Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Verona
Verð frá kr.
19.950
önnur leið m/ handfarangri
Verð frá kr.
39.900
báðar leiðir m/ handfarangri
TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Margs konar hátíðir boða lands-
mönnum að sumarið sé komið.
Flestum hátíðum var frestað á síð-
asta ári en nú er útlit fyrir að dag-
skráin verði þétt og spennandi
þetta sumarið. Hér eru nefndar
helstu hátíðir sem haldnar eru ár-
lega, en sá fyrirvari fylgir að óvíst
verður með stöðu samkomutak-
markana í sumar.
Bíladagar verða haldnir á Ak-
ureyri 17. til 19. júní þar sem keppt
verður í kappakstri og bílar sýndir.
Í júlí verður Goslokahátíð haldin
dagana 1. til 4. júlí í Vestmanna-
eyjum. Hátíðin hefst með tónleikum
í Eldheimum þar sem Svanhildur
Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson
munu koma fram. Sömu helgi verð-
ur fjölskylduhátíðin Írskir dagar
haldin á Akranesi. Þá verður Þjóð-
lagahátíð á Siglufirði haldin 7. til
11. júlí þar sem boðið verður upp á
dansa, námskeið og tónleika. Fjöl-
skyldu- og tónlistarhátíðin Kóte-
lettan á Selfossi verður haldin 9. til
11. júlí. Listahátíðin LungA verður
haldin á Seyðisfirði 14. til 17. júlí
með listasmiðjum, tónleikum o.fl.
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
halda upp á 25 ára afmæli og sú
bæjarhátíð verður haldin 22. til 25.
júlí. Tónlistarhátíðin Bræðslan
verður svo einnig haldin á Borg-
arfirði eystri 24. júlí, en dagana þar
á undan verða í boði fleiri tón-
leikar.
Mikil aðsókn á Þjóðhátíð
Verslunarmannahelgin er 31. júlí
til 2. ágúst þetta árið og hafa lands-
menn úr þó nokkrum hátíðum að
velja þá. Efst á lista er Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum en miðasala á
hana hófst í gær og lá miðasalan
strax niðri vegna mikillar aðsókn-
ar. Innipúkinn verður einnig hald-
inn sömu helgi og verður dagskráin
tilkynnt í næstu viku samkvæmt
Steinþóri Helga Arnsteinssyni, sem
er einn af skipuleggjendum tónlist-
arhátíðarinnar. Þá verður um
verslunarmannahelgina Unglinga-
landsmót UMFÍ haldið á Selfossi
þar sem keppt verður í ýmsum
greinum. Fjölskylduhátíðin Ein
með öllu verður haldin á sama tíma
á Akureyri en samhliða henni verða
Íslensku sumarleikarnir haldnir
þar sem m.a. fer fram Kirkju-
tröppuhlaupið við Akureyr-
arkirkju.
Gleðigangan snýr aftur
The Color Run verður haldið á
Akureyri 1. ágúst og í Reykjavík
28. ágúst, en nú þegar er hægt að
kaupa miða í hlaupið. Hinsegin
dagar í Reykjavík verða svo haldnir
3. til 8. ágúst og verður Gleðigang-
an á meðal viðburða. Þá verður
Víkingahátíðin í Hafnarfirði haldin
helgina 13. til 15. ágúst á Víð-
istaðatúni samkvæmt Hafsteini
Kúld Péturssyni, formanni Rimmu-
gýgjar, sem heldur hátíðina. Bæj-
arhátíðin Blómstrandi dagar verð-
ur haldin í Hveragerði sömu helgi.
Þann 21. ágúst verður Menning-
arnótt fagnað í Reykjavík og síð-
ustu helgina í ágúst verður svo bæj-
arhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu
heima. Vert er að nefna nokkrar
hátíðir sem hafa verið blásnar af
fram á næsta ár en það eru Secret
Solstice, Eistnaflug, Neistaflug og
Fiskidagurinn mikli.
