eini innrásarherinn sem náði inn í hjarta Moskvu er Santa Barbara. Þetta er hugmyndalega sprengjan sem lét heimsveldið hrynja endan- lega. Og Santa Barbara er lykill að því að skilja hvernig Rússland nú- tímans fúnkerar. Þessi túrbó-kap- ítalismi kom út úr því íróníska port- retti af kapítalismanum sem hið upprunalega Santa Barbara er. Þetta er ótrúlega spennandi verk- efni. Og er áminning um að það sem okkur finnst venjulega vera popp, er í raun það mikilvægasta sem er að gerast. Við hlæjum kannski að Kim Kardashian – en þetta er það mikil- vægasta sem er að gerast í dag!“ „Allt sem ég elska sameinast í þessu“ - Margbrotið myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Sumarnótt, sýnt í Listasafni Íslands - „Það er einhver massi í þessu sem ég heillast af,“ segir Ragnar um endurtekninguna og formið í verkinu Morgunblaðið/Einar Falur Á sumarnótt „Það sem okkur finnst venjulega vera popp, er í raun það mikilvægasta sem er að gerast,“ segir Ragn- ar Kjartansson um dægurmenningu. Hann stendur hér í geisla verksins Sumarnætur, með öðru parinu sem syngur. KRINGLAN 15% afsláttur af völdum vörumerkjum í Dúka Kringlunni KRINGLU KAST 5.-10. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.