Margs konar hátíðir
í boði um allt land
- Margar hátíðir voru blásnar af í fyrra en snúa nú aftur
Morgunblaðið/Ómar
Hátíðir Landsmenn geta valið úr fjölbreyttu úrvali hátíða í sumar ef samkomutakmarkanir leyfa.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefur birt áætlun
um langtímahorfur í efnahagsmálum
og opinberum fjármálum til 30 ára.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík
áætlun er birt en gert er ráð fyrir að
hún verði uppfærð ekki sjaldnar en á
þriggja ára fresti, samkvæmt lögum
um opinber fjármál.
Í áætluninni kemur fram að staða
Íslands sé góð. Landið sé nú eitt efn-
aðasta land í heiminum.
„Þjóðin er ung og fleiri eru á
vinnumarkaði hér á landi en í öðrum
löndum. Þótt heimsfaraldur kórónu-
veiru hafi haft verulega neikvæð
áhrif á afkomu og skuldir hins op-
inbera á fimm ára tímabili fjármála-
áætlunar fyrir árin 2022–2026, eru
hagvaxtarhorfur til lengri tíma litið
þó ágætar á Íslandi í samanburði við
nágrannaríki,“ segir í tilkynningu á
vef Stjórnarráðsins.
Þegar litið sé til næstu áratuga fel-
ist ýmsar krefjandi áskoranir í þeim
samfélagslegu og hagrænu breyting-
um sem séu í augsýn.
Stofnanir styðji við framleiðni
„Má þar nefna að þjóðin er að eld-
ast og munu helstu áskoranir stjórn-
valda snúa að því að viðhalda góðum
lífskjörum, ásamt því að tryggja
stöðugan vöxt til lengri tíma, þrátt
fyrir að hægi á fjölgun starfandi eftir
því sem eldra fólki fjölgar. Samhliða
því gætu umhverfisþættir eins og
loftslagsbreytingar og aðrir ytri
þættir haft mikil áhrif á vöxt og við-
gang þjóðarbúsins.“
Hagvöxtur verði fyrst og fremst
drifinn áfram af aukinni framleiðni
og því þurfi stjórnvöld að tryggja að
sú stofnanaumgjörð sem verði fyrir
hendi á hverjum tíma styðji við þá
þætti sem leiða til framleiðniaukn-
ingar.
Tilteknar eru nánar helstu niður-
stöður skýrslunnar á vef Stjórnar-
ráðsins.
Áætlun um
langtímahorfur
- Ráðherra birtir nýja áætlun til 30 ára
kínverskir borgarar horfa á ástand-
ið, og svo á þá ákvörðun sem íslenska
ríkisstjórnin tók, þá vakna hjá þeim
svo margar spurningar. Þeir telja að
þetta sé hræðilegur hlutur, sem ekki
er hægt að sætta sig við.“
Fyrsta sem takast þarf á við
Einnig fullyrti hann að Kína hefði
boðið Íslandi aðstoð sína í kalda
stríðinu, í fjármálakreppunni 2008
og í faraldri kórónuveirunnar.
„Þessi ágreiningur hafði mjög nei-
kvæðar afleiðingar fyrir tvíhliða
samband okkar. Og það er ástæðan
fyrir því að ég nefni þetta sem það
fyrsta sem takast þarf á við. Við
þurfum að sjá um þetta tvíhliða sam-
band af mikilli varfærni,“ sagði Jin.
„Þetta er ekki fyrsti ágreiningur
okkar ríkja vegna mannréttinda-
mála. En af hverju getum við ekki
meðhöndlað þennan ágreining eins
og þá sem orðið hafa í fortíðinni?“
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Jin Zhijian, sendiherra kínverska al-
þýðulýðveldisins, segir ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda um að taka þátt í
viðskiptaþvingunum gegn kínversk-
um embættismönnum, hafa haft
mjög neikvæð áhrif á tvíhliða sam-
band ríkjanna.
Jin lét ummælin falla þegar hann
flutti tölu á málþingi Íslensk-kín-
verska viðskiptaráðsins, sem haldið
var í gær, og bar yfirskriftina „Hve-
nær koma kínversku ferðamennirnir
og erum við tilbúin að taka á móti
þeim?“
Jin benti á að Kína hefði fyrst
ríkja tilkynnt sjúkdóminn Covid-19
til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar WHO. „Veiran fannst í Wuh-
an-borg og það tók okkur þrjá mán-
uði að ná stjórn á ástandinu.“
Hann sagði það athyglisvert að
ekki bæri á mikilli
umfjöllun vest-
rænna fjölmiðla
um gang farald-
ursins í Kína
núna. „Ástandið
er, almennt séð,
nokkuð gott,“
bætti hann við.
Aðeins séu nokk-
ur ný tilfelli
veirusmita á hverjum degi innan
Kína. „Flest þeirra greinast raunar á
landamærasvæðunum.“
Ákvörðun valdið vandamálum
Því næst vék hann að því, að ís-
lensk og kínversk stjórnvöld þyrftu
að taka á þeim atriðum sem þau
greinir á um.
„Nýleg ákvörðun íslensku ríkis-
stjórnarinnar, um að fylgja Evrópu-
sambandinu í refsiaðgerðum gegn
Kína, vegna svokallaðra mannrétt-
indabrota í Xinjiang, hefur valdið
vandamálum fyrir okkur,“ sagði
hann og vísaði þar til meðferðar kín-
verskra stjórnvalda á minnihluta-
hópi úígúra í Xinjiang-héraði.
„Þegar íslenska ríkisstjórnin tók
þessa ákvörðun gaf sendiráð okkar
út yfirlýsingu, þar sem varpað er
ljósi á heildarmyndina fyrir nærsam-
félagið. Af hverju við höfðum ákveðið
að setja einstakling á svarta listann
okkar.“
Ekki neitt mannréttindamál
„Þessa yfirlýsingu sáu fleiri en 75
milljónir Kínverja á innan við tveim-
ur dögum. 75 milljónir manna. Þið
getið ímyndað ykkur athugasemd-
irnar. Ég hugsa að 99,9% þessa fólks
hafi reiðst mikið vegna ákvörðunar
íslensku ríkisstjórnarinnar.“
Jin bætti við að frá sjónarhorni
kínverskra stjórnvalda sé ekki um að
ræða neitt mannréttindamál.
„Því að fyrir þá sem eru kunnugir
sögulegum bakgrunni Xinjiang-hér-
aðs fyrir nokkrum árum, þá er auð-
veldlega hægt að sjá muninn. Fyrir
fjórum eða fimm árum þjáðist hér-
aðið af árásum hryðjuverkamanna,
síendurtekið í nokkur ár, sem ollu
dauða hundraða manna og særðu
þúsundir manna.“
Málið snúi að fullveldi Kína
Svo væri ekki lengur, þökk sé að-
gerðum stjórnvalda. Þakkaði Jin
meðal annars „menntunar- og þjálf-
unarmiðstöðvum“ sem settar hefðu
verið upp fyrir fólkið í héraðinu.
Að baki árásunum hefði verið hóp-
ur sem vildi stofna sérstakt ríki í
Xinjiang, aðskilið stjórnvöldum í
Peking. „Okkur finnst málið því snúa
að fullveldi okkar. Hvort Kína geti
haldið áfram sem sjálfstætt ríki þar
sem Xinjiang tilheyrir ríkinu.“
Jin hélt áfram: „Þannig að þegar
Þvinganir Íslands haft neikvæð áhrif
Jin Zhijian
- Þátttaka íslenskra stjórnvalda í viðskiptaþvingunum gegn kínverskum embættismönnum skaðaði tví-
hliða samband Íslands og Kína, segir sendiherra alþýðulýðveldisins - 75 milljónir Kínverja hafi reiðst